Geir segir fréttaflutning af launamálum KSÍ stórfurðulegan atli ísleifsson skrifar 11. febrúar 2017 20:25 Geir Þorsteinsson segir að umfjöllun fjölmiðla, sér í lagi Vísis, um launamál æðstu stjórnenda sambandsins og fleira sem snýr að knattspyrnuhreyfingunni ekki gefa sanna mynd af þeirri einingu sem ríki innan íslensku knattspyrnuhreyfingarinnar. Geir lét í dag af störfum sem formaður KSÍ og tók Guðni Bergsson við stöðunni. Geir lét orðin falla í viðtali við fréttastofu á ársþingi KSÍ í dag, en þingið fer fram í Vestmannaeyjum. Geir segir að því miður hafi ekki verið svarað nóg fyrir þá einingu og þann mikla stuðning sem hafi verið við hans störf. „Það hefur verið alltaf, og var í dag og frábær stemmning hér á þinginu. Ég er ánægður að rétta keflið nú yfir til nýs formanns.“Launamálin í deiglunniAð undanförnu hefur mikið verið rætt um laun æðstu stjórnenda KSÍ en í frétt Vísis kom fram að í ársreikningum sambandsins hafi laun til formanns og framkvæmdastjóra verið tekin saman í eina tölu þannig að ekki væri mögulegt að greina á milli hvað hvor starfsmaður væri með í laun. Laun formanns hefðu ekki verið gefin upp nema í einstök skipti þar sem formenn félaga í efstu deild hefðu gengið á formanninn á ársþingi og krafið hann svara.Í frétt Vísis sagði að samkvæmt heimildum væri formaðurinn launahærri en framkvæmdastjórinn, en opinberlega hefði Geir ekki sagst vita hver skiptingin væri og hvort hann eða framkvæmdastjórinn væri með hærri laun. Geir gegndi áður stöðu framkvæmdastjóra KSÍ, áður en hann tók við formennsku árið 2007. Geir hafði ekki svarað fyrirspurnum frá Vísi vegna launagreiðslna en hann hefur í fyrri samtölum sagt að það sé ekki hans að ræða laun sín, hvort sem það væru laun eða aukagreiðslur eins og í tilfelli síðasta árs þegar hann, einn starfsmanna KSÍ, fékk tvenn mánaðarlaun aukalega fyrir vinnu sína. Aðrir starfsmenn fengu ein mánaðarlaun. Geir segist í viðtali í dag ávallt hafa greint frá launum sínum á ársþingum, auk þess að hafa gert það í löngu og ítarlegu viðtali í Morgunblaðinu í gær. „Þannig að ég veit ekki hvað Vísir er að fjalla um. Það er alveg stórfurðulegt. Það er eins og menn telji að ég komi ekki heiðarlega fram, en það hef ég gert öll mín ár í Knattspyrnusambandinu.“ Í fyrri frétt Vísis kemur jafnframt fram að í ársskýrslu væru óútskýrðar 7,5 milljónir króna þegar kæmi að launum hans.Kannastu ekki við þá upphæð og að það sé einhver óútskýrður mismunur þar á?„Ég veit ekkert hvað Kolbeinn Tumi [Daðason, fréttamaður Vísis] er að tala um. Ég fékk mánaðarlaun á síðasta ári 1.217 þúsund og upplýsti það í viðtali við Morgunblaðið [í gær],“ segir Geir.Telur sig hafa skilað góðu búiGeir segir það sérstaka tilfinningu að hafa nú látið af störfum sem formaður KSÍ. „Ég er glaður á þessum degi og hef skilað góðu búi held ég til nýja formannsins. Nú er ég einn af mörgum áhugamönnum um knattspyrnu á Íslandi.“ Aðspurður um hvernig honum lítist á nýjan formann, Guðna Bergsson, segir hann að hann geti orðið mjög farsæll í störfum sínum fyrir íslenska knattspyrnu. „Eins og ég var að segja við landsliðsþjálfarann áðan: „Nú erum við komin með sérfræðing í knattspyrnu sem formann, þannig að það hljóta að vera breyttir tímar fyrir þjálfarana að nú hafa þeir sérfræðing fyrir ofan sig sem kannski vill hafa áhrif á hvernig liðið er valið.“ Nei, ég er nú að grínast með það. Mér líst bara vel á [nýjan formann]. Þetta var spennandi kosning en Guðni hefur mikla þekkingu á knattspyrnumálum og ég tel að hann geti verið mjög farsæll í störfum fyrir íslenska knattspyrnu.“Almennt var talað um að Björn hafi talað fyrir meiri breytingum en Guðni. Heldurðu að það verði mikil breyting með komu Guðna?