Handbolti

Bæði Íslendingaliðin fara í HM-fríið með tap á bakinu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Snorri Steinn skoraði fjögur mörk í kvöld.
Snorri Steinn skoraði fjögur mörk í kvöld. vísir/getty
Snorri Steinn Guðjónsson, Ásgeir Örn Hallgrímsson og félagar í franska handboltaliðinu Nimes töpuðu, 26-28, fyrir Saint-Raphaël í síðasta leiknum fyrir HM-fríið.

Snorri Steinn skoraði fjögur mörk fyrir Nimes og Ásgeir Örn þrjú. Þrjú af mörkum Snorra Steins komu úr vítum.

Staðan var jöfn í hálfleik, 15-15, en í seinni hálfleik voru leikmenn Saint-Raphaël sterkari og sigldu fram úr.

Nimes er í 7. sæti deildarinnar með 13 stig eftir 13 umferðir.

Hitt Íslendingaliðið í frönsku deildinni, Cesson-Rennes, tapaði með þriggja marka mun, 31-34, fyrir Aix á heimavelli.

Þetta var fjórða tap Cesson-Rennes í síðustu sex leikjum en liðið hefur ekki unnið leik í tvo mánuði. Cesson-Rennes er í 12. sæti deildarinnar með níu stig.

Geir Guðmundsson skoraði tvö mörk fyrir Cesson-Rennes í leiknum í kvöld en Guðmundur Hólmar Helgason lék ekki með liðinu vegna meiðsla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×