Flutti í borgina árið sem Heim í Búðardal sló í gegn Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 25. febrúar 2017 09:45 "Það kom fyrir að ég var kallaður inn í stúdíó þar sem verið var að taka upp lög og vantaði texta í hvelli,“ segir Þorsteinn. Vísir/Anton Brink Ósjálfrátt tengi ég nafn Þorsteins Eggertssonar textahöfundar við Reykjanesbæ þegar ég leita að símanúmerinu hans en finn engan með því nafni þar. „Ég er búinn að búa í borginni síðan 1975, árið sem lagið Heim í Búðardal sló í gegn,“ upplýsir hann þegar ég hef upp á honum. „En ég er náttúrlega fæddur í Keflavík og ólst þar upp. Orti líka mikið fyrir tónlistarfólkið á Suðurnesjunum, Hljóma, Trúbrot, Rúnar Júlíusson, Magnús og Jóhann, Júdas og Rut Reginalds.“ Tilefni símtalsins er að óska Þorsteini til hamingju með afmælið, hann er nefnilega 75 ára í dag. Svo berst talið að textunum mörgu sem hann hefur samið og kveðst ekki hafa tölu á. Þó kveðst hann eiga um 800 útgefna, þar af suma í mismunandi útfærslum. Í nýjasta hefti Heima er best er grein eftir Þorstein þar sem hann lýsir kvöldinu sem hann orti Slappaðu af og pressunni sem hann var undir. Skyldi hann eiga margar álíka sögur af eigin textagerð? „Ég á nokkrar. Sumar eru um eitthvað sem ég minnist sjálfur, aðrar hafa mér verið sagðar og sumar eru örugglega skáldaðar - en þær lifa. Ég man til dæmis ekki til að hafa samið texta í leigubíl á milli staða, eins og haldið hefur verið fram. En það kom fyrir að ég var kallaður inn í stúdíó þar sem verið var að taka upp lög og texta vantaði í hvelli.“ Samkvæmt frásögninni í Heima er best tæmdi skáldið eina viskýflösku yfir Slappaðu af. Þarf hann alltaf áfengi til að koma sér í gírinn? „Nei, ég dreypi oft á viskýi en það má ekki vera of mikið, þá fer allt í tóma vitleysu. Enda sést það á Slappaðu af, sá texti byrjar ágætlega en höfundur er greinilega orðinn sauðdrukkinn í restina.“ Þorsteinn er enn að. „Ég er núna að klára texta fyrir Gunnar Þórðarson og það er stutt síðan ég samdi fyrir Helgu Möller. En þetta er bara einn og einn texti. Það semur enginn á heilar plötur lengur því hljómplötumarkaðurinn er hruninn og flestar plötubúðir dottnar upp fyrir.“ Auk textagerðarinnar kveðst Þorsteinn hafa kennt á námskeiðum hjá Fjölmennt undanfarin ár, bæði sögu alþýðutónlistar og ensku. Segir það skemmtilegt enda mæti þar fólk sem hafi áhuga. Í lokin er hann spurður út í afmælishaldið. „Ég ætla bara að vera með mínum nánustu og skreppa svo eitthvað út fyrir landsteinana í vor.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 25. febrúar 2017 Lífið Mest lesið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Lífið Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Lífið Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Lífið Avowed: Í senn hefðbundinn og framúrskarandi hlutverkaleikur Leikjavísir Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Lífið Fleiri fréttir Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sepultura bætist við þéttsetið þungarokkssumar Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Alheimsdraumurinn: Sveppa tókst það sem Pétri tókst ekki Katy Perry fer út í geim Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ „Hann kann að dansa, maður minn!“ Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Rappar um vímu Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna Sjá meira
Ósjálfrátt tengi ég nafn Þorsteins Eggertssonar textahöfundar við Reykjanesbæ þegar ég leita að símanúmerinu hans en finn engan með því nafni þar. „Ég er búinn að búa í borginni síðan 1975, árið sem lagið Heim í Búðardal sló í gegn,“ upplýsir hann þegar ég hef upp á honum. „En ég er náttúrlega fæddur í Keflavík og ólst þar upp. Orti líka mikið fyrir tónlistarfólkið á Suðurnesjunum, Hljóma, Trúbrot, Rúnar Júlíusson, Magnús og Jóhann, Júdas og Rut Reginalds.“ Tilefni símtalsins er að óska Þorsteini til hamingju með afmælið, hann er nefnilega 75 ára í dag. Svo berst talið að textunum mörgu sem hann hefur samið og kveðst ekki hafa tölu á. Þó kveðst hann eiga um 800 útgefna, þar af suma í mismunandi útfærslum. Í nýjasta hefti Heima er best er grein eftir Þorstein þar sem hann lýsir kvöldinu sem hann orti Slappaðu af og pressunni sem hann var undir. Skyldi hann eiga margar álíka sögur af eigin textagerð? „Ég á nokkrar. Sumar eru um eitthvað sem ég minnist sjálfur, aðrar hafa mér verið sagðar og sumar eru örugglega skáldaðar - en þær lifa. Ég man til dæmis ekki til að hafa samið texta í leigubíl á milli staða, eins og haldið hefur verið fram. En það kom fyrir að ég var kallaður inn í stúdíó þar sem verið var að taka upp lög og texta vantaði í hvelli.“ Samkvæmt frásögninni í Heima er best tæmdi skáldið eina viskýflösku yfir Slappaðu af. Þarf hann alltaf áfengi til að koma sér í gírinn? „Nei, ég dreypi oft á viskýi en það má ekki vera of mikið, þá fer allt í tóma vitleysu. Enda sést það á Slappaðu af, sá texti byrjar ágætlega en höfundur er greinilega orðinn sauðdrukkinn í restina.“ Þorsteinn er enn að. „Ég er núna að klára texta fyrir Gunnar Þórðarson og það er stutt síðan ég samdi fyrir Helgu Möller. En þetta er bara einn og einn texti. Það semur enginn á heilar plötur lengur því hljómplötumarkaðurinn er hruninn og flestar plötubúðir dottnar upp fyrir.“ Auk textagerðarinnar kveðst Þorsteinn hafa kennt á námskeiðum hjá Fjölmennt undanfarin ár, bæði sögu alþýðutónlistar og ensku. Segir það skemmtilegt enda mæti þar fólk sem hafi áhuga. Í lokin er hann spurður út í afmælishaldið. „Ég ætla bara að vera með mínum nánustu og skreppa svo eitthvað út fyrir landsteinana í vor.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 25. febrúar 2017
Lífið Mest lesið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Lífið Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Lífið Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Lífið Avowed: Í senn hefðbundinn og framúrskarandi hlutverkaleikur Leikjavísir Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Lífið Fleiri fréttir Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sepultura bætist við þéttsetið þungarokkssumar Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Alheimsdraumurinn: Sveppa tókst það sem Pétri tókst ekki Katy Perry fer út í geim Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ „Hann kann að dansa, maður minn!“ Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Rappar um vímu Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna Sjá meira