Handbolti

Eftirmaður Dags var kynntur í kvöld | Prokop tekur við þýska landsliðinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Christian Prokop.
Christian Prokop. Vísir/Getty
Christian Prokop, 38 ára Þjóðverji, mun taka við þýska handboltalandsliðinu  af Degi Sigurðssyni en þetta var opinberað á Stjörnuleiknum í Leipzig í kvöld.

Christian Prokop er þjálfari SC DHfK Leipzig en hann stýrði úrvalsliðinu á móti þýska landsliðinu í Stjörnuleiknum í kvöld og hafði sigur, 40-36.  Hann er ungur þjálfari sem hefur þegar vakið mikla athygli í þýskum handbolta.

Christian Prokop skrifaði undir fimm ára samning en það vekur athygli að hann er óuppsegjanlegur. Samningurinn rennur ekki út fyrr en 30. júní 2022.

Dagur Sigurðsson var með samning fram yfir Ólympíuleikana í Tókýó en gat nýtt sér uppsagnarákvæði. Dagur ákvað að nýta sér það og mun síðan tapa við japanska landsliðinu í sumar.  

Nú er það undir Christian Prokop komið að undirbúa þýska liðið fyrir næstu stórmót, fyrst EM í Króatíu á næsta ári en svo Heimsmeistaramótið 2019 sem fer fram í bæði Þýskalandi og Danmörku.

Christian Prokop kom SC DHfK Leipzig upp í þýsku úrvalsdeildina 2015 og undir hans stjórn komst liðið í undanúrslit þýska bikarsins. Hann hefur þjálfað liðið frá 2013.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×