Þriðja skipverjanum sleppt Birgir Olgeirsson skrifar 19. janúar 2017 18:13 Polar Nanoq í Hafnarfjarðarhöfn Vísir/Jóhann K. Jóhannsson Þriðja skipverjanum sem handtekinn var vegna rannsóknar á hvarfi Birnu Brjánsdóttur hefur verið sleppt. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stjórnar rannsókninni á hvarfi Birnu, segir lögreglu vinna nú í því að sleppa manninum. „Það var þannig að gögn málsins bentu til þess að hann hefði vitneskju í málinu. Við höfum farið yfir það og teljum okkur vera búna að tæma það,“ segir Grímur í samtali við Vísi um málið. Hann segir þriðja skipverjann því ekki grunaðan um neitt og frjáls ferða sinna. Sá þriðji er grænlenskur og úr áhöfn grænlenska togarans Polar Nanoq sem kom til Hafnarfjarðar í gærkvöldi.Frá Héraðsdómi Reykjaness í dag þar sem Grænlendingarnir tveir voru leiddir fyrir dómara.Vísir/Anton BrinkTveir í tveggja vikna gæsluvarðhald Tveir aðrir Grænlendingar úr áhöfn skipsins voru úrskurðaðir í tveggja vikna gæsluvarðhald í dag vegna rannsóknar á hvarfi Birnu Brjánsdóttur. Eru þeir báðir grunaðir um aðild að hvarfi Birnu en hafa báðir neitað sök. Lögreglan fór fram á fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir tveimur skipverjum sem handteknir voru um hádegisbilið gær og hefur ákveðið að kæra úrskurðinn til Hæstaréttar. Vísir greindi frá því fyrr í dag að gögn sem fundust við rannsókn á rauðri Kia Rio-bifreið sem lögregla haldlagði í Hlíðasmára í Kópavogi í hádeginu á þriðjudag í tengslum við hvarf Birnu Brjánsdóttur bendi til þess að misindisverk hafi verið framið í bílnum. Rannsókn lögreglu leiddi til þess að bíllinn var haldlagður en fréttastofa hefur heimildir fyrir því að skipverji á grænlenska togaranum Polar Nanoq hafi verið með bílinn á leigu frá því í hádeginu á föstudag til seinni parts laugardags.Allir handteknir úti á hafiMennirnir þrír voru allir handteknir í grænlenska togaranum Polar Nanoq eftir að sérsveitarmenn á vegum embættis ríkislögreglustjóra sigu niður í skipið um 90 mílur suðvestur af Íslandi um hádegisbilið í gær og tóku yfir stjórn skipsins. Þeir tveir sem voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald í dag voru handteknir um það leyti sem sérsveitin tók yfir stjórn skipsins í gær. Sá þriðji var handtekinn um kvöldið þegar skipið var á leið til Hafnarfjarðarhafnar. Tengdar fréttir Grænlenskir sjómenn sendir heim af ótta við reiði Íslendinga Grænlenskir menn úr áhöfn togarans Regina C, upplifa sig ekki velkomna á Íslandi. 19. janúar 2017 17:45 Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Tveir menn sem grunaðir eru um aðild að hvarfi Birnu Brjánsdóttur komu saman á rauðri Kia Rio bifreið að Hafnarfjarðarhöfn klukkan rúmlega sex að morgni laugardags. Annar þeirra fór um borð í togarann en hinn ók í burtu. 19. janúar 2017 15:40 Rannsóknargögn úr rauða Kia Rio-bílnum benda til misindisverks Gögn sem fundust við rannsókn á rauðri Kia Rio-bifreið sem lögregla haldlagði í Hlíðasmára í Kópavogi í hádeginu á þriðjudag í tengslum við hvarf Birnu Brjánsdóttur benda til þess að misindisverk hafi verið framið í bílnum. 19. janúar 2017 12:00 Báðir skipverjar úrskurðaðir í tveggja vikna gæsluvarðhald Lögreglan fór fram á fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir tveimur skipverjum sem handteknir voru um hádegisbilið gær og hefur ákveðið að kæra úrskurðinn til Hæstaréttar. 19. janúar 2017 13:45 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Sjá meira
