Búið að opna fyrir úthlutun til félagsmanna SVFR Karl Lúðvíksson skrifar 27. desember 2016 11:40 Á vefnum hjá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur hefur verið opnað fyrir umsóknir í félagsúthlutun til félagsmanna. Það er misjafnt hvaða svæði eru vinsæl á hverju ári en umsóknarþunginn er samt alltaf mestur í Elliðaárnar. Mikið er sótt í Hítará, Haukadalsá, Laxá í Mý, Andakílsá, Gljúfurá, Fáskrúð og auðvitað í flaggskip félagsins Langá á Mýrum. Umsóknarfresturinn er til 6. janúar 2017, það má einnig benda á að ef félagsmenn hyggjast ekki nýta sér úthlutuð veiðileyfi, þarf að tilkynna skrifstofu félagsins það fyrir 1. mars 2017. Hægt er að kynna sér úhlutunarreglur félagsins HÉR. Sótt er um leyfi heimasíðu félagsins. Forúthlutun til félagsmanna gekk vel og greinilegt að margir veiðimenn halda tryggð við sumar árnar ár eftir ár. Veiðimenn eru þegar farnir að telja niður dagana í að næsta veiðitímabil hefjist en það gerist 1. apríl 2017 og hefst þá vorveiði á sjóbirting ásamt því að nokkur vötn opna fyrir veiðimenn. Almennt er nokkur bjartsýni hjá sérfræðingum fyrir góðri laxgengd á komandi sumri og ástæður þessarar bjartsýni er hlýtt vor, gott ástand sjávar og auk þess bættist við nokkur fjöldi seiða sem tók aukaár í nokkrum ám og er það yfirleitt gott merki. Mest lesið Flottur dagur í Varmá þrátt fyrir vont veður Veiði Silungurinn er að taka rykmýs lifrur núna Veiði Hvítá/Ölfusá: Net tekin upp vegna laxleysis Veiði Lifnar yfir Stóru Laxá með hækkandi vatni Veiði Miðfjarðará fer nokkuð örugglega yfir 5.000 laxa Veiði Langá á Mýrum áfram hjá SVFR Veiði Fréttir héðan og þaðan af veiðisvæðum Lax-Á Veiði Hlaupvídd 20 líka hentug á rjúpu Veiði Veiðin að glæðast eftir rigningar Veiði Fiskvegur í Jökulsá á Dal Veiði
Á vefnum hjá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur hefur verið opnað fyrir umsóknir í félagsúthlutun til félagsmanna. Það er misjafnt hvaða svæði eru vinsæl á hverju ári en umsóknarþunginn er samt alltaf mestur í Elliðaárnar. Mikið er sótt í Hítará, Haukadalsá, Laxá í Mý, Andakílsá, Gljúfurá, Fáskrúð og auðvitað í flaggskip félagsins Langá á Mýrum. Umsóknarfresturinn er til 6. janúar 2017, það má einnig benda á að ef félagsmenn hyggjast ekki nýta sér úthlutuð veiðileyfi, þarf að tilkynna skrifstofu félagsins það fyrir 1. mars 2017. Hægt er að kynna sér úhlutunarreglur félagsins HÉR. Sótt er um leyfi heimasíðu félagsins. Forúthlutun til félagsmanna gekk vel og greinilegt að margir veiðimenn halda tryggð við sumar árnar ár eftir ár. Veiðimenn eru þegar farnir að telja niður dagana í að næsta veiðitímabil hefjist en það gerist 1. apríl 2017 og hefst þá vorveiði á sjóbirting ásamt því að nokkur vötn opna fyrir veiðimenn. Almennt er nokkur bjartsýni hjá sérfræðingum fyrir góðri laxgengd á komandi sumri og ástæður þessarar bjartsýni er hlýtt vor, gott ástand sjávar og auk þess bættist við nokkur fjöldi seiða sem tók aukaár í nokkrum ám og er það yfirleitt gott merki.
Mest lesið Flottur dagur í Varmá þrátt fyrir vont veður Veiði Silungurinn er að taka rykmýs lifrur núna Veiði Hvítá/Ölfusá: Net tekin upp vegna laxleysis Veiði Lifnar yfir Stóru Laxá með hækkandi vatni Veiði Miðfjarðará fer nokkuð örugglega yfir 5.000 laxa Veiði Langá á Mýrum áfram hjá SVFR Veiði Fréttir héðan og þaðan af veiðisvæðum Lax-Á Veiði Hlaupvídd 20 líka hentug á rjúpu Veiði Veiðin að glæðast eftir rigningar Veiði Fiskvegur í Jökulsá á Dal Veiði