Innlent

Sjálfstæðismenn fara yfir stöðuna

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Forystumenn flokkanna þriggja funda formlega klukkan hálf tvö.
Forystumenn flokkanna þriggja funda formlega klukkan hálf tvö. Vísir/Stefán
Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins kom saman til fundar í Valhöll klukkan tíu í morgun þar sem farið verður yfir stöðuna í stjórnarmyndunarviðræðum flokksins við Bjarta framtíð og Viðreisn. Forystumenn flokkanna þriggja funda svo formlega klukkan hálf tvö.

Leiðtogar flokkanna eru bjartsýnir á að þeim muni takast að mynda ríkisstjórn á næstu vikum. Greint var frá því í gær að samkomulag hafi náðst um öll þau stóru mál sem steyttu á skeri í síðustu viðræðum og að formennirnir muni nýta næstu daga í að skrifa stjórnarsáttmála.

Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, gerir ekki ráð fyrir að það muni taka lengur en tvær vikur.

Fyrsti formlegi fundur flokkanna var í gær en Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, leiðir viðræðurnar.


Tengdar fréttir

Þjóðaratkvæði um ESB í stjórnarsáttmálanum

Stóru deilumálin í viðræðum Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar hafa verið útkljáð. Stjórnarsáttmáli verður skrifaður í vikunni. MS verður sett undir samkeppnislög, tollar lækkaðir á hvítt kjöt og kosið um ESB




Fleiri fréttir

Sjá meira


×