Vilja óbreytt samstarf Þórs og KA Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 20. janúar 2017 07:00 Anna Rakel Pétursdóttir í leik með Þór/KA síðastliðið sumar. Þór/KA hafnaði í fjórða sæti deildarinnar. vísir/Anton Þrátt fyrir yfirlýsingu aðalstjórnar KA um að félagið muni ekki endurnýja samstarfssamning við Þór um sameiginlegan rekstur kvennaliða í handbolta og fótbolta á Akureyri eru forráðamenn Þórs vongóðir um hið gagnstæða. Samstarfið hófst árið 2001 og hefur skilað góðum árangri, þá sérstaklega knattspyrnumegin. Þór/KA varð Íslandsmeistari árið 2012 og hefur undanfarin tímabil haldið sér í efri hluta efstu deildar kvenna. Eiríkur S. Jóhannesson, formaður knattspyrnudeildar KA, sagði við Vísi í fyrradag að félagið vildi koma á fót eigin knattspyrnuliðum í meistaraflokki og 2. flokki kvenna, meðal annars til að koma til móts við fjölgun iðkenda í yngri flokkum. Það hafi verið ósk iðkenda og foreldra þeirra. Eiríkur viðurkennir að fyrst um sinn myndu tvö lið, sitt í hvoru lagi, ekki vera jafn sterkt og sameinað lið Þórs/KA. „En KA er orðið það stórt félag að við teljum að við getum sinnt þessu mjög vel,“ sagði hann.Best fyrir leikmenn Kvennaráð Þórs/KA fundaði með bæði knattspyrnudeild og aðalstjórn Þórs í fyrrakvöld og var það einróma ákvörðun aðila að Þór/KA myndi spila í Pepsi-deild kvenna. Starfið myndi halda áfram, um sinn, í óbreyttri mynd. „Við viljum halda áfram að gera góða hluti og vonandi sem lengst. Svo meta menn hvað er best að gera,“ sagði Aðalsteinn Ingi Pálsson, formaður knattspyrnudeildar Þórs. „Ég held að það sé hagur kvennaknattspyrnu á Akureyri að samstarfið haldi áfram. Gleymum ekki að hafa í huga hvað sé besti kosturinn fyrir leikmennina.“ Árni og Aðalsteinn eru sammála um að það sé einlægur vilji kvennaráðsins og Þórs að samstarfið haldi áfram. Þeir vilja þó ekki tjá sig að neinu leyti um afstöðu KA. „Ég veit ekki hvað er að baki yfirlýsingunni hjá KA,“ sagði Aðalsteinn. „Ég hef átt góða fundi með knattspyrnudeild KA í vetur og trúi því að menn vinni áfram að því að búa til gott starf.“Leitað í myrkri Nói Björnsson er í forsvari fyrir kvennaráð Þórs/KA og hefur verið í fjöldamörg ár. Hann segir að nú þegar ákveðið hafi verið að halda ótrauð áfram sé gott að leyfa rykinu að setjast á ný. „Það er ekki nokkur áhugi hjá kvennaráðinu að breyta einu né neinu. Það ríkir mikil sátt um okkar starf og maður heyrir að fólk er slegið vegna þessa,“ sagði hann. „Við hefðum viljað setjast niður og fara betur yfir málin. Kannski er hægt að finna sameiginlegan flöt sem við sjáum ekki í því myrkri sem ríkir núna.“ Nói viðurkennir að farvegur málsins nú sé ekki nógu góður. „Við erum bjartsýn og höfum kallað eftir fundum. Við viljum að fólk setjist niður og skiptist á skoðunum,“ segir hann. Eiríkur sagði við Vísi í fyrradag að umræðan í bæjarfélaginu, til dæmis á samfélagsmiðlum, væri oft hatrömm og að samskiptin á milli félaganna hafi ekki alltaf verið góð. „Fylgstu bara með umræðum á samfélagsmiðlum. Ég ætla ekki að segja meira um það. Þetta er bara heitt mál og það er keppnisskap í öllum. Menn segja margt,“ sagði Eiríkur Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Formaður Þórs: Við erum ráðvillt Segir að enginn sérstakur ágreiningur hafi verið á milli Þórs og KA. Hann hefði kosið að fara aðra leið en að slíta samstarfinu einhliða. 18. janúar 2017 14:15 Deilt um peninga á Akureyri: Við fórum eftir fyrirmælum KSÍ Úthlutun KSÍ til Þórs og KA var að hluta til byggð á árangri Þórs/KA en ósætti er um hvernig upphæðinni var ráðstafað. 18. janúar 2017 13:30 KA sleit samstarfinu við Þór: Þetta var ekki létt ákvörðun KA og Þór munu ekki tefla fram sameiginlegum liðum í knattspyrnu og handbolta eftir núverandi keppnistímabil. Óvissa er um stöðu Þórs/KA í Pepsi-deild kvenna í sumar. 18. janúar 2017 11:01 Þór/KA spilar í Pepsi-deildinni í sumar Einlægur vilji Þórs að halda óbreyttu fyrirkomulagi á rekstri sameiginlegs kvennaliðs Þórs og KA. 19. janúar 2017 13:45 Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Fleiri fréttir Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Sjá meira
