Rikki Óttar Guðmundsson skrifar 18. febrúar 2017 07:00 Það er óbrigðult ellimerki þegar hetjur æskuáranna deyja. Þegar ég var að alast upp var Ríkharður Jónsson, Rikki, skærasta knattspyrnustjarna þjóðarinnar. Hann var goðsögn í lifanda lífi, sprettharður markahrókur, sem gafst aldrei upp. Rikki fór fyrir hinum gulklæddu Skagamönnum sem unnu alla titla á sjötta áratugnum. Í alþjóðafótboltanum var hinn ungverski Ferenc Puskás á svipuðum stalli. Hann var fyrirliði í fræknu landsliði Ungverja sem næstum því urðu heimsmeistarar 1954 en töpuðu fyrir Þjóðverjum í úrslitaleik. Myndir af þessum tveimur fótboltamönnum héngu yfir rúminu mínu í mörg ár. Þeir heilsuðu með mér hverjum nýjum degi og vöktu yfir mér á nóttum eins og dýrlingar. Púskas lést fyrir nokkrum árum, farinn að heilsu og andlegum kröftum. Síðustu myndirnar af honum sýndu gamlan mann í göngugrind sem virtist týndur á löngum göngum hjúkrunarheimilis í óþekktu landi. Þessi hrumi maður var óravegu frá snaggaralega knattspyrnumanninum sem lék með di Stéfano í Real Madrid og raðaði inn mörkunum. Ég fór að speglinum og virti sjálfan mig fyrir mér og áttaði mig á því að ég var líka farinn að eldast. Í vikunni bárust þau tíðindi að nú væri Rikki líka farinn yfir móðuna miklu. Gamlir aðdáendur hans af minni kynslóð þakka honum fyrir framlag hans til sjálfstæðisbaráttu Íslendinga eftir stríðið. Hann var vaskasti fánaberi hins unga lýðveldis. Mörkin sem hann gerði í frægum sigurleik gegn Svíum á Melavelli sannfærðu þjóðina um það að við ættum allan rétt á sjálfstæðri tilveru. Sjálfur vil ég þakka honum fyrir hans þátt í uppeldi mínu og vona að hann beri Puskás kveðju mína þegar þeir hittast á knattspyrnuvöllum eilífðarinnar.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óttar Guðmundsson Mest lesið Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Það er óbrigðult ellimerki þegar hetjur æskuáranna deyja. Þegar ég var að alast upp var Ríkharður Jónsson, Rikki, skærasta knattspyrnustjarna þjóðarinnar. Hann var goðsögn í lifanda lífi, sprettharður markahrókur, sem gafst aldrei upp. Rikki fór fyrir hinum gulklæddu Skagamönnum sem unnu alla titla á sjötta áratugnum. Í alþjóðafótboltanum var hinn ungverski Ferenc Puskás á svipuðum stalli. Hann var fyrirliði í fræknu landsliði Ungverja sem næstum því urðu heimsmeistarar 1954 en töpuðu fyrir Þjóðverjum í úrslitaleik. Myndir af þessum tveimur fótboltamönnum héngu yfir rúminu mínu í mörg ár. Þeir heilsuðu með mér hverjum nýjum degi og vöktu yfir mér á nóttum eins og dýrlingar. Púskas lést fyrir nokkrum árum, farinn að heilsu og andlegum kröftum. Síðustu myndirnar af honum sýndu gamlan mann í göngugrind sem virtist týndur á löngum göngum hjúkrunarheimilis í óþekktu landi. Þessi hrumi maður var óravegu frá snaggaralega knattspyrnumanninum sem lék með di Stéfano í Real Madrid og raðaði inn mörkunum. Ég fór að speglinum og virti sjálfan mig fyrir mér og áttaði mig á því að ég var líka farinn að eldast. Í vikunni bárust þau tíðindi að nú væri Rikki líka farinn yfir móðuna miklu. Gamlir aðdáendur hans af minni kynslóð þakka honum fyrir framlag hans til sjálfstæðisbaráttu Íslendinga eftir stríðið. Hann var vaskasti fánaberi hins unga lýðveldis. Mörkin sem hann gerði í frægum sigurleik gegn Svíum á Melavelli sannfærðu þjóðina um það að við ættum allan rétt á sjálfstæðri tilveru. Sjálfur vil ég þakka honum fyrir hans þátt í uppeldi mínu og vona að hann beri Puskás kveðju mína þegar þeir hittast á knattspyrnuvöllum eilífðarinnar.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun