Innlent

Björgunarsveitir koma veðurtepptum til bjargar - Lokað um Hellisheiði og Þrengsli

Kjartan Hreinn Njálsson skrifar
Björgunarsveitir eru nú að störfum á höfuðborgarsvæðinu og fyrir austan fjall.
Björgunarsveitir eru nú að störfum á höfuðborgarsvæðinu og fyrir austan fjall. MYND/@ICELANDIC_EXPLORER
Björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu hafa verið að störfum síðan um fjögur í nótt vegna mikillar ófærðar á höfuðborgarsvæðinu.

Björgunarfólk hefur sinnt vegfarendum sem sitja fastir í bílum sínum hér og þar á höfuðborgarsvæðinu, tryggt heilbrigðisfólki far til vinnu auk þess að sinna tugum manna sem veðurtepptir eru í miðbænum eftir gleði næturinnar.

Björgunarsveitir á Suðurlandi hafa einnig verið kallaðar út til lokunar á Hellisheiði og Þrengslum svo og björgunarsveitir á Vesturlandi og af Kjalarnesi til að loka þjóðvegi eitt á Kjalarnesi og undir Hafnarfjalli.

Slysavarnafélagið Landsbjörg beinir þeim tilmælum til vegfarenda á SV horni landsins að hinkra með ferðir sínar sé þess kostur þar til Vegagerðin hefur rutt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×