Örnólfur Thorlacius er látinn atli ísleifsson skrifar 6. febrúar 2017 13:53 Örnólfur Thorlacius. Vísir/gva Örnólfur Thorlacius, fyrrverandi rektor Menntaskólans við Hamrahlíð, lést í gærkvöldi, 85 ára að aldri. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá aðstandendum. „Örnólfur fæddist 9. september 1931. Foreldrar hans voru Sigurður Thorlacius skólastjóri og Áslaug Kristjánsdóttir Thorlacius ritari. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1951 og námi í lífræði, efnafræði og dýrafræði frá Háskólanum í Lundi í Svíþjóð. Örnólfur kenndi við MR 1960 til 1967 og við MH 1967 til 1980 og var rektor MH 1980 til 1995. Örnólfur frumsamdi margar bækur, einkum kennslubækur og þýddi fjölmargar bækur af ýmsum toga og birti greinar í tímaritum. Þekktastur er Örnólfur fyrir alþýðufræðslu sína, m.a. vinsæla þætti í útvarpi og sjónvarpi og þá sérstaklega sjónvarpsþáttinn Nýjasta tækni og vísindi sem var á dagskrá RUV í mörg ár. Finna má á vísindavef Háskóla Íslands mörg svör hans af ýmsum toga. Þrátt fyrir erfið veikindi tókst Örnólfi að ljúka Flugsögunni, sem kom út nú fyrir jólin og einnig er tilbúið handrit að dýrafræði sem hann hafði lengi unnið að og er stefnt að því að þetta merkilega verk verði gefið út á næstunni. Hann hlaut margar viðurkenningar fyrir brautryðjendastarf og frumleika við miðlun vísinda. Örnólfsbók var gefin út honum til heiðurs á 75 ára afmæli hans, en í henni eru m.a. fjölmargar ritgerðir eftir hann. Örnólfur var kvæntur Guðnýju Ellu Sigurðardóttur sérkennara sem lést fyrir aldur fram 1983. Þau eignuðust fjóra syni Sigurð, Arngrím, Birgi og Lárus. Síðar var sambýliskona hans Rannveig Tryggvadóttir þýðandi. Hún lést 2015,“ segir í tilkynningunni. Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Fleiri fréttir Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Sjá meira
Örnólfur Thorlacius, fyrrverandi rektor Menntaskólans við Hamrahlíð, lést í gærkvöldi, 85 ára að aldri. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá aðstandendum. „Örnólfur fæddist 9. september 1931. Foreldrar hans voru Sigurður Thorlacius skólastjóri og Áslaug Kristjánsdóttir Thorlacius ritari. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1951 og námi í lífræði, efnafræði og dýrafræði frá Háskólanum í Lundi í Svíþjóð. Örnólfur kenndi við MR 1960 til 1967 og við MH 1967 til 1980 og var rektor MH 1980 til 1995. Örnólfur frumsamdi margar bækur, einkum kennslubækur og þýddi fjölmargar bækur af ýmsum toga og birti greinar í tímaritum. Þekktastur er Örnólfur fyrir alþýðufræðslu sína, m.a. vinsæla þætti í útvarpi og sjónvarpi og þá sérstaklega sjónvarpsþáttinn Nýjasta tækni og vísindi sem var á dagskrá RUV í mörg ár. Finna má á vísindavef Háskóla Íslands mörg svör hans af ýmsum toga. Þrátt fyrir erfið veikindi tókst Örnólfi að ljúka Flugsögunni, sem kom út nú fyrir jólin og einnig er tilbúið handrit að dýrafræði sem hann hafði lengi unnið að og er stefnt að því að þetta merkilega verk verði gefið út á næstunni. Hann hlaut margar viðurkenningar fyrir brautryðjendastarf og frumleika við miðlun vísinda. Örnólfsbók var gefin út honum til heiðurs á 75 ára afmæli hans, en í henni eru m.a. fjölmargar ritgerðir eftir hann. Örnólfur var kvæntur Guðnýju Ellu Sigurðardóttur sérkennara sem lést fyrir aldur fram 1983. Þau eignuðust fjóra syni Sigurð, Arngrím, Birgi og Lárus. Síðar var sambýliskona hans Rannveig Tryggvadóttir þýðandi. Hún lést 2015,“ segir í tilkynningunni.
Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Fleiri fréttir Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Sjá meira