Þrátt fyrir yfirlýsingu aðalstjórnar KA um að félagið muni ekki endurnýja samstarfssamning við Þór um sameiginlegan rekstur kvennaliða í handbolta og fótbolta á Akureyri eru forráðamenn Þórs vongóðir um hið gagnstæða. Samstarfið hófst árið 2001 og hefur skilað góðum árangri, þá sérstaklega knattspyrnumegin. Þór/KA varð Íslandsmeistari árið 2012 og hefur undanfarin tímabil haldið sér í efri hluta efstu deildar kvenna. Eiríkur S. Jóhannesson, formaður knattspyrnudeildar KA, sagði við Vísi í fyrradag að félagið vildi koma á fót eigin knattspyrnuliðum í meistaraflokki og 2. flokki kvenna, meðal annars til að koma til móts við fjölgun iðkenda í yngri flokkum. Það hafi verið ósk iðkenda og foreldra þeirra. Eiríkur viðurkennir að fyrst um sinn myndu tvö lið, sitt í hvoru lagi, ekki vera jafn sterkt og sameinað lið Þórs/KA. „En KA er orðið það stórt félag að við teljum að við getum sinnt þessu mjög vel,“ sagði hann.Best fyrir leikmenn Kvennaráð Þórs/KA fundaði með bæði knattspyrnudeild og aðalstjórn Þórs í fyrrakvöld og var það einróma ákvörðun aðila að Þór/KA myndi spila í Pepsi-deild kvenna. Starfið myndi halda áfram, um sinn, í óbreyttri mynd. „Við viljum halda áfram að gera góða hluti og vonandi sem lengst. Svo meta menn hvað er best að gera,“ sagði Aðalsteinn Ingi Pálsson, formaður knattspyrnudeildar Þórs. „Ég held að það sé hagur kvennaknattspyrnu á Akureyri að samstarfið haldi áfram. Gleymum ekki að hafa í huga hvað sé besti kosturinn fyrir leikmennina.“ Árni og Aðalsteinn eru sammála um að það sé einlægur vilji kvennaráðsins og Þórs að samstarfið haldi áfram. Þeir vilja þó ekki tjá sig að neinu leyti um afstöðu KA. „Ég veit ekki hvað er að baki yfirlýsingunni hjá KA,“ sagði Aðalsteinn. „Ég hef átt góða fundi með knattspyrnudeild KA í vetur og trúi því að menn vinni áfram að því að búa til gott starf.“Leitað í myrkri Nói Björnsson er í forsvari fyrir kvennaráð Þórs/KA og hefur verið í fjöldamörg ár. Hann segir að nú þegar ákveðið hafi verið að halda ótrauð áfram sé gott að leyfa rykinu að setjast á ný. „Það er ekki nokkur áhugi hjá kvennaráðinu að breyta einu né neinu. Það ríkir mikil sátt um okkar starf og maður heyrir að fólk er slegið vegna þessa,“ sagði hann. „Við hefðum viljað setjast niður og fara betur yfir málin. Kannski er hægt að finna sameiginlegan flöt sem við sjáum ekki í því myrkri sem ríkir núna.“ Nói viðurkennir að farvegur málsins nú sé ekki nógu góður. „Við erum bjartsýn og höfum kallað eftir fundum. Við viljum að fólk setjist niður og skiptist á skoðunum,“ segir hann. Eiríkur sagði við Vísi í fyrradag að umræðan í bæjarfélaginu, til dæmis á samfélagsmiðlum, væri oft hatrömm og að samskiptin á milli félaganna hafi ekki alltaf verið góð. „Fylgstu bara með umræðum á samfélagsmiðlum. Ég ætla ekki að segja meira um það. Þetta er bara heitt mál og það er keppnisskap í öllum. Menn segja margt,“ sagði Eiríkur
Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Formaður Þórs: Við erum ráðvillt Segir að enginn sérstakur ágreiningur hafi verið á milli Þórs og KA. Hann hefði kosið að fara aðra leið en að slíta samstarfinu einhliða. 18. janúar 2017 14:15 Deilt um peninga á Akureyri: Við fórum eftir fyrirmælum KSÍ Úthlutun KSÍ til Þórs og KA var að hluta til byggð á árangri Þórs/KA en ósætti er um hvernig upphæðinni var ráðstafað. 18. janúar 2017 13:30 KA sleit samstarfinu við Þór: Þetta var ekki létt ákvörðun KA og Þór munu ekki tefla fram sameiginlegum liðum í knattspyrnu og handbolta eftir núverandi keppnistímabil. Óvissa er um stöðu Þórs/KA í Pepsi-deild kvenna í sumar. 18. janúar 2017 11:01 Þór/KA spilar í Pepsi-deildinni í sumar Einlægur vilji Þórs að halda óbreyttu fyrirkomulagi á rekstri sameiginlegs kvennaliðs Þórs og KA. 19. janúar 2017 13:45 Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Fleiri fréttir Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Sjá meira
Formaður Þórs: Við erum ráðvillt Segir að enginn sérstakur ágreiningur hafi verið á milli Þórs og KA. Hann hefði kosið að fara aðra leið en að slíta samstarfinu einhliða. 18. janúar 2017 14:15
Deilt um peninga á Akureyri: Við fórum eftir fyrirmælum KSÍ Úthlutun KSÍ til Þórs og KA var að hluta til byggð á árangri Þórs/KA en ósætti er um hvernig upphæðinni var ráðstafað. 18. janúar 2017 13:30
KA sleit samstarfinu við Þór: Þetta var ekki létt ákvörðun KA og Þór munu ekki tefla fram sameiginlegum liðum í knattspyrnu og handbolta eftir núverandi keppnistímabil. Óvissa er um stöðu Þórs/KA í Pepsi-deild kvenna í sumar. 18. janúar 2017 11:01
Þór/KA spilar í Pepsi-deildinni í sumar Einlægur vilji Þórs að halda óbreyttu fyrirkomulagi á rekstri sameiginlegs kvennaliðs Þórs og KA. 19. janúar 2017 13:45