Björn: Skýr hræðsluáróður hjá framboði Guðna Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. febrúar 2017 17:19 Björn Einarsson segist hafa búist við annarri niðurstöðu í kjöri til formanns KSÍ og segir að skýr hræðsluáróður hafi verið rekinn af framboði Guðna Bergssonar, mótframbjóðanda hans.Guðni var kjörinn nýr formaður KSÍ á ársþingi Knattspyrnusambandsins í Vestmannaeyjum á laugardaginn. Hann tekur við starfinu af Geir Þorsteinssyni sem hefur stýrt KSÍ frá árinu 2007. „Þetta eru mikil vonbrigði og kom á óvart. Ég bjóst við að þetta myndi ganga eftir og því eru vonbrigðin enn meiri,“ sagði Björn í samtali við Hjört Hjartarson í útvarpsþættinum Akraborginni í dag. En hvað fékk hann til að halda að hann myndi hafa betur í kjörinu? „Ég fann meðbyr og skýran vilja til að fara með KSÍ í gegnum ákveðnar breytingar, öflugri stjórnar- og stjónsýsluhætti. Að stýring KSÍ yrði opnari og gagnsærri. Það var mikill vilji fyrir þessum breytingum og ég bjóst við að þetta myndi enda öðruvísi,“ sagði Björn. En talaði hann ekki við rétta fólkið?Mjög hollt fyrir KSÍ „Það var mikið lagt í þetta og ég talaði við fólk út um allt land. Ég held að þetta hafi verið mjög hollt fyrir KSÍ. Þarna fengu aðildarfélögin mikið og gott samtal við okkur báða. Ég held að það sé hægt að byggja á þessu og þetta opnaði ákveðin atriði, eins og t.d. með ferðakostnaðinn. Það er mikilvægt að Guðni taki þau mál áfram og standi við stóru orðin gagnvart grasrótinni og taki á ferðakostnaðinum sem er mjög sligandi og íþyngjandi,“ sagði Björn. Fyrir ársþingið gaf Björn það út að hann myndi ekki þiggja laun sem formaður KSÍ og hætta með starfandi stjórnarformennsku.Skýr hræðsluáróður „Það var líka rekinn mjög skýr hræðsluáróður hvað það varðar allan tímann. Ég held að það sé stórt atriði og mikill grunnur í að breyta stjórnsýslu KSÍ,“ sagði Björn. En kom þessi hræðsluáróður úr herbúðum Guðna? „Já, frá hinu framboðinu. Það var alveg ljóst.“ Svo virðist sem Guðni hafi notið stuðnings meirihluta liðanna í neðri deildunum. Björn segist ekki viss af hverju þau studdu frekar við bakið á Guðna en honum.Atkvæði gufuðu upp á milli dagskrárliða „Það er kannski ekki fyrir mig að segja. Ég ítrekaði það allan tímann að ég væri fyrir alla og mín sterka grasrótarreynsla hefði átt að vera næg staðfesting til allra liða að ég myndi standa með þeim,“ sagði Björn. „Það er erfitt að svara þessu. En ég bendi á að í formannskörinu sjálfu eru greidd 159 atkvæði en í kjörinu til aðalstjórnar KSÍ eru þau eitthvað um 130. Þar gufuðu atkvæði upp á milli dagskrárliða sem er athyglisvert,“ sagði Björn. En kann hann einhverjar skýringar á þessum mun? „Ég átta mig ekki á því. Það var verið að vísa í að það væri smölun varðandi þetta. Það verða aðrir að svara fyrir það,“ sagði Björn.Stoltur af framboðinu Björn segist stoltur af sínu framboði og segist ekki hafa gert neitt rangt í kosningabaráttunni. „Nei, alls ekki. Ég er ótrúlega stoltur af mínu framboði, af þeirri festu og styrk sem ég sýndi í gegnum framboðið. Ég stóð einn í þessu allan tímann og stóð fyrir mjög skýrri hugmyndafræði sem ég sló aldrei af frá fyrstu mínútu,“ sagði Björn. En heldur hann að stuðningur félaga í Pepsi-deildinni við hann hafi haft einhvern fælingamátt fyrir önnur félög? „Ég veit það ekki. Heilt yfir var kosningabaráttan mjög málefnaleg, drengileg og góð. Allt var þetta hollt fyrir KSÍ og það er mjög mikilvægt að ný forysta nýti þessa kosningabaráttu til að taka á ákveðnum málum,“ sagði Björn. Hann vonast til að Guðna farnist vel í starfi sem formaður KSÍ. „Ég vil óska Guðna til hamingju og velfarnaðar. En það verður bara að koma í ljós, hann verður að sýna okkur það hvernig hann ætlar að stýra KSÍ,“ sagði Björn. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan. KSÍ Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Leik lokið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sport Leik lokið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Fleiri fréttir Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Sjá meira
