Körfubolti

Logi með einu stigi meira en Brynjar Þór

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Logi Gunnarsson sækir hér að Brynjari Þór Björnssyni.
Logi Gunnarsson sækir hér að Brynjari Þór Björnssyni. Vísir/Ernir
Seinni umferð Domino’s-deildar karla í körfubolta hefst í kvöld en hér fyrir neðan má sjá hvaða bandarísku og íslensku leikmenn sköruðu fram úr í tölfræðinni í fyrstu ellefu umferðum tímabilsins.

Logi Gunnarsson, fyrirliði Njarðvíkur, var stigahæsti íslenski leikmaðurinn í fyrri hlutanum en hann skoraði þó bara einu stigi meira en Brynjar Þór Björnsson, fyrirliði KR.

Stjörnumaðurinn Hlynur Bæringsson var með flest fráköst og hæsta framalagið af íslensku leikmönnunum en Tindastólsmaðurinn Pétur Rúnar Birgisson gaf flestar stoðsendingar. Það vekur athygli að  félagarnir Hlynur Bæringsson og Justin Shouse skoruðu jafnmörg stig í fyrri hlutanum.

Keflvíkingurinn Amin Khalil Stevens var með flest stig, flest fráköst og hæsta framlagið af öllum leikmönnum Domino´s deildar karla í fyrri umferðinni.



Bestir í tölfræðinni í fyrri hlutanum:

Flest stig í leik

Bandaríkjamenn

1. Amin Khalil Stevens, Keflavík    31,1

2. Sherrod Nigel Wright, Haukar    29,7

3. Tobin Carberry, Þór Þ.    27,4

3. Flenard Whitfield, Skallagrímur    27,4

5. Lewis Clinch Jr., Grindavík    22,2

6. Sefton Barrett, Snæfell    21,0

Íslendingar

1. Logi Gunnarsson, Njarðvík    18,8

2. Brynjar Þór Björnsson, KR    18,7

3. Darrel Keith Lewis, Þór Ak.    18,3

4. Hlynur Elías Bæringsson, Stjarnan    17,6

4. Justin Shouse, Stjarnan    17,6

6. Pétur Rúnar Birgisson, Tindastóll    17,3



Flest fráköst í leik

Bandaríkjamenn

1. Amin Khalil Stevens, Keflavík    14,8

2. Flenard Whitfield, Skallagrímur    14,2

3. Sefton Barrett, Snæfell    11,3

4. Sherrod Nigel Wright, Haukar    10,9

5. Tobin Carberry, Þór Þ.    10,5

6. Devon Andre Austin, Stjarnan    7,7

Íslendingar

1. Hlynur Elías Bæringsson, Stjarnan    12,3

2. Ómar Örn Sævarsson, Grindavík    9,3

3. Pavel Ermolinskij, KR    8,0

4. Ólafur Ólafsson, Grindavík    7,9

5. Darrel Keith Lewis, Þór Ak.    7,6

6. Sigurður Á. Þorvaldsson, KR    7,55

Flestar stoðsendingar í leik

Bandaríkjamenn

1. Lewis Clinch Jr., Grindavík    6,0

2. Sherrod Nigel Wright, Haukar    4,4

3. Tobin Carberry, Þór Þ.    4,2

4. Matthew Hunter, ÍR    3,6

5. Flenard Whitfield, Skallagrímur    3,4

6. Sefton Barrett, Snæfell    3,1

Íslendingar

1. Pétur Rúnar Birgisson, Tindastóll    7,1

2. Pavel Ermolinskij, KR    6,5

3. Emil Barja, Haukar    5,7

4. Hörður Axel Vilhjálmsson, Keflavík    5,2

5. Justin Shouse, Stjarnan    5,1

6. Hlynur Elías Bæringsson, Stjarnan    5,0

Hæsta framlag í leik

Bandaríkjamenn

1. Amin Khalil Stevens, Keflavík    38,9

2. Flenard Whitfield, Skallagrímur    31,6

3. Tobin Carberry, Þór Þ.    31,4

4. Sherrod Nigel Wright, Haukar    28,6

5. Sefton Barrett, Snæfell    27,6

6. Lewis Clinch Jr., Grindavík    20,8

Íslendingar

1. Hlynur Elías Bæringsson, Stjarnan    26,2

2. Darrel Keith Lewis, Þór Ak.    20,3

3. Justin Shouse, Stjarnan    18,1

4. Brynjar Þór Björnsson, KR    17,9

4. Darri Hilmarsson, KR    17,9

6. Pétur Rúnar Birgisson, Tindastóll    17,8




Fleiri fréttir

Sjá meira


×