Þriðja skipverjanum sem handtekinn var vegna rannsóknar á hvarfi Birnu Brjánsdóttur hefur verið sleppt. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stjórnar rannsókninni á hvarfi Birnu, segir lögreglu vinna nú í því að sleppa manninum. „Það var þannig að gögn málsins bentu til þess að hann hefði vitneskju í málinu. Við höfum farið yfir það og teljum okkur vera búna að tæma það,“ segir Grímur í samtali við Vísi um málið. Hann segir þriðja skipverjann því ekki grunaðan um neitt og frjáls ferða sinna. Sá þriðji er grænlenskur og úr áhöfn grænlenska togarans Polar Nanoq sem kom til Hafnarfjarðar í gærkvöldi.Frá Héraðsdómi Reykjaness í dag þar sem Grænlendingarnir tveir voru leiddir fyrir dómara.Vísir/Anton BrinkTveir í tveggja vikna gæsluvarðhald Tveir aðrir Grænlendingar úr áhöfn skipsins voru úrskurðaðir í tveggja vikna gæsluvarðhald í dag vegna rannsóknar á hvarfi Birnu Brjánsdóttur. Eru þeir báðir grunaðir um aðild að hvarfi Birnu en hafa báðir neitað sök. Lögreglan fór fram á fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir tveimur skipverjum sem handteknir voru um hádegisbilið gær og hefur ákveðið að kæra úrskurðinn til Hæstaréttar. Vísir greindi frá því fyrr í dag að gögn sem fundust við rannsókn á rauðri Kia Rio-bifreið sem lögregla haldlagði í Hlíðasmára í Kópavogi í hádeginu á þriðjudag í tengslum við hvarf Birnu Brjánsdóttur bendi til þess að misindisverk hafi verið framið í bílnum. Rannsókn lögreglu leiddi til þess að bíllinn var haldlagður en fréttastofa hefur heimildir fyrir því að skipverji á grænlenska togaranum Polar Nanoq hafi verið með bílinn á leigu frá því í hádeginu á föstudag til seinni parts laugardags.Allir handteknir úti á hafiMennirnir þrír voru allir handteknir í grænlenska togaranum Polar Nanoq eftir að sérsveitarmenn á vegum embættis ríkislögreglustjóra sigu niður í skipið um 90 mílur suðvestur af Íslandi um hádegisbilið í gær og tóku yfir stjórn skipsins. Þeir tveir sem voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald í dag voru handteknir um það leyti sem sérsveitin tók yfir stjórn skipsins í gær. Sá þriðji var handtekinn um kvöldið þegar skipið var á leið til Hafnarfjarðarhafnar.
Tengdar fréttir Grænlenskir sjómenn sendir heim af ótta við reiði Íslendinga Grænlenskir menn úr áhöfn togarans Regina C, upplifa sig ekki velkomna á Íslandi. 19. janúar 2017 17:45 Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Tveir menn sem grunaðir eru um aðild að hvarfi Birnu Brjánsdóttur komu saman á rauðri Kia Rio bifreið að Hafnarfjarðarhöfn klukkan rúmlega sex að morgni laugardags. Annar þeirra fór um borð í togarann en hinn ók í burtu. 19. janúar 2017 15:40 Rannsóknargögn úr rauða Kia Rio-bílnum benda til misindisverks Gögn sem fundust við rannsókn á rauðri Kia Rio-bifreið sem lögregla haldlagði í Hlíðasmára í Kópavogi í hádeginu á þriðjudag í tengslum við hvarf Birnu Brjánsdóttur benda til þess að misindisverk hafi verið framið í bílnum. 19. janúar 2017 12:00 Báðir skipverjar úrskurðaðir í tveggja vikna gæsluvarðhald Lögreglan fór fram á fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir tveimur skipverjum sem handteknir voru um hádegisbilið gær og hefur ákveðið að kæra úrskurðinn til Hæstaréttar. 19. janúar 2017 13:45 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Sjá meira
Grænlenskir sjómenn sendir heim af ótta við reiði Íslendinga Grænlenskir menn úr áhöfn togarans Regina C, upplifa sig ekki velkomna á Íslandi. 19. janúar 2017 17:45
Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Tveir menn sem grunaðir eru um aðild að hvarfi Birnu Brjánsdóttur komu saman á rauðri Kia Rio bifreið að Hafnarfjarðarhöfn klukkan rúmlega sex að morgni laugardags. Annar þeirra fór um borð í togarann en hinn ók í burtu. 19. janúar 2017 15:40
Rannsóknargögn úr rauða Kia Rio-bílnum benda til misindisverks Gögn sem fundust við rannsókn á rauðri Kia Rio-bifreið sem lögregla haldlagði í Hlíðasmára í Kópavogi í hádeginu á þriðjudag í tengslum við hvarf Birnu Brjánsdóttur benda til þess að misindisverk hafi verið framið í bílnum. 19. janúar 2017 12:00
Báðir skipverjar úrskurðaðir í tveggja vikna gæsluvarðhald Lögreglan fór fram á fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir tveimur skipverjum sem handteknir voru um hádegisbilið gær og hefur ákveðið að kæra úrskurðinn til Hæstaréttar. 19. janúar 2017 13:45