Sálfræðingur telur PISA-prófið gallað vegna hugtakaruglings Sveinn Arnarsson skrifar 21. desember 2016 07:00 PISA-prófið þreyta grunnskólabörn og eru niðurstöður notaðar til að greina menntakerfi OECD-landanna. vísir/stefán Vafi leikur á að þýðingar á PISA-prófinu séu það góðar að hægt sé að bera niðurstöður íslenskra skólabarna saman við skólabörn annars staðar innan OECD-landa. Þetta er mat Ásdísar Bergþórsdóttur sálfræðings á þýðingum PISA-prófsins út frá þýðingarramma OECD um það hvernig prófið eigi að vera uppsett. „Við getum ekki fullyrt um hvaða afleiðingar það hefur, við vitum ekki hvort þetta er búið að vera svona lengi. Ég skoðaði prófið ekki orð fyrir orð enda tæki það mun lengri tíma,“ segir Ásdís. „Hins vegar get ég sagt að setningabyggingin er að einhverju leyti flóknari hér en annars staðar og að einhverju leyti verður ruglingur þar sem hugtökum er ekki haldið aðskildum á íslensku en það er gert í enska textanum. Þýðingarrammi PISA kveður á um að þýðendur skuli halda texta á sama erfiðleikastigi en það er ekki gert að öllu leyti nú.“ Að mati Ásdísar þarf að kafa betur ofan í það hvaða áhrif þetta gæti haft. Tveir einstaklingar eru fengnir til að þýða textann og sá þriðji ráðinn til að samhæfa þýðingarnar. Að því loknu er fjórði aðilinn fenginn frá PISA til að skoða hvort þýðingin falli að markmiðum PISA. „Þetta er eitthvað sem eftirlitsaðili PISA verður að taka afstöðu til. Það eru þeir sem bera ábyrgð á prófinu að lokum,“ segir Ásdís. Arnór Guðmundsson, forstjóri Menntamálastofnunar, sem stýrði PISA-próftökunni hér á landi, segist fagna því að þýðingin sé skoðuð ofan í kjölinn. „Við höfum líka velt fyrir okkur að senda þetta til OECD og láta þá fara gaumgæfilega yfir þetta. Ég hef skoðað álit Ásdísar og ég sé ekki í fljótu bragði neitt sem dregur úr réttmæti prófsins,“ segir Arnór. Arnór telur útkomu PISA-prófsins nægilega réttmæta til þess að bera hana saman við aðrar þjóðir. „Til að mynda höfum við aðrar rannsóknir hér á landi sem við berum ábyrgð á sem eru að sýna sömu þróunina. Sú vissa skýtur stoðum undir réttmæti PISA-prófsins. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu PISA-könnun Tengdar fréttir Lítill lesskilningur ungra drengja ógn við lýðræðið Illugi Gunnarsson starfandi menntamálaráðherra segir að sú staðreynd að þriðjungur fimmtán ára drengja geti ekki lesið sér til gagns vera ógn við lýðræðið í landinu. 11. desember 2016 13:30 Vilja bæta stöðu nemenda í PISA "Niðurstöðurnar úr PISA eru sláandi og mikið áhyggjuefni,“ sagði Marta Guðjónsdóttir, fulltrúi Sjálfstæðisflokks á borgarstjórnarfundi í gær. 21. desember 2016 07:45 Menntamálastofnun biðst afsökunar á mistökum við gerð PISA-prófsins Menntamálastofnun sendi frá sér fréttatilkynningu í dag þar sem beðist er velvirðingar á mistökum sem gerð voru við gerð PISA-prófsins sem lagt var fyrir 15 ára nemendur í grunnskólum landsins í fyrra. 12. desember 2016 21:52 PISA-könnun: Hrikalegar tölur og verra á landsbyggðinni Íslendingar eru á niðurleið á öllum sviðum samkvæmt nýrri PISA-rannsókn. Kynjamunur er ekki marktækur nema hvað varðar lesskilning. Landsbyggðin stendur verr en höfuðborgarsvæðið á öllum sviðum. 7. desember 2016 07:00 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Vafi leikur á að þýðingar á PISA-prófinu séu það góðar að hægt sé að bera niðurstöður íslenskra skólabarna saman við skólabörn annars staðar innan OECD-landa. Þetta er mat Ásdísar Bergþórsdóttur sálfræðings á þýðingum PISA-prófsins út frá þýðingarramma OECD um það hvernig prófið eigi að vera uppsett. „Við getum ekki fullyrt um hvaða afleiðingar það hefur, við vitum ekki hvort þetta er búið að vera svona lengi. Ég skoðaði prófið ekki orð fyrir orð enda tæki það mun lengri tíma,“ segir Ásdís. „Hins vegar get ég sagt að setningabyggingin er að einhverju leyti flóknari hér en annars staðar og að einhverju leyti verður ruglingur þar sem hugtökum er ekki haldið aðskildum á íslensku en það er gert í enska textanum. Þýðingarrammi PISA kveður á um að þýðendur skuli halda texta á sama erfiðleikastigi en það er ekki gert að öllu leyti nú.