Falleg vinátta: „Ég hef verið á Íslandi í tvö ár og hún í 103 ár“ Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 20. desember 2016 21:00 Charles Gittins er heimsóknarvinur í gegnum sjálfboðaliðastarf Rauða krossins en verkefninu er ætlað að rjúfa félagslega einangrun og einsemd. Ólöf Hjálmarsdóttir, sem hann heimsækir, heyrir og sér mjög illa og á því á hættu að einangrast. En hún nýtur þess að spjalla og hlusta á Charles lesa fyrir sig.Charles talar reiprennandi íslensku og vefst ekkert fyrir honum að lesa bækur fyrir Ólöfuvísir/einar„Mér finnst mjög mikilvægt að gera eitthvað gagnlegt fyrir samfélagið. Þegar ég flutti til Íslands langaði mig strax að gera eitthvað fyrir þetta nýja samfélag sem ég ætlaði að búa í, gefa eitthvað tilbaka,” segir Charles sem er Breti og hefur búið á Íslandi í tvö ár. Charles segir heimsóknir sínar ekki starf, heldur gefandi samverustundir. „Þetta er verkefni sem við bæði njótum góðs af. Ekki bara ég að hjálpa Ólöfu, mér finnst líka spennandi að koma og tala við hana. Við erum skemmtilegt par. Ég er útlendingur en hún hefur aldrei komið til útlanda. Ég hef verið hér í tvö ár og hún í 103 ár. Þannig að ég fæ að heyra skemmtilegar sögur um lífið á Íslandi sem ég myndi annars aldrei heyra eða þekkja,” segir Charles og bætir við að Ólöf segi skemmtilega frá.Ólöf verður 104 ára í mars á næsta ári.vísir/einar Til að mynda frá Kötlugosinu 1918, en þá var Ólöf fimm ára. „Þá átti ég heima á Frakkastíg 14 og sá það allt frá Skólavörðuholtinu,” segir Ólöf. „Það var eins og falleg karfa á himninum. Ég man vel eftir mér. En mér finnst skrýtið sjálfri að muna eftir þessu.“ Og Ólöfu þykir greinilega mikið til Charles koma sem hún segir vera blátt áfram og með fallega nærveru. „Þetta er besti maður og vel uppalinn. Ég hef ekki kynnst mörgum útlendingum,” bætir Ólöf við en hún hefur sjálf aldrei farið til útlanda, og ekki stigið upp í flugvél enda segist hún vera flughrædd. Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Fleiri fréttir Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Sjá meira
Charles Gittins er heimsóknarvinur í gegnum sjálfboðaliðastarf Rauða krossins en verkefninu er ætlað að rjúfa félagslega einangrun og einsemd. Ólöf Hjálmarsdóttir, sem hann heimsækir, heyrir og sér mjög illa og á því á hættu að einangrast. En hún nýtur þess að spjalla og hlusta á Charles lesa fyrir sig.Charles talar reiprennandi íslensku og vefst ekkert fyrir honum að lesa bækur fyrir Ólöfuvísir/einar„Mér finnst mjög mikilvægt að gera eitthvað gagnlegt fyrir samfélagið. Þegar ég flutti til Íslands langaði mig strax að gera eitthvað fyrir þetta nýja samfélag sem ég ætlaði að búa í, gefa eitthvað tilbaka,” segir Charles sem er Breti og hefur búið á Íslandi í tvö ár. Charles segir heimsóknir sínar ekki starf, heldur gefandi samverustundir. „Þetta er verkefni sem við bæði njótum góðs af. Ekki bara ég að hjálpa Ólöfu, mér finnst líka spennandi að koma og tala við hana. Við erum skemmtilegt par. Ég er útlendingur en hún hefur aldrei komið til útlanda. Ég hef verið hér í tvö ár og hún í 103 ár. Þannig að ég fæ að heyra skemmtilegar sögur um lífið á Íslandi sem ég myndi annars aldrei heyra eða þekkja,” segir Charles og bætir við að Ólöf segi skemmtilega frá.Ólöf verður 104 ára í mars á næsta ári.vísir/einar Til að mynda frá Kötlugosinu 1918, en þá var Ólöf fimm ára. „Þá átti ég heima á Frakkastíg 14 og sá það allt frá Skólavörðuholtinu,” segir Ólöf. „Það var eins og falleg karfa á himninum. Ég man vel eftir mér. En mér finnst skrýtið sjálfri að muna eftir þessu.“ Og Ólöfu þykir greinilega mikið til Charles koma sem hún segir vera blátt áfram og með fallega nærveru. „Þetta er besti maður og vel uppalinn. Ég hef ekki kynnst mörgum útlendingum,” bætir Ólöf við en hún hefur sjálf aldrei farið til útlanda, og ekki stigið upp í flugvél enda segist hún vera flughrædd.
Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Fleiri fréttir Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Sjá meira