Sneri erfiðleikum í sigur Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 31. janúar 2017 10:15 Vilborg Arna hefur unnið þrekvirki á borð við að ganga yfir Grænlandsjökul og klífa 8.000 metra tind ein síns liðs. Vísir/Vilhelm Ég mun segja frá mínum veikustu augnablikum og hvernig ég hef náð að snúa þeim upp í sigurstundir á endanum,“ segir Vilborg Arna Gissurardóttir, pólfari með meiru, þegar forvitnast er um framlag hennar í Lífsstílskaffi Gerðubergs annað kvöld, klukkan 20. Eitt skref í einu er yfirskrift þess. Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir. „Ég vil hjálpa fólki að komast yfir vissa hjalla þó allar dyr virðist lokaðar um tíma. Stundum þarf að hafa verulega mikið fyrir hlutunum,“ segir Vilborg Arna sem þekkir sitthvað um að setja sér markmið og fylgja þeim eftir. Hún gekk einsömul á suðurpólinn árið 2013 og hefur unnið ýmis önnur þrekvirki svo sem að ganga yfir Grænlandsjökul og klífa 8.000 metra tind ein síns liðs. Spurð hvenær hún hafi átt erfiðast svarar hún: „Ég hef upplifað náttúruhamfarir, slys á fólki og dauða. Þó ég hafi lifað af þá hef ég meiðst og þurft að takast á við erfiða hluti, bæði sálarlega og líkamlega. Árið 2014 varð átakanlegt slys á Everest þegar ég var þar. Stórt snjóflóð féll og 16 manns týndu lífi. Ég tók þátt í aðgerðum eftir flóðið.“ Ári síðar reið harður skjálfti yfir Nepal, sem hafði mikil áhrif, þar á meðal á Vilborgu Örnu og fleiri sem voru á Everestgöngu. „Ég lenti í skjálftanum en það varð mér til lífs að vera ekki stödd í grunnbúðunum akkúrat þá, þar fórust margir og það var rosaleg lífsreynsla að koma þangað niður, þegar allt var komið undir snjó og grjót sem þar hafði verið. Eftir svona atburði er mikið átak að koma sér af stað aftur en ef maður fær rétta hjálp þá gerast góðir hlutir.“ Vilborg Arna er nýbúin að stofna litla leiðangursferðaskrifstofu og er að fara með fyrstu tvo hópana til Nepals núna í mars. „Ég rek ferðaskrifstofuna bara í mínu nafni en annars heitir hún Náttúrubörn norðursins.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 31. janúar 2017. Fjallamennska Mest lesið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Fleiri fréttir „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Sjá meira
Ég mun segja frá mínum veikustu augnablikum og hvernig ég hef náð að snúa þeim upp í sigurstundir á endanum,“ segir Vilborg Arna Gissurardóttir, pólfari með meiru, þegar forvitnast er um framlag hennar í Lífsstílskaffi Gerðubergs annað kvöld, klukkan 20. Eitt skref í einu er yfirskrift þess. Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir. „Ég vil hjálpa fólki að komast yfir vissa hjalla þó allar dyr virðist lokaðar um tíma. Stundum þarf að hafa verulega mikið fyrir hlutunum,“ segir Vilborg Arna sem þekkir sitthvað um að setja sér markmið og fylgja þeim eftir. Hún gekk einsömul á suðurpólinn árið 2013 og hefur unnið ýmis önnur þrekvirki svo sem að ganga yfir Grænlandsjökul og klífa 8.000 metra tind ein síns liðs. Spurð hvenær hún hafi átt erfiðast svarar hún: „Ég hef upplifað náttúruhamfarir, slys á fólki og dauða. Þó ég hafi lifað af þá hef ég meiðst og þurft að takast á við erfiða hluti, bæði sálarlega og líkamlega. Árið 2014 varð átakanlegt slys á Everest þegar ég var þar. Stórt snjóflóð féll og 16 manns týndu lífi. Ég tók þátt í aðgerðum eftir flóðið.“ Ári síðar reið harður skjálfti yfir Nepal, sem hafði mikil áhrif, þar á meðal á Vilborgu Örnu og fleiri sem voru á Everestgöngu. „Ég lenti í skjálftanum en það varð mér til lífs að vera ekki stödd í grunnbúðunum akkúrat þá, þar fórust margir og það var rosaleg lífsreynsla að koma þangað niður, þegar allt var komið undir snjó og grjót sem þar hafði verið. Eftir svona atburði er mikið átak að koma sér af stað aftur en ef maður fær rétta hjálp þá gerast góðir hlutir.“ Vilborg Arna er nýbúin að stofna litla leiðangursferðaskrifstofu og er að fara með fyrstu tvo hópana til Nepals núna í mars. „Ég rek ferðaskrifstofuna bara í mínu nafni en annars heitir hún Náttúrubörn norðursins.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 31. janúar 2017.
Fjallamennska Mest lesið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Fleiri fréttir „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Sjá meira