Erfið staða á leigumarkaði: Ráðlagt að fara á gistiheimili með börnin Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 9. febrúar 2017 19:30 Sjaldan eða aldrei hefur verið jafn erfitt að verða sér úti um leiguíbúð á höfuðborgarsvæðinu og nú. Einstæðri móður á leigumarkaði var ráðlagt af starfsfólki Félagsbústaða að fara með börn sín, tveggja og fjögurra ára, á gistiheimili þegar hún missir húsnæði sitt um mánaðarmótin. Fasteignaverð á landinu hefur hækkað umtalsvert á undanförnum árum og nýlega kom fram að byggja þarf að lágmarki 8 þúsund íbúðir á næstu þremur árum til að halda í við fólksfjölgun. Þessi húsnæðisskortur kemur einna verst niður á fólki á leigumarkaði. Leiguverð hefur hækkað mikið og framboðið er lítið.Fimm svör við hundrað póstum „Mér fannst þetta erfitt fyrir ári síðan, en þetta er miklu verra núna. Planið var að íbúðin sem ég er í núna yrði í langtímaleigu en svo fékk ég að vita í lok desember að hún yrði sett á sölu. Tveimur vikum síðar var hún seld og verður afhent núna um mánaðarmótin,“ segir Þórhildur Löve. Hún á tvö börn, tveggja og fjögurra ára. Þrátt fyrir að geta borgað tvö hundruð þúsund krónur á mánuði í leigu, og vera með tryggingu upp á hálfa milljón, gengur ekkert að finna íbúð. „Ég held ég hafi fengið undir fimm svörum við kannski hundrað póstum. Þá eru svörin að íbúðin sé leigð. Þeir sem ég hef farið að skoða hjá segja mér að þeir fái hundrað til tvö hundruð pósta við auglýsingunni. Þeir hafa ekki við því að svara, þeir hafa ekki einu sinni við því að lesa þetta allt saman. Þetta er bara orðið bilun,“segir Þórhildur.Ráðlagt að fara á gistiheimili Fjölskyldan er á biðlista eftir húsnæði hjá Félagsbústöðum en þrátt fyrir það gæti hún þurft að bíða eftir félagslegri íbúð í marga mánuði, jafnvel ár. „Svarið sem ég fékk um daginn var að ég þyrfti bara að fara á gistiheimili. Á ég að fara á gistiheimili með tveggja og fjögurra ára gömul börn? Hver ætlar að borga geymslu fyrir búslóðina og gistiheimilið?,“ segir hún. Leitar að húsnæði í fæðingarorlofi Eydís Björk Ólafsdóttir er í svipaðri stöðu. Hún er einstæð með tvö börn en missir húsnæði sitt, sem hún leigir með tveimur öðrum, í vor. Hún er líka með tryggingu upp á nokkur hundruð þúsund og mánaðarlega greiðslugetu upp á 200 þúsund. „Ég er búin að vera að leita, hafa augun opin, skoða og auglýsa og það er bara ekkert. Ég finn bara ekki neitt og ég þarf að vera komin út hérna eftir tvo til þrjá mánuði,“ segir Eydís.Erfitt að rífa börnin úr skóla „Ég er með dóttur mína hér í skóla, og ég vil síður taka hana úr honum því henni líður vel þar. Svo er ég með sjö mánaða dreng og ég get ekki sótt um leikskóla því ég veit ekki hvar ég enda.“ Hún segir ástandið valda sér miklum kvíða. „Ég er mjög stressuð og ég veit ekki alveg hvað ég á að gera. Það fyrsta sem ég geri þegar ég vakna á morgnanna er að fara og skoða hvort það séu komnar einhverjar nýjar auglýsingar, en svo fær maður engin svör þegar maður finnur eitthvað. Bara að íbúðin sé farin.“ Húsnæðismál Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Sjaldan eða aldrei hefur verið jafn erfitt að verða sér úti um leiguíbúð á höfuðborgarsvæðinu og nú. Einstæðri móður á leigumarkaði var ráðlagt af starfsfólki Félagsbústaða að fara með börn sín, tveggja og fjögurra ára, á gistiheimili þegar hún missir húsnæði sitt um mánaðarmótin. Fasteignaverð á landinu hefur hækkað umtalsvert á undanförnum árum og nýlega kom fram að byggja þarf að lágmarki 8 þúsund íbúðir á næstu þremur árum til að halda í við fólksfjölgun. Þessi húsnæðisskortur kemur einna verst niður á fólki á leigumarkaði. Leiguverð hefur hækkað mikið og framboðið er lítið.Fimm svör við hundrað póstum „Mér fannst þetta erfitt fyrir ári síðan, en þetta er miklu verra núna. Planið var að íbúðin sem ég er í núna yrði í langtímaleigu en svo fékk ég að vita í lok desember að hún yrði sett á sölu. Tveimur vikum síðar var hún seld og verður afhent núna um mánaðarmótin,“ segir Þórhildur Löve. Hún á tvö börn, tveggja og fjögurra ára. Þrátt fyrir að geta borgað tvö hundruð þúsund krónur á mánuði í leigu, og vera með tryggingu upp á hálfa milljón, gengur ekkert að finna íbúð. „Ég held ég hafi fengið undir fimm svörum við kannski hundrað póstum. Þá eru svörin að íbúðin sé leigð. Þeir sem ég hef farið að skoða hjá segja mér að þeir fái hundrað til tvö hundruð pósta við auglýsingunni. Þeir hafa ekki við því að svara, þeir hafa ekki einu sinni við því að lesa þetta allt saman. Þetta er bara orðið bilun,“segir Þórhildur.Ráðlagt að fara á gistiheimili Fjölskyldan er á biðlista eftir húsnæði hjá Félagsbústöðum en þrátt fyrir það gæti hún þurft að bíða eftir félagslegri íbúð í marga mánuði, jafnvel ár. „Svarið sem ég fékk um daginn var að ég þyrfti bara að fara á gistiheimili. Á ég að fara á gistiheimili með tveggja og fjögurra ára gömul börn? Hver ætlar að borga geymslu fyrir búslóðina og gistiheimilið?,“ segir hún. Leitar að húsnæði í fæðingarorlofi Eydís Björk Ólafsdóttir er í svipaðri stöðu. Hún er einstæð með tvö börn en missir húsnæði sitt, sem hún leigir með tveimur öðrum, í vor. Hún er líka með tryggingu upp á nokkur hundruð þúsund og mánaðarlega greiðslugetu upp á 200 þúsund. „Ég er búin að vera að leita, hafa augun opin, skoða og auglýsa og það er bara ekkert. Ég finn bara ekki neitt og ég þarf að vera komin út hérna eftir tvo til þrjá mánuði,“ segir Eydís.Erfitt að rífa börnin úr skóla „Ég er með dóttur mína hér í skóla, og ég vil síður taka hana úr honum því henni líður vel þar. Svo er ég með sjö mánaða dreng og ég get ekki sótt um leikskóla því ég veit ekki hvar ég enda.“ Hún segir ástandið valda sér miklum kvíða. „Ég er mjög stressuð og ég veit ekki alveg hvað ég á að gera. Það fyrsta sem ég geri þegar ég vakna á morgnanna er að fara og skoða hvort það séu komnar einhverjar nýjar auglýsingar, en svo fær maður engin svör þegar maður finnur eitthvað. Bara að íbúðin sé farin.“
Húsnæðismál Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira