Bjarni vísar því á bug að hann hafi setið á skýrslu um eignir Íslendinga á aflandssvæðum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. janúar 2017 20:48 Bjarni Benediktsson eftir fund sinn með þingflokknum í Valhöll í morgun. vísir/anton brink Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir það af og frá að hann hafi setið á skýrslu starfshóps sem kannaði umfang eigna Íslendinga á aflandssvæðum fram yfir kosningar. RÚV greinir frá.Skýrslan var birt í gær en um þrír mánuðir eru frá því að starfshópurinn skilaði skýrslunni af sér. Stjórnmálamenn hafa gagnrýnt að skýrslan hafi ekki verið birt almenningi og Alþingi fyrr en eftir þingkosningar sem fóru fram í október. Bjarni gefur lítið fyrir slíka gagnrýni. „Þeir sem eru reiðir eru pólitískir andstæðingar mínir fyrst og fremst. Formenn í stjórnmálaflokk, fyrrverandi formenn sem eru að reyna að gera sér pólitískan mat úr þessu,“ sagði Bjarni í samtali við RÚV. Telur Bjarni að stór hluti kosningabaráttunnar fyrir kosningarnar í haust hafi snúið um aflandsfélög og Panama-skjölin og ekkert í skýrslunni sem um ræðir setji þau mál í nýtt ljós. „Þetta er auðvitað allt saman tómur þvættingur og fyrirsláttur og ekkert nema pólitík,“ sagði Bjarni við RÚV. Bjarni segir að hann hafi fengið skýrsluna í hendur eftir að þingi var slitið í haust og því hafi verið ákveðið að bíða fram yfir kosningar með birtingu skýrslunnar þannig að ný ríkisstjórn og ný efnahags- og viðskiptanefnd gæti fjallað um efni skýrslunnar. Samkvæmt niðurstöðum skýrslunnar gæti mögulegt tap ríkisins vegna skattaundanskota numið allt frá 2,8 til 6,5 milljarða króna. Þá er einnig tekið fram í skýrslunni að eignir metnar á um 350 til 810 milljarða króna hafi safnast saman á aflandssvæðum frá árinu 1990. Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, hefur farið fram á það að efnahags- og viðskiptanefnd þingsins komi saman í næstu viku til að fjalla um skýrsluna. Segir hún að spurningar hafi vaknað af hverju skýrslan hafi ekki verið birt fyrr og margt þurfi að skoða í framhaldinu. Bjarni vísar því þó á bug að hann hafi haldið skýrslunni leyndri fram yfir kosningar. „Nei, ég vísa því algjörlega á bug að henni hafi með einhverjum hætti verið haldið leyndri. Það bara er ekki þannig,“ sagði Bjarni í samtali við RÚV. Panama-skjölin Tengdar fréttir Katrín óskar eftir fundi vegna skattaskjólsskýrslu Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs, hefur farið fram á að efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis komi saman í næstu viku til að fjalla niðurstöður skýrslu starfshóps um eignir Íslendinga á aflandssvæðum. 7. janúar 2017 18:16 Tekjutap hins opinbera vegna aflandsfélaga allt að sex milljarðar á ári hverju Niðurstöður starfshóps um eignir Íslendinga á aflandssvæðum gefa til kynna að í lok ársins 2015 hafi uppsafnað umfang eigna og umsvifa Íslendinga á aflandssvæðum frá árinu 1990 legið á bilinu 350-810 milljarða króna. 6. janúar 2017 15:51 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir það af og frá að hann hafi setið á skýrslu starfshóps sem kannaði umfang eigna Íslendinga á aflandssvæðum fram yfir kosningar. RÚV greinir frá.Skýrslan var birt í gær en um þrír mánuðir eru frá því að starfshópurinn skilaði skýrslunni af sér. Stjórnmálamenn hafa gagnrýnt að skýrslan hafi ekki verið birt almenningi og Alþingi fyrr en eftir þingkosningar sem fóru fram í október. Bjarni gefur lítið fyrir slíka gagnrýni. „Þeir sem eru reiðir eru pólitískir andstæðingar mínir fyrst og fremst. Formenn í stjórnmálaflokk, fyrrverandi formenn sem eru að reyna að gera sér pólitískan mat úr þessu,“ sagði Bjarni í samtali við RÚV. Telur Bjarni að stór hluti kosningabaráttunnar fyrir kosningarnar í haust hafi snúið um aflandsfélög og Panama-skjölin og ekkert í skýrslunni sem um ræðir setji þau mál í nýtt ljós. „Þetta er auðvitað allt saman tómur þvættingur og fyrirsláttur og ekkert nema pólitík,“ sagði Bjarni við RÚV. Bjarni segir að hann hafi fengið skýrsluna í hendur eftir að þingi var slitið í haust og því hafi verið ákveðið að bíða fram yfir kosningar með birtingu skýrslunnar þannig að ný ríkisstjórn og ný efnahags- og viðskiptanefnd gæti fjallað um efni skýrslunnar. Samkvæmt niðurstöðum skýrslunnar gæti mögulegt tap ríkisins vegna skattaundanskota numið allt frá 2,8 til 6,5 milljarða króna. Þá er einnig tekið fram í skýrslunni að eignir metnar á um 350 til 810 milljarða króna hafi safnast saman á aflandssvæðum frá árinu 1990. Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, hefur farið fram á það að efnahags- og viðskiptanefnd þingsins komi saman í næstu viku til að fjalla um skýrsluna. Segir hún að spurningar hafi vaknað af hverju skýrslan hafi ekki verið birt fyrr og margt þurfi að skoða í framhaldinu. Bjarni vísar því þó á bug að hann hafi haldið skýrslunni leyndri fram yfir kosningar. „Nei, ég vísa því algjörlega á bug að henni hafi með einhverjum hætti verið haldið leyndri. Það bara er ekki þannig,“ sagði Bjarni í samtali við RÚV.
Panama-skjölin Tengdar fréttir Katrín óskar eftir fundi vegna skattaskjólsskýrslu Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs, hefur farið fram á að efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis komi saman í næstu viku til að fjalla niðurstöður skýrslu starfshóps um eignir Íslendinga á aflandssvæðum. 7. janúar 2017 18:16 Tekjutap hins opinbera vegna aflandsfélaga allt að sex milljarðar á ári hverju Niðurstöður starfshóps um eignir Íslendinga á aflandssvæðum gefa til kynna að í lok ársins 2015 hafi uppsafnað umfang eigna og umsvifa Íslendinga á aflandssvæðum frá árinu 1990 legið á bilinu 350-810 milljarða króna. 6. janúar 2017 15:51 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Katrín óskar eftir fundi vegna skattaskjólsskýrslu Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs, hefur farið fram á að efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis komi saman í næstu viku til að fjalla niðurstöður skýrslu starfshóps um eignir Íslendinga á aflandssvæðum. 7. janúar 2017 18:16
Tekjutap hins opinbera vegna aflandsfélaga allt að sex milljarðar á ári hverju Niðurstöður starfshóps um eignir Íslendinga á aflandssvæðum gefa til kynna að í lok ársins 2015 hafi uppsafnað umfang eigna og umsvifa Íslendinga á aflandssvæðum frá árinu 1990 legið á bilinu 350-810 milljarða króna. 6. janúar 2017 15:51