Björn Einarsson segist hafa búist við annarri niðurstöðu í kjöri til formanns KSÍ og segir að skýr hræðsluáróður hafi verið rekinn af framboði Guðna Bergssonar, mótframbjóðanda hans.Guðni var kjörinn nýr formaður KSÍ á ársþingi Knattspyrnusambandsins í Vestmannaeyjum á laugardaginn. Hann tekur við starfinu af Geir Þorsteinssyni sem hefur stýrt KSÍ frá árinu 2007. „Þetta eru mikil vonbrigði og kom á óvart. Ég bjóst við að þetta myndi ganga eftir og því eru vonbrigðin enn meiri,“ sagði Björn í samtali við Hjört Hjartarson í útvarpsþættinum Akraborginni í dag. En hvað fékk hann til að halda að hann myndi hafa betur í kjörinu? „Ég fann meðbyr og skýran vilja til að fara með KSÍ í gegnum ákveðnar breytingar, öflugri stjórnar- og stjónsýsluhætti. Að stýring KSÍ yrði opnari og gagnsærri. Það var mikill vilji fyrir þessum breytingum og ég bjóst við að þetta myndi enda öðruvísi,“ sagði Björn. En talaði hann ekki við rétta fólkið?Mjög hollt fyrir KSÍ „Það var mikið lagt í þetta og ég talaði við fólk út um allt land. Ég held að þetta hafi verið mjög hollt fyrir KSÍ. Þarna fengu aðildarfélögin mikið og gott samtal við okkur báða. Ég held að það sé hægt að byggja á þessu og þetta opnaði ákveðin atriði, eins og t.d. með ferðakostnaðinn. Það er mikilvægt að Guðni taki þau mál áfram og standi við stóru orðin gagnvart grasrótinni og taki á ferðakostnaðinum sem er mjög sligandi og íþyngjandi,“ sagði Björn. Fyrir ársþingið gaf Björn það út að hann myndi ekki þiggja laun sem formaður KSÍ og hætta með starfandi stjórnarformennsku.Skýr hræðsluáróður „Það var líka rekinn mjög skýr hræðsluáróður hvað það varðar allan tímann. Ég held að það sé stórt atriði og mikill grunnur í að breyta stjórnsýslu KSÍ,“ sagði Björn. En kom þessi hræðsluáróður úr herbúðum Guðna? „Já, frá hinu framboðinu. Það var alveg ljóst.“ Svo virðist sem Guðni hafi notið stuðnings meirihluta liðanna í neðri deildunum. Björn segist ekki viss af hverju þau studdu frekar við bakið á Guðna en honum.Atkvæði gufuðu upp á milli dagskrárliða „Það er kannski ekki fyrir mig að segja. Ég ítrekaði það allan tímann að ég væri fyrir alla og mín sterka grasrótarreynsla hefði átt að vera næg staðfesting til allra liða að ég myndi standa með þeim,“ sagði Björn. „Það er erfitt að svara þessu. En ég bendi á að í formannskörinu sjálfu eru greidd 159 atkvæði en í kjörinu til aðalstjórnar KSÍ eru þau eitthvað um 130. Þar gufuðu atkvæði upp á milli dagskrárliða sem er athyglisvert,“ sagði Björn. En kann hann einhverjar skýringar á þessum mun? „Ég átta mig ekki á því. Það var verið að vísa í að það væri smölun varðandi þetta. Það verða aðrir að svara fyrir það,“ sagði Björn.Stoltur af framboðinu Björn segist stoltur af sínu framboði og segist ekki hafa gert neitt rangt í kosningabaráttunni. „Nei, alls ekki. Ég er ótrúlega stoltur af mínu framboði, af þeirri festu og styrk sem ég sýndi í gegnum framboðið. Ég stóð einn í þessu allan tímann og stóð fyrir mjög skýrri hugmyndafræði sem ég sló aldrei af frá fyrstu mínútu,“ sagði Björn. En heldur hann að stuðningur félaga í Pepsi-deildinni við hann hafi haft einhvern fælingamátt fyrir önnur félög? „Ég veit það ekki. Heilt yfir var kosningabaráttan mjög málefnaleg, drengileg og góð. Allt var þetta hollt fyrir KSÍ og það er mjög mikilvægt að ný forysta nýti þessa kosningabaráttu til að taka á ákveðnum málum,“ sagði Björn. Hann vonast til að Guðna farnist vel í starfi sem formaður KSÍ. „Ég vil óska Guðna til hamingju og velfarnaðar. En það verður bara að koma í ljós, hann verður að sýna okkur það hvernig hann ætlar að stýra KSÍ,“ sagði Björn. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
KSÍ Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Leik lokið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sport Leik lokið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Fleiri fréttir Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Sjá meira