Milljón manns í 300 íbúa þorpi Garðar Örn Úlfarsson skrifar 3. febrúar 2017 07:00 ÁSgeir Magnússon, sveitarstjóri Mýrdalshrepps. vísir/vilhelm „Við finnum mjög lítinn mun hvort þetta er á sumri eða vetri,“ segir Ásgeir Magnússon, sveitarstjóri Mýrdalshrepps, um sívaxandi ferðamannastraum í Vík. Meira en milljón ferðamenn fara í gegn um þorpið árlega. Mikil uppbygging er fram undan í Vík til að þjóna ferðafólki. Vilhjálmur Sigurðsson, sem rekur Hótel Laxá í Mývatnssveit og bílaleigurnar Avis og Budget, ætlar að byggja hótel með eitt hundrað herbergjum og Benedikt Kristinsson í Iceland Incoming ferðum ehf. hyggst reisa sextíu herbergja hótel. Benedikt er með ferðaskrifstofuna Vulkanresor í Svíþjóð og er að breyta gömlu skólahúsi á Varmalandi í Borgarfirði í sextíu herbergja hótel. Þá er stefnt að því á næsta ári að bæta fjörutíu herbergjum við núverandi um eitt hundrað herbergja Icelandair hótel á staðnum. Ásgeir segir að eins og er geti Vík hýst um eitt þúsund ferðamenn. „Svo er verið að byggja um 3.500 fermetra verslunarmiðstöð og svo á að byggja helling af íbúðum sem á að fylla af fólki sem á að vinna á þessum stöðum,“ segir Ásgeir. Bygging verslunarmiðstöðvarinnar er þegar hafin. Ásgeir segir að þar verði matvöruverslunin Kjarval sem nú er rekin á inni í þorpinu í Vík. Vestan við Víkurskála verður Olís síðan með nýja bensínstöð og verslun í fjögur hundruð fermetra húsi. „Það búa þrjú hundruð manns í þessu þorpi og 550 í sveitarfélaginu í allt. Hér fer í gegn um þorpið töluvert á aðra milljón ferðamanna á ári og það segir sig sjálft að sumt af þeirri þjónustu sem byggð var upp til að þjóna þeim 550 hræðum sem hér búa er ansi vel sprungið þegar menn eru komnir með allan þennan fjölda,“ segir sveitarstjórinn. Lóðir gegnt Víkurskála, norðan þjóðvegarins, verða svo fyrir blandaða notkun. „Þar verða byggðar hundrað fermetra íbúðir og fimmtíu fermetra stúdíóíbúðir til útleigu fyrir ferðamenn,“ segir Ásgeir sem kveður þessa uppbyggingu á vegum þeirra sem eru með hótelin og aðila sem tengjast þeim. Ásgeir segir að helst skorti á uppbyggingu í ferðaþjónustu almennt. „Við erum með tvo lögreglumenn og það dugar ekki til að þjónusta allan þennan hóp. Og við erum bara með litla heilsugæslustöð,“ segir sveitarstjórinn. Ríkið taki ekki tillit til ferðmannafjöldans að þessu leyti. „Og við höfum verið að tala um nýjan veg fyrir neðan þorpið frá árinu 2010. Þá voru að fara um tvö hundruð þúsund bílar hér í gegn. Ætli þeir verði ekki um 850 þúsund á næsta ári. En það hefur ekkert gerst í umferðarmannvirkjum til að taka á móti þessu. Þjóðvegirnir okkar þolir ekkert þessa miklu umferð.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Sjá meira
„Við finnum mjög lítinn mun hvort þetta er á sumri eða vetri,“ segir Ásgeir Magnússon, sveitarstjóri Mýrdalshrepps, um sívaxandi ferðamannastraum í Vík. Meira en milljón ferðamenn fara í gegn um þorpið árlega. Mikil uppbygging er fram undan í Vík til að þjóna ferðafólki. Vilhjálmur Sigurðsson, sem rekur Hótel Laxá í Mývatnssveit og bílaleigurnar Avis og Budget, ætlar að byggja hótel með eitt hundrað herbergjum og Benedikt Kristinsson í Iceland Incoming ferðum ehf. hyggst reisa sextíu herbergja hótel. Benedikt er með ferðaskrifstofuna Vulkanresor í Svíþjóð og er að breyta gömlu skólahúsi á Varmalandi í Borgarfirði í sextíu herbergja hótel. Þá er stefnt að því á næsta ári að bæta fjörutíu herbergjum við núverandi um eitt hundrað herbergja Icelandair hótel á staðnum. Ásgeir segir að eins og er geti Vík hýst um eitt þúsund ferðamenn. „Svo er verið að byggja um 3.500 fermetra verslunarmiðstöð og svo á að byggja helling af íbúðum sem á að fylla af fólki sem á að vinna á þessum stöðum,“ segir Ásgeir. Bygging verslunarmiðstöðvarinnar er þegar hafin. Ásgeir segir að þar verði matvöruverslunin Kjarval sem nú er rekin á inni í þorpinu í Vík. Vestan við Víkurskála verður Olís síðan með nýja bensínstöð og verslun í fjögur hundruð fermetra húsi. „Það búa þrjú hundruð manns í þessu þorpi og 550 í sveitarfélaginu í allt. Hér fer í gegn um þorpið töluvert á aðra milljón ferðamanna á ári og það segir sig sjálft að sumt af þeirri þjónustu sem byggð var upp til að þjóna þeim 550 hræðum sem hér búa er ansi vel sprungið þegar menn eru komnir með allan þennan fjölda,“ segir sveitarstjórinn. Lóðir gegnt Víkurskála, norðan þjóðvegarins, verða svo fyrir blandaða notkun. „Þar verða byggðar hundrað fermetra íbúðir og fimmtíu fermetra stúdíóíbúðir til útleigu fyrir ferðamenn,“ segir Ásgeir sem kveður þessa uppbyggingu á vegum þeirra sem eru með hótelin og aðila sem tengjast þeim. Ásgeir segir að helst skorti á uppbyggingu í ferðaþjónustu almennt. „Við erum með tvo lögreglumenn og það dugar ekki til að þjónusta allan þennan hóp. Og við erum bara með litla heilsugæslustöð,“ segir sveitarstjórinn. Ríkið taki ekki tillit til ferðmannafjöldans að þessu leyti. „Og við höfum verið að tala um nýjan veg fyrir neðan þorpið frá árinu 2010. Þá voru að fara um tvö hundruð þúsund bílar hér í gegn. Ætli þeir verði ekki um 850 þúsund á næsta ári. En það hefur ekkert gerst í umferðarmannvirkjum til að taka á móti þessu. Þjóðvegirnir okkar þolir ekkert þessa miklu umferð.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Sjá meira