Fólk vill ekki lengur svikinn héra Guðný Hrönn skrifar 23. janúar 2017 13:00 Fannar Arnarsson og Guðmundur Óli Sigurjónsson eru matreiðslumenn Matarkompanís. Vísir/Ernir Matreiðslumaðurinn Fannar Arnarsson, annar eigandi fyrirtækja- og veisluþjónustunnar Matarkompanís, segir fyrirtæki sitt vera frábrugðið öðrum fyrirtækjum í þessum geira þar sem Matarkompaní bíður upp á töluvert ferskari og nútímalegri mat en gengur og gerist. Fannar eldar allan matinn frá Matarkompaníi frá grunni ásamt Guðmundur Óla Sigurjónssyni. „Við komum frá fínum veitingastöðum og viljum rífa standardinn upp í þessum bransa. „Við erum ekki að bjóða upp á neinar kjötbollur og brúna sósu eins og þekkist gjarnan í þessum geira,“ segir Fannar. „Okkar matur er nútímalegur, fínn og hollur. Við erum ekki með neitt djúpsteikt, við bökum allt sjálfir og gerum engar mæjónessósur. Svo nota ég ekki frosið grænmeti.“ Fannar segir fyrirtækið fara vel af stað og það var greinilega eftirspurn eftir ferskari mat í fyrirtækja- og veisluþjónustu. „Já, þetta fer dúndrandi vel af stað. Okkur fannst þessi bransi vera dauður og þess vegna fór ég í þetta. Mér fannst engin samkeppni í þessu. Fólk nú til dags vill bara ferskan og góðan mat, það vill enginn kjötbollur og svikinn héra, fyrir utan gamla karla,“ segir Fannar. Meðfylgjandi er uppskrift af laxarétt sem Fannar og Guðmundur reiddu fram fyrir lesendur. Fannar segir hvern sem er geta eldað þennan rétt. „Já, alveg klárlega, þetta geta allir gert.“Gómsætur lax sem allir geta reitt fram.Vísir/ErnirDillmarineraður laxFyrir tvo Lax 400 gr 150 gr. byggMarinering á lax: 50 gr. dill 50 gr. olía 1tsk lime (safinn og rifinn börkurinn) Bygg-dressing: 70 gr. sólþurrkaðir tómatar ½ hvítlauksgeiri 30 gr. basilíkka salt eftir smekk Grísk Jógúrtsósa: 200 gr. grískt jógúrt rifinn lime börkur eftir smekk 30 gr. dill, smátt saxað Salthnetu-dillcrumble: 65 gr. dill, smátt saxað 50 gr. salthnetur Aðferð: Laxinn er skorinn niður í tvær steikur. Hráefnið í mareneringuna fer allt í blandara og maukað saman. Byggið er soðið í potti í 45 mínútur. Hráefnið í bygg-dressing sett í blandara þar til verður að grófu mauki, dressingin er svo sett yfir byggið. Hráefnið í grísku jógúrtsósunni er allt hrært saman og smakkað með salti. Hráefnið í salthnetu-dillcrumble sett í matvinnsluvél. Laxinn er svo eldaður inni í ofn í 8 til 12 mínútur, eftir þykkt. Matur Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Fleiri fréttir Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Sjá meira
Matreiðslumaðurinn Fannar Arnarsson, annar eigandi fyrirtækja- og veisluþjónustunnar Matarkompanís, segir fyrirtæki sitt vera frábrugðið öðrum fyrirtækjum í þessum geira þar sem Matarkompaní bíður upp á töluvert ferskari og nútímalegri mat en gengur og gerist. Fannar eldar allan matinn frá Matarkompaníi frá grunni ásamt Guðmundur Óla Sigurjónssyni. „Við komum frá fínum veitingastöðum og viljum rífa standardinn upp í þessum bransa. „Við erum ekki að bjóða upp á neinar kjötbollur og brúna sósu eins og þekkist gjarnan í þessum geira,“ segir Fannar. „Okkar matur er nútímalegur, fínn og hollur. Við erum ekki með neitt djúpsteikt, við bökum allt sjálfir og gerum engar mæjónessósur. Svo nota ég ekki frosið grænmeti.“ Fannar segir fyrirtækið fara vel af stað og það var greinilega eftirspurn eftir ferskari mat í fyrirtækja- og veisluþjónustu. „Já, þetta fer dúndrandi vel af stað. Okkur fannst þessi bransi vera dauður og þess vegna fór ég í þetta. Mér fannst engin samkeppni í þessu. Fólk nú til dags vill bara ferskan og góðan mat, það vill enginn kjötbollur og svikinn héra, fyrir utan gamla karla,“ segir Fannar. Meðfylgjandi er uppskrift af laxarétt sem Fannar og Guðmundur reiddu fram fyrir lesendur. Fannar segir hvern sem er geta eldað þennan rétt. „Já, alveg klárlega, þetta geta allir gert.“Gómsætur lax sem allir geta reitt fram.Vísir/ErnirDillmarineraður laxFyrir tvo Lax 400 gr 150 gr. byggMarinering á lax: 50 gr. dill 50 gr. olía 1tsk lime (safinn og rifinn börkurinn) Bygg-dressing: 70 gr. sólþurrkaðir tómatar ½ hvítlauksgeiri 30 gr. basilíkka salt eftir smekk Grísk Jógúrtsósa: 200 gr. grískt jógúrt rifinn lime börkur eftir smekk 30 gr. dill, smátt saxað Salthnetu-dillcrumble: 65 gr. dill, smátt saxað 50 gr. salthnetur Aðferð: Laxinn er skorinn niður í tvær steikur. Hráefnið í mareneringuna fer allt í blandara og maukað saman. Byggið er soðið í potti í 45 mínútur. Hráefnið í bygg-dressing sett í blandara þar til verður að grófu mauki, dressingin er svo sett yfir byggið. Hráefnið í grísku jógúrtsósunni er allt hrært saman og smakkað með salti. Hráefnið í salthnetu-dillcrumble sett í matvinnsluvél. Laxinn er svo eldaður inni í ofn í 8 til 12 mínútur, eftir þykkt.
Matur Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Fleiri fréttir Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Sjá meira