Innlent

Suðaustan stormur í helgarkortunum

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Það er von á stormi á föstudagskvöld.
Það er von á stormi á föstudagskvöld. Vísir/Ernir
Það verður ákveðin suðaustanátt á landinu í dag og á morgun með éljaveðri í flestum landshlutum að því er fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. Þá verður vægt frost víðast hvar en á sumum stöðum frostlaust og er það þá helst við sjóinn, einkum sunnan til.

Á föstudag mun síðan hlýna smám saman og bæta í vindinn og spáir Veðurstofan suðaustan stormi um allt land á föstudagskvöld með talsverðri slyddu eða rigningu um sunnanvert landið en slyddu eða snjókomu fyrir norðan.

Veðurhorfur á landinu í dag og næstu daga:

Suðaustan- og austan 8-15 metrar með morgninum, hvassast við norður- og austurströndina. Heldur hvassara norðan- og austan lands á morgun. Víða él, en snjókoma með köflum suðaustan lands. Frost 0 til 6 stig, en hiti um frostmark sunnan til.

Á fimmtudag:

Austan og suðaustan 8-15 metrar á sekúndu og dálítil él, en snjókoma suðaustantil. Frost 0 til 7 stig.

Á föstudag:

Vaxandi suðaustanátt og él, en þurrt og bjart norðanlands. Hlýnar í veðri. Suðaustan stormur og talsverð rigning eða slydda um kvöldið, en snjókoma til landsins. Hiti um og yfir frostmarki.

Á laugardag:

Snýst í minnkandi suðvestanátt með éljum og kólnandi veðri, 10-15 metrar á sekúndu síðdegis og frost 0 til 6 stig og léttir til norðan- og austanlands.

Á sunnudag:

Útlit fyrir hvassast suðaustanátt með slyddu eða snjókomu Hiti um frostmark.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×