Skatan í öndvegi á Twitter: Bestu Þorláksmessutístin Nína Hjördís Þorkelsdóttir og Oddur Ævar Gunnarsson skrifa 23. desember 2016 23:05 Skatan þótti ekki fínn matur hér áður fyrr. Fréttablaðið/GVA Sannkölluð hátíðarstemning var í miðbænum í dag og í kvöld þegar þúsundir manna áttu þar leið um í jólaerindagjörðum á Þorláksmessukvöldi enda örstutt í jólin. Að sögn lögreglu gekk umferð í miðbænum almennt vel þrátt fyrir þann gífurlega fjölda vegfarenda sem fóru bæði gangandi og akandi um Laugaveginn. Að sögn Arnars Más Eyfells, yfirumsjónarmanns á Ingólfssvelli var mikill mannfjöldi samankominn á Ingólfstorgi í allan dag og í kvöld og var stemningin góð. Ekki virðist fólk hafa verið mikið stressað fyrir jólunum en að sögn Arnars var mannskapurinn í sannkölluðu hátíðarskapi. “Það var enginn stressaður, allir voru gríðarlega kátir” sagði Arnar sem sagði jafnframt að snjókoma kvöldsins hefði verið sérstaklega þægileg og jólaleg. Þorláksmessa, er líkt og flestir vita, haldin hátíðleg 23. desember ár hvert. Hátíðin er tileinkuð Þorláki helga Þórhallssyni sem er annar tveggja Íslendinga sem teknir hafa verið í dýrlingatölu. Á Vísindavefnum segir að þar sem Þorláksmessu ber upp á síðasta dag jólaföstunnar sé löng hefð fyrir því að neyta ekki kjöts þennan dag. Lélegur fiskur þótti hæfilegur matur daginn fyrir aðfangadag og þótti skötuát því vel til fallin en hún var ekki álitin neinn herramannsmatur í þá daga. Hins vegar hafa Íslendingar haldið þessum sið og þykir mörgum skatan ómissandi hluti af jólaundirbúningnum. Skemmtileg umræða myndaðist jafnframt á Twitter þar sem fólk tísti um daginn og sagði frá reynslu sinni af búðarröltinu á Laugaveginum og af skötuátinu í dag, þar sem margir voru sammála um að lyktin væri ekki sú besta. Talsvert var um skemmtileg tíst frá útlendingum sem voru mishrifnir af skötunni.Klukkan er 21:33 á þorláksmessu og ég er búinn að kaupa allar gjafir, ég er óvenju snemma í ár! Gleðileg jól vinir— Steindi jR (@SteindiJR) December 23, 2016 Psa: Skata er ekki góður þynnkumatur. Var að æla á bílinn minn.— ma bjrk (@tilhvers) December 23, 2016 Mér finnst skata mjög góð á bragðið. Það er engin lygi. Hef stóran hluta þeirra sem hallmæla henni grunaðan um að hafa aldrei smakkað hana.— Stígur Helgason (@Stigurh) December 23, 2016 Kl 12: Skata!Kl 17: Skata!Kl 20: Bráðamóttakan í Fossvogi.— Stefán Máni (@Svartur_a_leik) December 23, 2016 Góður brandari í dag er að kalla öll pör sem þið sjáið skötuhjú ☺— Gyða Lóa Ólafsdóttir (@gydaloa) December 23, 2016 Note to self fyrir næsta ár. Ekki fá sér kók með skötu.— Natan Marx (@NatanKol) December 23, 2016 Þorláksmessa: the day Iceland smells of putrid fish & you are forced to participate in the name of Christmas. pic.twitter.com/eSaIzgNjym— Lara Hogg (@archaeomadillo) December 23, 2016 #þorláksmessa Tweets Jólafréttir Mest lesið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Kristinn Svavarsson er látinn Tónlist Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Fleiri fréttir Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Sjá meira
Sannkölluð hátíðarstemning var í miðbænum í dag og í kvöld þegar þúsundir manna áttu þar leið um í jólaerindagjörðum á Þorláksmessukvöldi enda örstutt í jólin. Að sögn lögreglu gekk umferð í miðbænum almennt vel þrátt fyrir þann gífurlega fjölda vegfarenda sem fóru bæði gangandi og akandi um Laugaveginn. Að sögn Arnars Más Eyfells, yfirumsjónarmanns á Ingólfssvelli var mikill mannfjöldi samankominn á Ingólfstorgi í allan dag og í kvöld og var stemningin góð. Ekki virðist fólk hafa verið mikið stressað fyrir jólunum en að sögn Arnars var mannskapurinn í sannkölluðu hátíðarskapi. “Það var enginn stressaður, allir voru gríðarlega kátir” sagði Arnar sem sagði jafnframt að snjókoma kvöldsins hefði verið sérstaklega þægileg og jólaleg. Þorláksmessa, er líkt og flestir vita, haldin hátíðleg 23. desember ár hvert. Hátíðin er tileinkuð Þorláki helga Þórhallssyni sem er annar tveggja Íslendinga sem teknir hafa verið í dýrlingatölu. Á Vísindavefnum segir að þar sem Þorláksmessu ber upp á síðasta dag jólaföstunnar sé löng hefð fyrir því að neyta ekki kjöts þennan dag. Lélegur fiskur þótti hæfilegur matur daginn fyrir aðfangadag og þótti skötuát því vel til fallin en hún var ekki álitin neinn herramannsmatur í þá daga. Hins vegar hafa Íslendingar haldið þessum sið og þykir mörgum skatan ómissandi hluti af jólaundirbúningnum. Skemmtileg umræða myndaðist jafnframt á Twitter þar sem fólk tísti um daginn og sagði frá reynslu sinni af búðarröltinu á Laugaveginum og af skötuátinu í dag, þar sem margir voru sammála um að lyktin væri ekki sú besta. Talsvert var um skemmtileg tíst frá útlendingum sem voru mishrifnir af skötunni.Klukkan er 21:33 á þorláksmessu og ég er búinn að kaupa allar gjafir, ég er óvenju snemma í ár! Gleðileg jól vinir— Steindi jR (@SteindiJR) December 23, 2016 Psa: Skata er ekki góður þynnkumatur. Var að æla á bílinn minn.— ma bjrk (@tilhvers) December 23, 2016 Mér finnst skata mjög góð á bragðið. Það er engin lygi. Hef stóran hluta þeirra sem hallmæla henni grunaðan um að hafa aldrei smakkað hana.— Stígur Helgason (@Stigurh) December 23, 2016 Kl 12: Skata!Kl 17: Skata!Kl 20: Bráðamóttakan í Fossvogi.— Stefán Máni (@Svartur_a_leik) December 23, 2016 Góður brandari í dag er að kalla öll pör sem þið sjáið skötuhjú ☺— Gyða Lóa Ólafsdóttir (@gydaloa) December 23, 2016 Note to self fyrir næsta ár. Ekki fá sér kók með skötu.— Natan Marx (@NatanKol) December 23, 2016 Þorláksmessa: the day Iceland smells of putrid fish & you are forced to participate in the name of Christmas. pic.twitter.com/eSaIzgNjym— Lara Hogg (@archaeomadillo) December 23, 2016 #þorláksmessa Tweets
Jólafréttir Mest lesið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Kristinn Svavarsson er látinn Tónlist Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Fleiri fréttir Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Sjá meira