„Ég veit það ekki. Við eigum eftir að sjá hvernig stjórnarkjörið fer en knattspyrnuhreyfingin er mjög íhaldssöm og yfirleitt eru ekki miklar og örar breytingar þar.“Hvað með þína framtíð? Hvað munt þú nú taka þér fyrir hendur?„Ég reikna með að það tengist knattspyrnu. Ég er í framboði hjá FIFA [Alþjóðaknattspyrnusambandsins]. Það skýrist í síðasta lagi 5. apríl,“ segir Geir. KSÍ Tengdar fréttir Guðni: Enn meiri pólitík en maður átti von á Nýkjörinn formaður KSÍ segist þakklátur og fullur auðmýktar. 11. febrúar 2017 18:48 Óútskýrðar milljónir í launagreiðslum til formanns KSÍ Geir Þorsteinsson lætur af störfum sem formaður KSÍ á morgun. Óvíst er hvað nýr formaður fær í laun. 10. febrúar 2017 14:15 Guðni Bergsson er nýr formaður KSÍ Æsispennandi formannskosningu á ársþingi Knattspyrnusambands Íslands í Vestmannaeyjum er lokið. 11. febrúar 2017 16:45 Skipting bónusanna vegna EM-ævintýrisins skildi eftir sig sára og svekkta landsliðsmenn Af 1,9 milljarði króna sem KSÍ fékk vegna árangurs karlalandsliðsins fóru um 600 milljónir króna til leikmanna. Bónusgreiðslurnar eru af stærðargráðu sem aldrei áður hafa sést hér á landi en í samræmi við greiðslur annarra landsliða. 10. febrúar 2017 09:00 Svona var ársþing KSÍ Ársþingi KSÍ í Vestmannaeyjum er lokið. 11. febrúar 2017 18:30 Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Fengu á sig mark beint úr hornspyrnu eftir að fyrirliðinn var rekinn af velli Enski boltinn Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Geir Þorsteinsson segir að umfjöllun fjölmiðla, sér í lagi Vísis, um launamál æðstu stjórnenda sambandsins og fleira sem snýr að knattspyrnuhreyfingunni ekki gefa sanna mynd af þeirri einingu sem ríki innan íslensku knattspyrnuhreyfingarinnar. Geir lét í dag af störfum sem formaður KSÍ og tók Guðni Bergsson við stöðunni. Geir lét orðin falla í viðtali við fréttastofu á ársþingi KSÍ í dag, en þingið fer fram í Vestmannaeyjum. Geir segir að því miður hafi ekki verið svarað nóg fyrir þá einingu og þann mikla stuðning sem hafi verið við hans störf. „Það hefur verið alltaf, og var í dag og frábær stemmning hér á þinginu. Ég er ánægður að rétta keflið nú yfir til nýs formanns.“Launamálin í deiglunniAð undanförnu hefur mikið verið rætt um laun æðstu stjórnenda KSÍ en í frétt Vísis kom fram að í ársreikningum sambandsins hafi laun til formanns og framkvæmdastjóra verið tekin saman í eina tölu þannig að ekki væri mögulegt að greina á milli hvað hvor starfsmaður væri með í laun. Laun formanns hefðu ekki verið gefin upp nema í einstök skipti þar sem formenn félaga í efstu deild hefðu gengið á formanninn á ársþingi og krafið hann svara.Í frétt Vísis sagði að samkvæmt heimildum væri formaðurinn launahærri en framkvæmdastjórinn, en opinberlega hefði Geir ekki sagst vita hver skiptingin væri og hvort hann eða framkvæmdastjórinn væri með hærri laun. Geir gegndi áður stöðu framkvæmdastjóra KSÍ, áður en hann tók við formennsku árið 2007. Geir hafði ekki svarað fyrirspurnum frá Vísi vegna launagreiðslna en hann hefur í fyrri samtölum sagt að það sé ekki hans að ræða laun sín, hvort sem það væru laun eða aukagreiðslur eins og í tilfelli síðasta árs þegar hann, einn starfsmanna KSÍ, fékk tvenn mánaðarlaun aukalega fyrir vinnu sína. Aðrir starfsmenn fengu ein mánaðarlaun. Geir segist í viðtali í dag ávallt hafa greint frá launum sínum á ársþingum, auk þess að hafa gert það í löngu og ítarlegu viðtali í Morgunblaðinu í gær. „Þannig að ég veit ekki hvað Vísir er að fjalla um. Það er alveg stórfurðulegt. Það er eins og menn telji að ég komi ekki heiðarlega fram, en það hef ég gert öll mín ár í Knattspyrnusambandinu.