“ Að mati Ásdísar þarf að kafa betur ofan í það hvaða áhrif þetta gæti haft. Tveir einstaklingar eru fengnir til að þýða textann og sá þriðji ráðinn til að samhæfa þýðingarnar. Að því loknu er fjórði aðilinn fenginn frá PISA til að skoða hvort þýðingin falli að markmiðum PISA. „Þetta er eitthvað sem eftirlitsaðili PISA verður að taka afstöðu til. Það eru þeir sem bera ábyrgð á prófinu að lokum,“ segir Ásdís. Arnór Guðmundsson, forstjóri Menntamálastofnunar, sem stýrði PISA-próftökunni hér á landi, segist fagna því að þýðingin sé skoðuð ofan í kjölinn. „Við höfum líka velt fyrir okkur að senda þetta til OECD og láta þá fara gaumgæfilega yfir þetta. Ég hef skoðað álit Ásdísar og ég sé ekki í fljótu bragði neitt sem dregur úr réttmæti prófsins,“ segir Arnór. Arnór telur útkomu PISA-prófsins nægilega réttmæta til þess að bera hana saman við aðrar þjóðir. „Til að mynda höfum við aðrar rannsóknir hér á landi sem við berum ábyrgð á sem eru að sýna sömu þróunina. Sú vissa skýtur stoðum undir réttmæti PISA-prófsins. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu PISA-könnun Tengdar fréttir Lítill lesskilningur ungra drengja ógn við lýðræðið Illugi Gunnarsson starfandi menntamálaráðherra segir að sú staðreynd að þriðjungur fimmtán ára drengja geti ekki lesið sér til gagns vera ógn við lýðræðið í landinu. 11. desember 2016 13:30 Vilja bæta stöðu nemenda í PISA "Niðurstöðurnar úr PISA eru sláandi og mikið áhyggjuefni,“ sagði Marta Guðjónsdóttir, fulltrúi Sjálfstæðisflokks á borgarstjórnarfundi í gær. 21. desember 2016 07:45 Menntamálastofnun biðst afsökunar á mistökum við gerð PISA-prófsins Menntamálastofnun sendi frá sér fréttatilkynningu í dag þar sem beðist er velvirðingar á mistökum sem gerð voru við gerð PISA-prófsins sem lagt var fyrir 15 ára nemendur í grunnskólum landsins í fyrra. 12. desember 2016 21:52 PISA-könnun: Hrikalegar tölur og verra á landsbyggðinni Íslendingar eru á niðurleið á öllum sviðum samkvæmt nýrri PISA-rannsókn. Kynjamunur er ekki marktækur nema hvað varðar lesskilning. Landsbyggðin stendur verr en höfuðborgarsvæðið á öllum sviðum. 7. desember 2016 07:00 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Lítill lesskilningur ungra drengja ógn við lýðræðið Illugi Gunnarsson starfandi menntamálaráðherra segir að sú staðreynd að þriðjungur fimmtán ára drengja geti ekki lesið sér til gagns vera ógn við lýðræðið í landinu. 11. desember 2016 13:30
Vilja bæta stöðu nemenda í PISA "Niðurstöðurnar úr PISA eru sláandi og mikið áhyggjuefni,“ sagði Marta Guðjónsdóttir, fulltrúi Sjálfstæðisflokks á borgarstjórnarfundi í gær. 21. desember 2016 07:45
Menntamálastofnun biðst afsökunar á mistökum við gerð PISA-prófsins Menntamálastofnun sendi frá sér fréttatilkynningu í dag þar sem beðist er velvirðingar á mistökum sem gerð voru við gerð PISA-prófsins sem lagt var fyrir 15 ára nemendur í grunnskólum landsins í fyrra. 12. desember 2016 21:52
PISA-könnun: Hrikalegar tölur og verra á landsbyggðinni Íslendingar eru á niðurleið á öllum sviðum samkvæmt nýrri PISA-rannsókn. Kynjamunur er ekki marktækur nema hvað varðar lesskilning. Landsbyggðin stendur verr en höfuðborgarsvæðið á öllum sviðum. 7. desember 2016 07:00