Innlent

Ótrúleg mildi að enginn slasaðist þegar bomba sprakk í örtröð við Hallgrímskirkju

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Þúsundir komu saman á Skólavörðuholtinu rétt fyrir miðnætti á gamlársdag.
Þúsundir komu saman á Skólavörðuholtinu rétt fyrir miðnætti á gamlársdag. Vísir/Böddi
Telja má mikla mildi að engin slasaðist á Skólavörðuholtinu á gamlárskvöld þangað sem þúsundir komu saman til að fagna nýju ári. 

Stærstur hluti fólksins voru erlendir ferðamenn sem létu sér flestir nægja að skála og fylgjast með flugeldaglöðum Íslendingum en íbúar úr Þingholtunum skelltu sér margir hverjir á svæðið.

Í myndbandinu að neðan má sjá þegar stærðarinnar flugeldur hefur sig aldrei til flugs heldur springur á jörðu niðri. Fólk á svæðinu virðist hafa séð að eitthvað var í ólagi þar sem allir hörfuðu rétt áður en flugeldurinn sprakk með látum.

Flugeldurinn springur þegar átján sekúndur eru liðnar af myndbandinu.

 

New Years Eve 2016/17 from ReykjavikPhoto on Vimeo.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×