„Reynið aftur, drullusokkar“ Samúel Karl Ólason skrifar 16. febrúar 2017 22:45 Felix Kjellberg eða PewDiePie. Felix „PewDiePie“ Kjellberg, langvinsælasta stjarna Youtube, baðst afsökunar á bröndunum sem leiddu til þess að Disney og Youtube slitu stórum samningum við hann. Hann segir ljóst að minnst einn brandarinn, þar sem hann greiddi tveimur indverskum mönnum fyrir að halda á skilti sem á stóð: „Drepum alla gyðinga“, hafi gengið of langt. Hann greiddi einnig manni fyrir að klæða sig eins og Jesús og taka sig upp segja að „Hitler hafi ekki gert neitt rangt“. Í myndbandi sem hann birti í dag segist hann þó vera fórnarlamb fjölmiðla og þá sérstaklega Wall Street Journal. Fjölmiðillinn birti grein fyrr í vikunni þar sem farið var yfir brandara Kjellberg á síðustu mánuðum og Disney voru beðnir um að bregðast við þeim. Disney brást við með því að slíta samningum sínum við hann og Youtube fylgdi í kjölfarið. Kjellberg segir að myndbönd sín hafi verið tekin úr samhengi og að honum hafi verið stillt upp sem Nasista. Tilgangurinn hafi verið að sýna fram á hve fáránleg þjónusta Fiverr er. Hann ver þó einungis um mínútu í að biðjast afsökunar og restin af ellefu mínútna myndbandinu snýst um hvað fjölmiðlar eru vondir við hann.Rúmlega 53 milljónir manna eru áskrifendur að Youtube-rás Kjellberg og er það langvinsælasta rás vefsins. Hann er einnig, og hefur verið undanfarin ár, langtekjuhæsta stjarna Youtube. Í júlí 2015 valdi Variety Kjellberg sem áhrifamestu stjörnu internetsins. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem myndbönd hans hafa verið talin umdeild, en þetta er í fyrsta sinn sem hann verður fyrir einhverjum áhrifum þess vegna. Kjellberg segir að tilgangur umfjöllunarinnar hafi verið að draga úr gífurlegum áhrifum sínum og valda sér fjárhagslegum skaða. Þá kvartar hann einnig yfir því að fjölmiðlar fjalli eingöngu um það hvað hann sé ríkur Þá segist hann hafa ákveðið í byrjun ársins að vera „heiðarlegri“ og að hann hefði áttað sig á því að það myndi draga dilk á eftir sér. Kjellberg endar myndbandið á því að segja blaðamönnum Wall Street Journal að reyna aftur. Þá þakkar hann öllum þeim sem hafa stutt við bakið á sér. Leikjavísir Mest lesið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Angus MacInnes er látinn Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira
Felix „PewDiePie“ Kjellberg, langvinsælasta stjarna Youtube, baðst afsökunar á bröndunum sem leiddu til þess að Disney og Youtube slitu stórum samningum við hann. Hann segir ljóst að minnst einn brandarinn, þar sem hann greiddi tveimur indverskum mönnum fyrir að halda á skilti sem á stóð: „Drepum alla gyðinga“, hafi gengið of langt. Hann greiddi einnig manni fyrir að klæða sig eins og Jesús og taka sig upp segja að „Hitler hafi ekki gert neitt rangt“. Í myndbandi sem hann birti í dag segist hann þó vera fórnarlamb fjölmiðla og þá sérstaklega Wall Street Journal. Fjölmiðillinn birti grein fyrr í vikunni þar sem farið var yfir brandara Kjellberg á síðustu mánuðum og Disney voru beðnir um að bregðast við þeim. Disney brást við með því að slíta samningum sínum við hann og Youtube fylgdi í kjölfarið. Kjellberg segir að myndbönd sín hafi verið tekin úr samhengi og að honum hafi verið stillt upp sem Nasista. Tilgangurinn hafi verið að sýna fram á hve fáránleg þjónusta Fiverr er. Hann ver þó einungis um mínútu í að biðjast afsökunar og restin af ellefu mínútna myndbandinu snýst um hvað fjölmiðlar eru vondir við hann.Rúmlega 53 milljónir manna eru áskrifendur að Youtube-rás Kjellberg og er það langvinsælasta rás vefsins. Hann er einnig, og hefur verið undanfarin ár, langtekjuhæsta stjarna Youtube. Í júlí 2015 valdi Variety Kjellberg sem áhrifamestu stjörnu internetsins. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem myndbönd hans hafa verið talin umdeild, en þetta er í fyrsta sinn sem hann verður fyrir einhverjum áhrifum þess vegna. Kjellberg segir að tilgangur umfjöllunarinnar hafi verið að draga úr gífurlegum áhrifum sínum og valda sér fjárhagslegum skaða. Þá kvartar hann einnig yfir því að fjölmiðlar fjalli eingöngu um það hvað hann sé ríkur Þá segist hann hafa ákveðið í byrjun ársins að vera „heiðarlegri“ og að hann hefði áttað sig á því að það myndi draga dilk á eftir sér. Kjellberg endar myndbandið á því að segja blaðamönnum Wall Street Journal að reyna aftur. Þá þakkar hann öllum þeim sem hafa stutt við bakið á sér.
Leikjavísir Mest lesið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Angus MacInnes er látinn Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira