Nýr leigutaki að Skjálfandafljóti Karl Lúðvíksson skrifar 20. febrúar 2017 09:00 Stefán Sigurðsspn fer fyrir Iceland Outfitters sem voru að taka Skjálfandafljót á leigu. Skjálfandafljót er eitt af betri geymdum leyndarmálum laxveiðanna á Íslandi en í gegnum tíðina hefur hópur góðra manna á norðurlandi leigt ánna til eigin nota og lítið sem ekkert af veiðileyfum farið í almenna sölu, enda frábær laxveiði sem fáir hafa viljað gefa frá sér. Skjálfandafljót er Jökulá og minnir liturinn á vatninu og umgjörðin mikið Blöndu. Töluvert hátt hlutfall aflans er stórlax rétt eins og í Blöndu og stór og gróf náttura gerir þessa perlu alveg einstaka. Það eru aðeins 6 stangir sem veiða Skjálfandafljót en veiðisvæðið er stórt og mikið og með meðalveiði uppá 600 laxa. Nú á dögunum undirituðu hjónakornin Stefán Sigurðsson og Harpa Hlín Þórðardóttir kennd við Iceland Outfitters leigusamning til 3 ára. Leigusamningurinn er fremur óhefðbundinn því tveir aðilar skipta með sér leiguréttinum. Iceland Outfitters mun selja leyfi á opnum markaði en einkaaðilar munu nota sinn hluta sjálfir. "Okkur finnst frábært tækifæri að komast inn í Skjálfandafljót en þar veiddi ég mínu fyrstu og bestu laxa. Þetta verður gaman." segir Stefán. Áhugasömum veiðimönnum er bent að að hafa samband við Stefán, stefan@icelandoutfitters.com eða kíkja á vefsöluna www.ioveidileyfi.is Mest lesið Lax að veiðast í Hítará þrátt fyrir erfið skilyrði Veiði Hvað á rjúpa að hanga lengi? Veiði Umsóknarfrestur SVFR rennur út í kvöld Veiði Ágæt bleikjuveiði í Litluá Veiði Víðidalsá að ná 700 löxum Veiði 107 sm lax veiddist í Grímsá Veiði Gæsaveiðin hófst í dag Veiði Hvað á rjúpan að hanga lengi? Veiði SVFR leitar að mönnum til nefndarstarfa Veiði Bandormssýking í silungi: Óþarfi að hringja á prest! Veiði
Skjálfandafljót er eitt af betri geymdum leyndarmálum laxveiðanna á Íslandi en í gegnum tíðina hefur hópur góðra manna á norðurlandi leigt ánna til eigin nota og lítið sem ekkert af veiðileyfum farið í almenna sölu, enda frábær laxveiði sem fáir hafa viljað gefa frá sér. Skjálfandafljót er Jökulá og minnir liturinn á vatninu og umgjörðin mikið Blöndu. Töluvert hátt hlutfall aflans er stórlax rétt eins og í Blöndu og stór og gróf náttura gerir þessa perlu alveg einstaka. Það eru aðeins 6 stangir sem veiða Skjálfandafljót en veiðisvæðið er stórt og mikið og með meðalveiði uppá 600 laxa. Nú á dögunum undirituðu hjónakornin Stefán Sigurðsson og Harpa Hlín Þórðardóttir kennd við Iceland Outfitters leigusamning til 3 ára. Leigusamningurinn er fremur óhefðbundinn því tveir aðilar skipta með sér leiguréttinum. Iceland Outfitters mun selja leyfi á opnum markaði en einkaaðilar munu nota sinn hluta sjálfir. "Okkur finnst frábært tækifæri að komast inn í Skjálfandafljót en þar veiddi ég mínu fyrstu og bestu laxa. Þetta verður gaman." segir Stefán. Áhugasömum veiðimönnum er bent að að hafa samband við Stefán, stefan@icelandoutfitters.com eða kíkja á vefsöluna www.ioveidileyfi.is
Mest lesið Lax að veiðast í Hítará þrátt fyrir erfið skilyrði Veiði Hvað á rjúpa að hanga lengi? Veiði Umsóknarfrestur SVFR rennur út í kvöld Veiði Ágæt bleikjuveiði í Litluá Veiði Víðidalsá að ná 700 löxum Veiði 107 sm lax veiddist í Grímsá Veiði Gæsaveiðin hófst í dag Veiði Hvað á rjúpan að hanga lengi? Veiði SVFR leitar að mönnum til nefndarstarfa Veiði Bandormssýking í silungi: Óþarfi að hringja á prest! Veiði