Amfetamínborgin Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 7. janúar 2017 07:00 Reykjavík er fjórða mesta amfetamínborg Evrópu ef marka má nýja rannsókn frá Háskóla Íslands. Neysla amfetamíns er stöðug alla daga vikunnar. Ísland slær reglulega alls kyns höfðatölumet. Við erum stolt af sumum þeirra. Önnur eru ekkert til að stæra sig af. Við höfum átt Evrópumet í klamydíusmiti og þunglyndislyfjanotkun. Nú er Reykjavík orðin amfetamínborg norðursins. Neysla amfetamíns er skaðleg. Því þarf að bregðast við svona fréttum. Mikilvægt er að finna út hvernig fólki er hjálpað úr viðjum fíknar. Til þess þarf að efla geðsvið Landspítalans, þar sem margir verst settu fíklarnir fá meðferð. Utan úr heimi berast óhugnanlegar fregnir af viðhorfum til fársjúkra fíkniefnaneytenda. Rodrigo Duterte, nýkjörinn forseti Filippseyja, fór í átak gegn fíkniefnum á dögunum. Hann hvatti þegna sína til að ganga milli bols og höfuðs á þeim sem neyta fíkniefna eða selja þau. Þúsundir hafa verið myrtir í átaki harðstjórans fyrir það eitt að vera fíklar. Slík viðhorf hafa sem betur fer aldrei átt upp á pallborðið í okkar heimshluta. Engu að síður höfum við litið á fársjúka fíkla sem glæpamenn. Því þarf að breyta. Fangelsi er ekki réttur staður til að losa fólk úr viðjum eiturlyfja. SÁÁ hefur skilað öflugu starfi. Það hefur gjörbreytt félagslegri stöðu fólks sem glímir við fíknivanda á Íslandi. 24.000 manns hafa lagst inn á afeitrunarsjúkrahúsið á Vogi og haft gagn af. En ein tegund meðferðar hentar ekki öllum, hvorki í þessum efnum né öðrum. SÁÁ getur ekki borið allar byrðarnar. Systur manns sem réðst á mág sinn svo hann hlaut alvarlega áverka á nýársnótt sögðu í viðtali við Stöð 2 í vikunni að maðurinn hefði ítrekað farið í geðrof vegna fíkniefnaneyslu en komið að lokuðum dyrum á geðdeild. Hvort stutt innlögn á geðdeild hefði breytt einhverju fyrir manninn og fjölskylduna skal ósagt látið. En úrræðaleysið sem systurnar stóðu frammi fyrir er átakanlegt. Fé til heilbrigðismála er skorið við nögl á Íslandi – allt kerfið er þjakað af fjárskorti. Aðeins um 6,5 prósent af útgjöldum heilbrigðiskerfisins rennur í geðheilbrigðismál, sem er lægra hlutfall en í nálægum löndum. Kerfið bregst þegar rúmum á geðsviði Landspítalans hefur fækkað úr 240 í 118 síðustu fimmtán ár. Kerfið bregst þegar fagfólk á geðsviði spítalans hefur þurft að horfast í augu við niðurskurð ár eftir ár. Fjársvelti er ávísun á bresti. Nú standa yfir viðræður um nýja ríkisstjórn. Fyrrverandi formaður Geðhjálpar tekur þátt í þeim viðræðum. Það gefur von um að málið verði sett á oddinn. Við þurfum fleiri úrræði fyrir fíkla í ógöngum og aðra sem glíma við andlega vanheilsu. Þannig getum við ef til vill komið í veg fyrir atburð eins og þann, sem systurnar lýstu í vikunni. Við verðum að gera betur.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun
Reykjavík er fjórða mesta amfetamínborg Evrópu ef marka má nýja rannsókn frá Háskóla Íslands. Neysla amfetamíns er stöðug alla daga vikunnar. Ísland slær reglulega alls kyns höfðatölumet. Við erum stolt af sumum þeirra. Önnur eru ekkert til að stæra sig af. Við höfum átt Evrópumet í klamydíusmiti og þunglyndislyfjanotkun. Nú er Reykjavík orðin amfetamínborg norðursins. Neysla amfetamíns er skaðleg. Því þarf að bregðast við svona fréttum. Mikilvægt er að finna út hvernig fólki er hjálpað úr viðjum fíknar. Til þess þarf að efla geðsvið Landspítalans, þar sem margir verst settu fíklarnir fá meðferð. Utan úr heimi berast óhugnanlegar fregnir af viðhorfum til fársjúkra fíkniefnaneytenda. Rodrigo Duterte, nýkjörinn forseti Filippseyja, fór í átak gegn fíkniefnum á dögunum. Hann hvatti þegna sína til að ganga milli bols og höfuðs á þeim sem neyta fíkniefna eða selja þau. Þúsundir hafa verið myrtir í átaki harðstjórans fyrir það eitt að vera fíklar. Slík viðhorf hafa sem betur fer aldrei átt upp á pallborðið í okkar heimshluta. Engu að síður höfum við litið á fársjúka fíkla sem glæpamenn. Því þarf að breyta. Fangelsi er ekki réttur staður til að losa fólk úr viðjum eiturlyfja. SÁÁ hefur skilað öflugu starfi. Það hefur gjörbreytt félagslegri stöðu fólks sem glímir við fíknivanda á Íslandi. 24.000 manns hafa lagst inn á afeitrunarsjúkrahúsið á Vogi og haft gagn af. En ein tegund meðferðar hentar ekki öllum, hvorki í þessum efnum né öðrum. SÁÁ getur ekki borið allar byrðarnar. Systur manns sem réðst á mág sinn svo hann hlaut alvarlega áverka á nýársnótt sögðu í viðtali við Stöð 2 í vikunni að maðurinn hefði ítrekað farið í geðrof vegna fíkniefnaneyslu en komið að lokuðum dyrum á geðdeild. Hvort stutt innlögn á geðdeild hefði breytt einhverju fyrir manninn og fjölskylduna skal ósagt látið. En úrræðaleysið sem systurnar stóðu frammi fyrir er átakanlegt. Fé til heilbrigðismála er skorið við nögl á Íslandi – allt kerfið er þjakað af fjárskorti. Aðeins um 6,5 prósent af útgjöldum heilbrigðiskerfisins rennur í geðheilbrigðismál, sem er lægra hlutfall en í nálægum löndum. Kerfið bregst þegar rúmum á geðsviði Landspítalans hefur fækkað úr 240 í 118 síðustu fimmtán ár. Kerfið bregst þegar fagfólk á geðsviði spítalans hefur þurft að horfast í augu við niðurskurð ár eftir ár. Fjársvelti er ávísun á bresti. Nú standa yfir viðræður um nýja ríkisstjórn. Fyrrverandi formaður Geðhjálpar tekur þátt í þeim viðræðum. Það gefur von um að málið verði sett á oddinn. Við þurfum fleiri úrræði fyrir fíkla í ógöngum og aðra sem glíma við andlega vanheilsu. Þannig getum við ef til vill komið í veg fyrir atburð eins og þann, sem systurnar lýstu í vikunni. Við verðum að gera betur.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun