Móðgunargjarna þjóðin Óttar Guðmundsson skrifar 11. febrúar 2017 07:00 Íslendingar hafa ávallt verið hörundssár þjóð. Í gömlum lögbókum eru óteljandi ákvæði um mögulegar móðganir og refsingar við þeim. Einhverjir pörupiltar létu að því liggja að kvennamaðurinn og skáldið Þormóður Kolbrúnarskáld væri samkynhneigður og guldu að sjálfsögðu fyrir með lífi sínu. Skáldið Jökull Bárðarson, náfrændi Grettis, lét að því liggja í vísu að Ólafur Haraldsson Noregskóngur væri lítill og feitur patti. Kóngsi móðgaðist svo mjög að hann lét drepa Jökul svo að snemma urðu menn viðkvæmir fyrir aðdróttunum um líkamsþyngd. Með vaxandi velmegun hefur móðgunarsýki þjóðarinnar aukist. Fólk hefur meiri tíma en áður til að túlka og leggja út á versta veg allt sem sagt er. Nú er svo komið að allir sem taka þátt í opinberri umræðu verða að gæta tungu sinnar svo að þeir móðgi ekki einhvern í salnum. Menn móðgast gjarnan fyrir hönd annarra og þá sérstaklega minnihlutahópa eins og samkynhneigðra, hælisleitenda, hjólreiðamanna, feitra, hörundsdökkra, fanga, geðsjúkra, hundaeigenda o.fl. Segi einhver eitthvað óhugsað um þessa hópa eða aðra er næsta víst að einhver móðgist og tilkynni glæpinn til næsta fjölmiðils. Viðkomandi er síðan stillt upp sem rasista, hunda- eða hommahatara, karl- eða kvenrembu. Ólíklegustu orð og orðasambönd geta leitt til móðgunar. Nýlega rauk þingkona upp í heilagri vandlætingu vegna þess að ráðherra talaði í hálfkæringi um hagsýnar húsmæður. Gamalt jákvætt hugtak hafði snúist upp í andhverfu sína og breyst í svívirðingar um hörundssárar þingkonur. Menn undrast af hverju ráðherrann var ekki dreginn fyrir dóm vegna hatursummæla. Einungis orðvarir jafnvægislistamenn eins og ég geta haldið sjó í þessu gjörningaveðri enda hefur mér tekist að halda úti þessum pistlum um langa hríð án þess að reita nokkurn mann til reiði. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óttar Guðmundsson Mest lesið Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun
Íslendingar hafa ávallt verið hörundssár þjóð. Í gömlum lögbókum eru óteljandi ákvæði um mögulegar móðganir og refsingar við þeim. Einhverjir pörupiltar létu að því liggja að kvennamaðurinn og skáldið Þormóður Kolbrúnarskáld væri samkynhneigður og guldu að sjálfsögðu fyrir með lífi sínu. Skáldið Jökull Bárðarson, náfrændi Grettis, lét að því liggja í vísu að Ólafur Haraldsson Noregskóngur væri lítill og feitur patti. Kóngsi móðgaðist svo mjög að hann lét drepa Jökul svo að snemma urðu menn viðkvæmir fyrir aðdróttunum um líkamsþyngd. Með vaxandi velmegun hefur móðgunarsýki þjóðarinnar aukist. Fólk hefur meiri tíma en áður til að túlka og leggja út á versta veg allt sem sagt er. Nú er svo komið að allir sem taka þátt í opinberri umræðu verða að gæta tungu sinnar svo að þeir móðgi ekki einhvern í salnum. Menn móðgast gjarnan fyrir hönd annarra og þá sérstaklega minnihlutahópa eins og samkynhneigðra, hælisleitenda, hjólreiðamanna, feitra, hörundsdökkra, fanga, geðsjúkra, hundaeigenda o.fl. Segi einhver eitthvað óhugsað um þessa hópa eða aðra er næsta víst að einhver móðgist og tilkynni glæpinn til næsta fjölmiðils. Viðkomandi er síðan stillt upp sem rasista, hunda- eða hommahatara, karl- eða kvenrembu. Ólíklegustu orð og orðasambönd geta leitt til móðgunar. Nýlega rauk þingkona upp í heilagri vandlætingu vegna þess að ráðherra talaði í hálfkæringi um hagsýnar húsmæður. Gamalt jákvætt hugtak hafði snúist upp í andhverfu sína og breyst í svívirðingar um hörundssárar þingkonur. Menn undrast af hverju ráðherrann var ekki dreginn fyrir dóm vegna hatursummæla. Einungis orðvarir jafnvægislistamenn eins og ég geta haldið sjó í þessu gjörningaveðri enda hefur mér tekist að halda úti þessum pistlum um langa hríð án þess að reita nokkurn mann til reiði. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun