Deilt um öryggi gesta í Bláfjöllum: "Þetta líkist rússneskri rúllettu í mínum augum“ Birgir Olgeirsson skrifar 12. janúar 2017 14:08 Mynd sem Árni tók þar sem er horft frá barnalyftunni á Suðursvæðinu upp með Gosanum (stólalyftunni Suðurgili). "Þarna fer flóðið yfir vinsælt utanbrautarsvæði en einnig yfir troðnar skíðaleiðir,“ skrifar Árni á Facebook. Mynd/Árni Alfreðsson „Öryggi gesta Bláfjalla er alltaf í algjörum forgangi,“ segir Magnús Árnason, framkvæmdastjóri skíðasvæðisins í Bláfjöllum, vegna greinar sem Árni Alfreðsson, fyrrverandi snjóaathugunar- og sjúkraflutningamaður, birtir í Fréttablaðinu í dag undir heitinu: Af snjóflóðum og sinnuleysi í Bláfjöllum Þar gagnrýnir Árni þá sem reka skíðasvæðið í Bláfjöllum og segist líta svo á að öryggi skíðafólks gagnvart snjóflóðum sé langt frá því að vera tryggt í Bláfjöllum. Hann segir áhugaleysi Veðurstofu Íslands í gegnum árin hafa einnig komið á óvart. „Þetta líkist rússneskri rúllettu í mínum augum.“ Árni lýsir atviki sem átti sér stað 26. febrúar árið 2015. Fyrr um morguninn hafði hann lagt til að enginn vinna færi fram á Suðursvæði skíðasvæðisins í Bláfjöllum þar sem snjóflóðahætta er hvað mest. Vildi hann í það minnsta að hættan yrði könnuð en segir stjórnendur ekki hafa hlustað og starfsmenn látnir undirbúa opnuna á Suðursvæði líkt og annars staðar. „Sjálfur gerðist ég meðvirkur og tók snjóflóðaholu eða próf beint undir helstu hættunni. Brot á grunnreglu snjóathugunarmanna. Og óvirðing við eigið líf. Niðurstöðurnar sendi ég svo Veðurstofunni. Þær voru að talsverð snjóflóðahætta væri. Snjóflóðamat er samt flókið fyrirbæri. Blanda af mælingum og huglægu mati. Þegar skyggni batnaði fór ég um svæðið til að sjá hvort snjóflóð höfðu fallið. Það var þá sem ég lenti í eða kom af stað flóðinu,“ skrifar Árni.Hálft fjallið á eftir honum Hann segist hafa verið á leið niður gamalgróna skíðaleið á Eldborgar/Framsvæðinu þegar snjórinn undir vélsleða hans fór skyndilega á hreyfingu. „Það má segja að hálft fjallið hafi komið á eftir mér úr öllum áttum. Líklega kringum 1000 tonn af snjó. Þrátt fyrir að vera í botngjöf á ca. 100 km. hraða niður brekkuna þá var snjóflóðatungan sem kom frá hlið nánast búin að komast í veg fyrir mig. Af því að dæma hefur aðaltunga flóðsins verið nokkrum metrum aftan við mig. Þarna var ég sekúndur frá dauðanum enda flóðið margra metra djúpt.“„Elborgar/Framsvæðið. Flóðið sem ég lenti í 26 feb. 2015. Takið eftir hvað djúpt er á ljósastaurnum í gilinu. Sleðafarið eftir vélsleðann þegar ég slapp undan flóðinu. Þegar flóðið fer af stað er ég staddur hægra megin við kastaralaus staurinn ofar í gilinu,“ skrifar Árni við myndina sem hann birtir af flóðinu á Facebook-síðu sinni.Árni AlfreðssonVissulega snjóflóðahætta Spurður hvort eitthvað sé til í orðum Árna svarar Magnús framkvæmdastjóri skíðasvæðisins því að Árni hafi verið sjúkragæslumaður á svæðinu á þessum tíma og vissulega sé snjóflóðahætta í Bláfjöllum eins og á öllum öðrum skíðasvæðum. „Veðurstofan hefur verið með snjóflóðahættumat fyrir skíðasvæði á landinu og skíðasvæðin eru mjög aftarlega þar í forgangsröðun. Við höfum hins vegar sérhæft okkar menn í að meta snjóflóðahættu og ef það er þannig að sá sem metur snjóflóðahætta að einhver lyfta sé í hættu þá opnum við ekki þá hættu og það veit Árni vel,“ segir Magnús.Eitthvað satt, annað ýkt Hann segir örugglega margt til í því sem Árni segir en annað sé ýkt, meðal annars að yfirmenn í Bláfjöllum séu hræddir við að loka lyftum. „Við hlustum algjörlega á þann sem metur snjóflóðahættu. Ef einhver lyfta er í hættu er ekki sú lyfta ekki opnuð. Við höfum þá aðstöðu í Bláfjöllum að geta farið að ofanverðu við snjóflóðahættuna með troðara og reynt að laga. Öll svona flóð eru skráð og Veðurstofan er upplýst um allt sem gerist á svæðinu. Flest flóð falla á lokunardögum og í brjáluðu veðri. Þá er enginn upp frá, hvorki starfsmenn né aðrir. En auðvitað getur myndast snjóflóðahætta og auðvitað geta fallið snjóflóð í einhverjum aftakaveðrum eins og í öllum fjallshlíðum.“Öryggi gesta í forgangi Hann segir öryggi gesta Bláfjalla í algjörum forgangi, starfsmenn gangi með snjóflóðaýla á sér, til sé fjöldi snjóflóðaleitarstanga og skóflur og fá allir þjálfun í að leita í flóði. „Ef það er minnsti grunur á að það sé snjóflóðahætta fyrir ofan einhverja lyftu þá opnum við ekki svæðið, sem er oftast suðursvæðið.“Hér fyrir neðan er hlekkur á myndaalbúm Árna frá Bláfjöllum Skíðasvæði Tengdar fréttir Af snjóflóðum og sinnuleysi í Bláfjöllum Ein eftirminnilegasta stund lífs míns varð 26. febrúar 2015. Var á leið niður gamalgróna skíðaleið á Eldborgar/Framsvæðinu þegar snjórinn undir vélsleðanum fór skyndilega á hreyfingu. Það má segja að hálft fjallið hafi komið á eftir mér úr öllum áttum. 12. janúar 2017 07:00 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Fleiri fréttir Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni Sjá meira
„Öryggi gesta Bláfjalla er alltaf í algjörum forgangi,“ segir Magnús Árnason, framkvæmdastjóri skíðasvæðisins í Bláfjöllum, vegna greinar sem Árni Alfreðsson, fyrrverandi snjóaathugunar- og sjúkraflutningamaður, birtir í Fréttablaðinu í dag undir heitinu: Af snjóflóðum og sinnuleysi í Bláfjöllum Þar gagnrýnir Árni þá sem reka skíðasvæðið í Bláfjöllum og segist líta svo á að öryggi skíðafólks gagnvart snjóflóðum sé langt frá því að vera tryggt í Bláfjöllum. Hann segir áhugaleysi Veðurstofu Íslands í gegnum árin hafa einnig komið á óvart. „Þetta líkist rússneskri rúllettu í mínum augum.“ Árni lýsir atviki sem átti sér stað 26. febrúar árið 2015. Fyrr um morguninn hafði hann lagt til að enginn vinna færi fram á Suðursvæði skíðasvæðisins í Bláfjöllum þar sem snjóflóðahætta er hvað mest. Vildi hann í það minnsta að hættan yrði könnuð en segir stjórnendur ekki hafa hlustað og starfsmenn látnir undirbúa opnuna á Suðursvæði líkt og annars staðar. „Sjálfur gerðist ég meðvirkur og tók snjóflóðaholu eða próf beint undir helstu hættunni. Brot á grunnreglu snjóathugunarmanna. Og óvirðing við eigið líf. Niðurstöðurnar sendi ég svo Veðurstofunni. Þær voru að talsverð snjóflóðahætta væri. Snjóflóðamat er samt flókið fyrirbæri. Blanda af mælingum og huglægu mati. Þegar skyggni batnaði fór ég um svæðið til að sjá hvort snjóflóð höfðu fallið. Það var þá sem ég lenti í eða kom af stað flóðinu,“ skrifar Árni.Hálft fjallið á eftir honum Hann segist hafa verið á leið niður gamalgróna skíðaleið á Eldborgar/Framsvæðinu þegar snjórinn undir vélsleða hans fór skyndilega á hreyfingu. „Það má segja að hálft fjallið hafi komið á eftir mér úr öllum áttum. Líklega kringum 1000 tonn af snjó. Þrátt fyrir að vera í botngjöf á ca. 100 km. hraða niður brekkuna þá var snjóflóðatungan sem kom frá hlið nánast búin að komast í veg fyrir mig. Af því að dæma hefur aðaltunga flóðsins verið nokkrum metrum aftan við mig. Þarna var ég sekúndur frá dauðanum enda flóðið margra metra djúpt.“„Elborgar/Framsvæðið. Flóðið sem ég lenti í 26 feb. 2015. Takið eftir hvað djúpt er á ljósastaurnum í gilinu. Sleðafarið eftir vélsleðann þegar ég slapp undan flóðinu. Þegar flóðið fer af stað er ég staddur hægra megin við kastaralaus staurinn ofar í gilinu,“ skrifar Árni við myndina sem hann birtir af flóðinu á Facebook-síðu sinni.Árni AlfreðssonVissulega snjóflóðahætta Spurður hvort eitthvað sé til í orðum Árna svarar Magnús framkvæmdastjóri skíðasvæðisins því að Árni hafi verið sjúkragæslumaður á svæðinu á þessum tíma og vissulega sé snjóflóðahætta í Bláfjöllum eins og á öllum öðrum skíðasvæðum. „Veðurstofan hefur verið með snjóflóðahættumat fyrir skíðasvæði á landinu og skíðasvæðin eru mjög aftarlega þar í forgangsröðun. Við höfum hins vegar sérhæft okkar menn í að meta snjóflóðahættu og ef það er þannig að sá sem metur snjóflóðahætta að einhver lyfta sé í hættu þá opnum við ekki þá hættu og það veit Árni vel,“ segir Magnús.Eitthvað satt, annað ýkt Hann segir örugglega margt til í því sem Árni segir en annað sé ýkt, meðal annars að yfirmenn í Bláfjöllum séu hræddir við að loka lyftum. „Við hlustum algjörlega á þann sem metur snjóflóðahættu. Ef einhver lyfta er í hættu er ekki sú lyfta ekki opnuð. Við höfum þá aðstöðu í Bláfjöllum að geta farið að ofanverðu við snjóflóðahættuna með troðara og reynt að laga. Öll svona flóð eru skráð og Veðurstofan er upplýst um allt sem gerist á svæðinu. Flest flóð falla á lokunardögum og í brjáluðu veðri. Þá er enginn upp frá, hvorki starfsmenn né aðrir. En auðvitað getur myndast snjóflóðahætta og auðvitað geta fallið snjóflóð í einhverjum aftakaveðrum eins og í öllum fjallshlíðum.“Öryggi gesta í forgangi Hann segir öryggi gesta Bláfjalla í algjörum forgangi, starfsmenn gangi með snjóflóðaýla á sér, til sé fjöldi snjóflóðaleitarstanga og skóflur og fá allir þjálfun í að leita í flóði. „Ef það er minnsti grunur á að það sé snjóflóðahætta fyrir ofan einhverja lyftu þá opnum við ekki svæðið, sem er oftast suðursvæðið.“Hér fyrir neðan er hlekkur á myndaalbúm Árna frá Bláfjöllum
Skíðasvæði Tengdar fréttir Af snjóflóðum og sinnuleysi í Bláfjöllum Ein eftirminnilegasta stund lífs míns varð 26. febrúar 2015. Var á leið niður gamalgróna skíðaleið á Eldborgar/Framsvæðinu þegar snjórinn undir vélsleðanum fór skyndilega á hreyfingu. Það má segja að hálft fjallið hafi komið á eftir mér úr öllum áttum. 12. janúar 2017 07:00 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Fleiri fréttir Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni Sjá meira
Af snjóflóðum og sinnuleysi í Bláfjöllum Ein eftirminnilegasta stund lífs míns varð 26. febrúar 2015. Var á leið niður gamalgróna skíðaleið á Eldborgar/Framsvæðinu þegar snjórinn undir vélsleðanum fór skyndilega á hreyfingu. Það má segja að hálft fjallið hafi komið á eftir mér úr öllum áttum. 12. janúar 2017 07:00