Vill fjármagna endurbætur á vegakerfinu með gjaldtöku á vegum Þorbjörn Þórðarson skrifar 11. febrúar 2017 21:18 Í samgönguráðuneytinu er unnið að tillögum um stórtækar endurbætur á vegakerfinu sem fjármagnaðar yrðu með gjaldtöku á vegum frá höfuðborgarsvæðinu. Fjárfesting ríkisins í vegakerfinu sem hlutfall af vergri landsframleiðslu er langt undir sögulegu meðaltali. Fjárfesting hefur verið á bilinu 0,8 til 1,2 prósent frá hruni en sögulegt meðaltal er nálægt 2 prósentum. Áætlað er að verja þurfi um 100 milljörðum króna nú þegar, til að koma vegakerfi landsins í viðunandi ástand. „Það er best að vera á jörðinni og átta sig á því að það verður slagur um fjármagnið og þess vegna höfum við verið að setja í gang vinnu núna í ráðuneytinu, að skoða það með hvaða hætti við getum stigið alvöru skref inn í framtíðina á eflingu samgöngukerfisins, hvernig við getum þá tekið ákveðin verkefni út fyrir sviga og farið í samfjármögnun, en hluti af því gæti þá verið að það verði sérstök gjaldtaka á ákveðnum leiðum,“ sagði Jón Gunnarsson, samgönguráðherra, í Víglínunni á Stöð 2 í dag. „Verkefnin sem ég er að láta skilgreina núna er leiðin frá höfuðborginni upp í Borgarnes, með Sundabraut og þá tvöföldun eftir því sem við á, alla leið frá Keflavíkurflugstöðinni og inn og í gegnum Hafnarfjörð og síðan á suðurlandi, austur fyrir Selfoss með nýrri brú á Ölfusá, fyrir ofan Selfoss.“ Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, sagði að sér litist illa á þessar hugmyndir. „Mér finnst dálítið áhugavert að okkur tókst að byggja þessa vegi áður án þess að fara út í gjaldtöku, ég skil ekki af hverju það er flókið að bæta við öðrum vegi án þess að fara út í gjaldtöku.“ Þá sagði Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, að mikilvægt sé að kalla til þverpólítísks samráðs um það hvernig fjármögnun vegakerfisins verður í framtíðinni. „Erum við að fara að borga fyrir þessa grunnþjónustu, með því sem við leggjum til samfélagsins í formi skatta, eða ætlum við að taka upp aukna gjaldtöku þarna eins og víða annarsstaðar? Það er náttúrulega grundvallar stefnubreyting.“ Víglínan Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira
Í samgönguráðuneytinu er unnið að tillögum um stórtækar endurbætur á vegakerfinu sem fjármagnaðar yrðu með gjaldtöku á vegum frá höfuðborgarsvæðinu. Fjárfesting ríkisins í vegakerfinu sem hlutfall af vergri landsframleiðslu er langt undir sögulegu meðaltali. Fjárfesting hefur verið á bilinu 0,8 til 1,2 prósent frá hruni en sögulegt meðaltal er nálægt 2 prósentum. Áætlað er að verja þurfi um 100 milljörðum króna nú þegar, til að koma vegakerfi landsins í viðunandi ástand. „Það er best að vera á jörðinni og átta sig á því að það verður slagur um fjármagnið og þess vegna höfum við verið að setja í gang vinnu núna í ráðuneytinu, að skoða það með hvaða hætti við getum stigið alvöru skref inn í framtíðina á eflingu samgöngukerfisins, hvernig við getum þá tekið ákveðin verkefni út fyrir sviga og farið í samfjármögnun, en hluti af því gæti þá verið að það verði sérstök gjaldtaka á ákveðnum leiðum,“ sagði Jón Gunnarsson, samgönguráðherra, í Víglínunni á Stöð 2 í dag. „Verkefnin sem ég er að láta skilgreina núna er leiðin frá höfuðborginni upp í Borgarnes, með Sundabraut og þá tvöföldun eftir því sem við á, alla leið frá Keflavíkurflugstöðinni og inn og í gegnum Hafnarfjörð og síðan á suðurlandi, austur fyrir Selfoss með nýrri brú á Ölfusá, fyrir ofan Selfoss.“ Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, sagði að sér litist illa á þessar hugmyndir. „Mér finnst dálítið áhugavert að okkur tókst að byggja þessa vegi áður án þess að fara út í gjaldtöku, ég skil ekki af hverju það er flókið að bæta við öðrum vegi án þess að fara út í gjaldtöku.“ Þá sagði Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, að mikilvægt sé að kalla til þverpólítísks samráðs um það hvernig fjármögnun vegakerfisins verður í framtíðinni. „Erum við að fara að borga fyrir þessa grunnþjónustu, með því sem við leggjum til samfélagsins í formi skatta, eða ætlum við að taka upp aukna gjaldtöku þarna eins og víða annarsstaðar? Það er náttúrulega grundvallar stefnubreyting.“
Víglínan Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira