Skotsilfur Markaðarins: Slagur um bankastjórastól og stefna Landsbankans Ritstjórn Markaðarins skrifar 16. janúar 2017 09:54 Landsbankinn tilkynnti fyrir skemmstu að hann hefði höfðað mál vegna umdeildrar sölu bankans á hlut sínum í Borgun. Það er Ólafur Eiríksson, hæstaréttarlögmaður og einn eigenda LOGOS, sem sér um málareksturinn. Landsbankinn stefndi meðal annars Hauki Oddssyni, forstjóra Borgunar, en það er mat bankans að hann hafi leynt upplýsingum sem hann og aðrir hinna stefndu bjuggu yfir um að Borgun ætti rétt á hlutdeild í söluhagnaði Visa Europe. Stefna bankans telur meira en þrjátíu blað- síður og ljóst að málarekstur fyrir dómstólum mun að óbreyttu taka langan tíma. Borgun gæti metið það sem svo að hagsmunum félagsins sé betur borgið með því að ná samkomulagi við Landsbankann.Í fótspor föður síns Viðskiptaráð Íslands réð á dögunum Leif Hreggviðsson í starf sérfræðings á hagfræðisviði ráðsins. Leifur fór þangað frá Íslandsbanka þar sem hann starfaði á markaðssviði eftir að hann lauk stúdentsprófi frá Verzlunarskóla Íslands. Segja má að Leifur hafi nú á vissan hátt fetað í fótspor föður síns, Hreggviðs Jónssonar, sem var formaður Viðskiptaráðs 2012 til 2016.Lilja Einarsdóttir stýrði eignaumsýslu gamla Landsbankans 2010-2106.Slást um starf bankastjóra Greint var frá því á dögunum að 43 umsóknir hefðu borist um starf bankastjóra Landsbankans. Þótt ekki sé opinberað hverjir sóttu um hafa ýmsir verið nefndir sem líklegir umsækjendur. Þannig herma heimildir að Lilja Björk Einarsdóttir, sem stýrði eignaumsýslu slitabús Landsbankans í Bretlandi 2010-2016, sækist eftir stólnum. Hún er stjórnarmaður í Icepharma og sat um tíma í stjórnum bresku félaganna Aurum Holdings og Hamleys. Þá hefur heyrst að Hermann Jónsson, forstjóri Íbúðalánasjóðs, sé á meðal umsækjenda auk þess sem um það er skrafað að Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Bankasýslunnar, sækist sömuleiðis eftir starfinu. Það væri þá ekki í fyrsta sinn en hann var á meðal umsækjenda þegar Steinþór Pálsson var ráðinn bankastjóri 2010.Skotsilfrið er óvægin innsýn inn í bakherbergi viðskipta og atvinnulífs á landinu. Pistillinn birtist í Markaðnum í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Skotsilfur Mest lesið Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Pavel í baðstofubransann Viðskipti innlent Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Atvinnulíf Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Neytendur Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Viðskipti innlent „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Viðskipti innlent Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Sjá meira
Landsbankinn tilkynnti fyrir skemmstu að hann hefði höfðað mál vegna umdeildrar sölu bankans á hlut sínum í Borgun. Það er Ólafur Eiríksson, hæstaréttarlögmaður og einn eigenda LOGOS, sem sér um málareksturinn. Landsbankinn stefndi meðal annars Hauki Oddssyni, forstjóra Borgunar, en það er mat bankans að hann hafi leynt upplýsingum sem hann og aðrir hinna stefndu bjuggu yfir um að Borgun ætti rétt á hlutdeild í söluhagnaði Visa Europe. Stefna bankans telur meira en þrjátíu blað- síður og ljóst að málarekstur fyrir dómstólum mun að óbreyttu taka langan tíma. Borgun gæti metið það sem svo að hagsmunum félagsins sé betur borgið með því að ná samkomulagi við Landsbankann.Í fótspor föður síns Viðskiptaráð Íslands réð á dögunum Leif Hreggviðsson í starf sérfræðings á hagfræðisviði ráðsins. Leifur fór þangað frá Íslandsbanka þar sem hann starfaði á markaðssviði eftir að hann lauk stúdentsprófi frá Verzlunarskóla Íslands. Segja má að Leifur hafi nú á vissan hátt fetað í fótspor föður síns, Hreggviðs Jónssonar, sem var formaður Viðskiptaráðs 2012 til 2016.Lilja Einarsdóttir stýrði eignaumsýslu gamla Landsbankans 2010-2106.Slást um starf bankastjóra Greint var frá því á dögunum að 43 umsóknir hefðu borist um starf bankastjóra Landsbankans. Þótt ekki sé opinberað hverjir sóttu um hafa ýmsir verið nefndir sem líklegir umsækjendur. Þannig herma heimildir að Lilja Björk Einarsdóttir, sem stýrði eignaumsýslu slitabús Landsbankans í Bretlandi 2010-2016, sækist eftir stólnum. Hún er stjórnarmaður í Icepharma og sat um tíma í stjórnum bresku félaganna Aurum Holdings og Hamleys. Þá hefur heyrst að Hermann Jónsson, forstjóri Íbúðalánasjóðs, sé á meðal umsækjenda auk þess sem um það er skrafað að Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Bankasýslunnar, sækist sömuleiðis eftir starfinu. Það væri þá ekki í fyrsta sinn en hann var á meðal umsækjenda þegar Steinþór Pálsson var ráðinn bankastjóri 2010.Skotsilfrið er óvægin innsýn inn í bakherbergi viðskipta og atvinnulífs á landinu. Pistillinn birtist í Markaðnum í Fréttablaðinu á miðvikudögum.
Skotsilfur Mest lesið Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Pavel í baðstofubransann Viðskipti innlent Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Atvinnulíf Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Neytendur Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Viðskipti innlent „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Viðskipti innlent Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Sjá meira