Innlent

Mikil lægð nálgast landið

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Hiti verður með mildara móti um helgina, en útlit fyrir að það kunni að breytast um miðja næstu viku og að loks geri almennilegt vetrarveður.
Hiti verður með mildara móti um helgina, en útlit fyrir að það kunni að breytast um miðja næstu viku og að loks geri almennilegt vetrarveður. vísir/vilhelm
Allmikil lægð nálgast landið í dag og hvessir þá af austri og fer að rigna syðst. Austanstrekkingur og víða rigning en sums staðar slydda norðvestantil, að því er segir á vef Veðurstofunnar. Búast má við að önnur lægð komi yfir landið á sunnudag.

Útlit er fyrir að það taki að lægja og dragi úr vætu í kvöld og nótt, fyrst sunnantil. Hægir vindar og úrkomulítið eftir hádegi á morgun, en á sunnudag fer önnur lægð á harðaspretti austur yfir landið. Hvesir þá tímabundið með rigningu syðra en slyddu fyrir norðan.

Hiti verður með mildara móti um helgina, en útlit fyrir að það kunni að breytast um miðja næstu viku og að loks geri almennilegt vetrarveður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×