Handbolti

Rúnar með þrjú mörk og þrjár stoðsendingar í sigri Hannover

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Rúnar og félagar eru í 5. sæti þýsku úrvalsdeildarinnar.
Rúnar og félagar eru í 5. sæti þýsku úrvalsdeildarinnar. vísir/anton
Rúnar Kárason og félagar í þýska úrvalsdeildarliðinu Hannover-Burgdorf fara brosandi inn í HM-fríið eftir öruggan sigur, 31-23, á Göppingen í kvöld.

Rúnar skoraði þrjú mörk fyrir Hannover í leiknum og gaf þrjár stoðsendingar. Hann fékk einnig tvær tveggja mínútna brottvísanir.

Hannover í 5. sæti deildarinnar með 22 stig.

Í hinum leik kvöldsins í þýsku úrvalsdeildinni gerðu Melsungen og Flensburg jafntefli, 24-24. Þetta er aðeins annar leikurinn í vetur sem Flensburg tekst ekki að vinna. Liðið er þó á toppi deildarinnar með 33 stig, einu stigi meira en Kiel og Rhein-Neckar Löwen.

Í B-deildinni skildu Íslendingaliðin Aue og Bietigheim jöfn, 25-25.

Bjarki Már Gunnarsson og Sigtryggur Rúnarsson skoruðu tvö mörk hvor fyrir Aue og Árni Þór Sigtryggsson eitt. Aron Rafn Eðvarðsson varði eitt skot í marki Bietigheim.

Í sænsku úrvalsdeildinni tapaði Kristianstad fyrir Ystads, 28-25. Sænsku meistararnir eru í 2. sæti deildarinnar. Þeir mæta Redbergslids á föstudaginn í síðasta leiknum fyrir HM-fríið.

Gunnar Steinn Jónsson og Ólafur Guðmundsson skoruðu tvö mörk hvor fyrir Kristianstad í leiknum í kvöld en Arnar Freyr Arnarsson komst ekki á blað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×