“ Í fyrri frétt Vísis kemur jafnframt fram að í ársskýrslu væru óútskýrðar 7,5 milljónir króna þegar kæmi að launum hans.Kannastu ekki við þá upphæð og að það sé einhver óútskýrður mismunur þar á?„Ég veit ekkert hvað Kolbeinn Tumi [Daðason, fréttamaður Vísis] er að tala um. Ég fékk mánaðarlaun á síðasta ári 1.217 þúsund og upplýsti það í viðtali við Morgunblaðið [í gær],“ segir Geir.Telur sig hafa skilað góðu búiGeir segir það sérstaka tilfinningu að hafa nú látið af störfum sem formaður KSÍ. „Ég er glaður á þessum degi og hef skilað góðu búi held ég til nýja formannsins. Nú er ég einn af mörgum áhugamönnum um knattspyrnu á Íslandi.“ Aðspurður um hvernig honum lítist á nýjan formann, Guðna Bergsson, segir hann að hann geti orðið mjög farsæll í störfum sínum fyrir íslenska knattspyrnu. „Eins og ég var að segja við landsliðsþjálfarann áðan: „Nú erum við komin með sérfræðing í knattspyrnu sem formann, þannig að það hljóta að vera breyttir tímar fyrir þjálfarana að nú hafa þeir sérfræðing fyrir ofan sig sem kannski vill hafa áhrif á hvernig liðið er valið.“ Nei, ég er nú að grínast með það. Mér líst bara vel á [nýjan formann]. Þetta var spennandi kosning en Guðni hefur mikla þekkingu á knattspyrnumálum og ég tel að hann geti verið mjög farsæll í störfum fyrir íslenska knattspyrnu.“Almennt var talað um að Björn hafi talað fyrir meiri breytingum en Guðni. Heldurðu að það verði mikil breyting með komu Guðna?„Ég veit það ekki. Við eigum eftir að sjá hvernig stjórnarkjörið fer en knattspyrnuhreyfingin er mjög íhaldssöm og yfirleitt eru ekki miklar og örar breytingar þar.“Hvað með þína framtíð? Hvað munt þú nú taka þér fyrir hendur?„Ég reikna með að það tengist knattspyrnu. Ég er í framboði hjá FIFA [Alþjóðaknattspyrnusambandsins]. Það skýrist í síðasta lagi 5. apríl,“ segir Geir.
KSÍ Tengdar fréttir Guðni: Enn meiri pólitík en maður átti von á Nýkjörinn formaður KSÍ segist þakklátur og fullur auðmýktar. 11. febrúar 2017 18:48 Óútskýrðar milljónir í launagreiðslum til formanns KSÍ Geir Þorsteinsson lætur af störfum sem formaður KSÍ á morgun. Óvíst er hvað nýr formaður fær í laun. 10. febrúar 2017 14:15 Guðni Bergsson er nýr formaður KSÍ Æsispennandi formannskosningu á ársþingi Knattspyrnusambands Íslands í Vestmannaeyjum er lokið. 11. febrúar 2017 16:45 Skipting bónusanna vegna EM-ævintýrisins skildi eftir sig sára og svekkta landsliðsmenn Af 1,9 milljarði króna sem KSÍ fékk vegna árangurs karlalandsliðsins fóru um 600 milljónir króna til leikmanna. Bónusgreiðslurnar eru af stærðargráðu sem aldrei áður hafa sést hér á landi en í samræmi við greiðslur annarra landsliða. 10. febrúar 2017 09:00 Svona var ársþing KSÍ Ársþingi KSÍ í Vestmannaeyjum er lokið. 11. febrúar 2017 18:30 Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Fengu á sig mark beint úr hornspyrnu eftir að fyrirliðinn var rekinn af velli Enski boltinn Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Guðni: Enn meiri pólitík en maður átti von á Nýkjörinn formaður KSÍ segist þakklátur og fullur auðmýktar. 11. febrúar 2017 18:48
Óútskýrðar milljónir í launagreiðslum til formanns KSÍ Geir Þorsteinsson lætur af störfum sem formaður KSÍ á morgun. Óvíst er hvað nýr formaður fær í laun. 10. febrúar 2017 14:15
Guðni Bergsson er nýr formaður KSÍ Æsispennandi formannskosningu á ársþingi Knattspyrnusambands Íslands í Vestmannaeyjum er lokið. 11. febrúar 2017 16:45
Skipting bónusanna vegna EM-ævintýrisins skildi eftir sig sára og svekkta landsliðsmenn Af 1,9 milljarði króna sem KSÍ fékk vegna árangurs karlalandsliðsins fóru um 600 milljónir króna til leikmanna. Bónusgreiðslurnar eru af stærðargráðu sem aldrei áður hafa sést hér á landi en í samræmi við greiðslur annarra landsliða. 10. febrúar 2017 09:00