Innlent

Manns leitað sem fór í sjóinn við Reynisfjöru

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Björgunarsveitir á Suðurlandi hafa verið kallaðar á vettvang, sem og björgunarskipið Þór auk lögreglu.
Björgunarsveitir á Suðurlandi hafa verið kallaðar á vettvang, sem og björgunarskipið Þór auk lögreglu. Vísir/Friðrik Þór
Þýsk kona á fimmtugsaldri sem leitað var að í Kirkjufjöru við Dyrhólaey í dag er fundin. Hún fannst vestast í Reynisfjöru. Ekki hafa fengist upplýsingar um líðan hennar en hún er á leið á Landspítalann með þyrlu Landhelgisgæslunnar.

Allt tiltækt lið lögreglu og björgunarsveita á Suðurlandi, auk þyrlunnar og björgunarskipsins Þórs, var kallað út um klukkan 13 í dag eftir að tilkynnt var um að konan hefði farið í sjóinn. Mikið brim var í fjörunni og voru aðstæður til leitarinnar því erfiðar.

Konan, sem er 47 ára, var með eiginmanni sínum og tveimur börnum en þau munu öll hafa fallið í sjóinn. Eiginmaðurinn og börnin komust sjálf upp úr og eru óslösuð en verið er að flytja þau með sjúkrabíl á Landspítalann.

Fréttin var uppfærð klukkan 14.20.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×