Innlent

Litlar tafir á millilandaflugi vegna snjókomunnar

Samúel Karl Ólason skrifar
Svo virðist sem að snjóað hafi minna á Suðurnesjum en á höfuðborgarsvæðinu.
Svo virðist sem að snjóað hafi minna á Suðurnesjum en á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Sigurjón
Litlar tafir hafa orðið á flugi á Keflavíkurflugvelli í morgun vegna snjókomunnar í nótt. Það mun þó taka tíma að moka allt flugvallarsvæðið.

„Þetta hefur gengið mjög vel miðað við aðstæður,“ segir Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia, í samtali við Vísi. Hann segir öll tiltæki snjómoksturstæki vera notuð til að moka af svæðinu og að það muni taka tíma.

„Brautirnar hafa haldist góðar, en einhver seinkun var á flugi í morgun vegna snjókomunnar.“

Þá segir Guðni að Isavia ekki vita til þess að mikið hafi verið um að fólk hafi ekki komist í flug vegna ófærðar, en Reykjanesbrautin hefur verið opin í morgun og svo virðist sem að snjóað hafi minna á Suðurnesjum en á höfuðborgarsvæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×