Taka þurfi ofbeldi í miðborginni fastari tökum Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 9. mars 2017 17:40 Ofbeldi í miðborginni er viðvarandi, en óviðunandi, segir Helgi Gunnlaugsson. vísir/pjetur Ofbeldi í miðborginni hefur viðgengist lengi og mikilvægt er að taka ofbeldismál fastari tökum, segir Helgi Gunnlaugsson, prófessor í afbrotafræði. Tilkynnt var um alls 283 líkamsárásir í miðborg Reykjavíkur á síðasta ári, en lögreglan hefur ekki fengið eins fáar tilkynningar frá árinu 2011 þegar brotin voru 261 talsins. „Borg sem er í alþjóðlegum mælingum friðsöm, og ekki með háa brotatíðni, þá er þetta auðvitað óviðunandi og okkur ber að taka þetta alvarlega og skoða raunverulega betur veruleikann bak við þessar tölur. Hvað þarna er raunverulega að baki, hvað er það sem tengist eins og heimilisofbeldismálum og þessu almannarými eins og miðborginni og skemmtanalífinu. Þetta er eitthvað sem við þurfum að taka föstum tökum,“ segir Helgi í Reykjavík síðdegis í dag. Aðspurður segir Helgi að ofbeldið sé líklega ekki með verra móti en áður, og að jafnvel séu hlutirnir að þróast í rétta átt. Til að mynda hafi ástandið verið mjög slæmt þegar bjórinn var leyfður fyrir tæplega þremur áratugum. „Íslendingar kunnu ekki alveg að fóta sig í þessu nýja umhverfi, þessu skemmtanalífi. Milli 1990 og 2000 vorum við að fá margvísleg ofbeldisverk en mér finnst í það heila að þetta sé að færast í rétta átt, en samt er þetta ekki orðið nógu gott hjá okkur.“ Þá segir hann að allir þurfi að taka þátt í að reyna að draga úr fjölda ofbeldisbrota. „Við þurfum að minna okkur á það sífellt að taka fast á þessu; borgararnir, lögregluyfirvöld og skemmtistaðir, að bera ábyrgð hvert á öðru. Það eru margir sem þurfa að koma þarna saman. [...] Þetta er of mikið og við eigum að taka þessu alvarlega og draga úr þessum fjölda – helst að koma í veg fyrir svona mál.“ Hlusta má á viðtalið við Helga í spilaranum hér fyrir neðan. Tengdar fréttir 283 líkamsárásir í miðborg Reykjavíkur á síðasta ári Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hafa ekki borist jafn fáar tilkynningar á einu ári frá því árið 2011 þegar tilkynnt var um 261 brot. 9. mars 2017 10:59 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda Sjá meira
Ofbeldi í miðborginni hefur viðgengist lengi og mikilvægt er að taka ofbeldismál fastari tökum, segir Helgi Gunnlaugsson, prófessor í afbrotafræði. Tilkynnt var um alls 283 líkamsárásir í miðborg Reykjavíkur á síðasta ári, en lögreglan hefur ekki fengið eins fáar tilkynningar frá árinu 2011 þegar brotin voru 261 talsins. „Borg sem er í alþjóðlegum mælingum friðsöm, og ekki með háa brotatíðni, þá er þetta auðvitað óviðunandi og okkur ber að taka þetta alvarlega og skoða raunverulega betur veruleikann bak við þessar tölur. Hvað þarna er raunverulega að baki, hvað er það sem tengist eins og heimilisofbeldismálum og þessu almannarými eins og miðborginni og skemmtanalífinu. Þetta er eitthvað sem við þurfum að taka föstum tökum,“ segir Helgi í Reykjavík síðdegis í dag. Aðspurður segir Helgi að ofbeldið sé líklega ekki með verra móti en áður, og að jafnvel séu hlutirnir að þróast í rétta átt. Til að mynda hafi ástandið verið mjög slæmt þegar bjórinn var leyfður fyrir tæplega þremur áratugum. „Íslendingar kunnu ekki alveg að fóta sig í þessu nýja umhverfi, þessu skemmtanalífi. Milli 1990 og 2000 vorum við að fá margvísleg ofbeldisverk en mér finnst í það heila að þetta sé að færast í rétta átt, en samt er þetta ekki orðið nógu gott hjá okkur.“ Þá segir hann að allir þurfi að taka þátt í að reyna að draga úr fjölda ofbeldisbrota. „Við þurfum að minna okkur á það sífellt að taka fast á þessu; borgararnir, lögregluyfirvöld og skemmtistaðir, að bera ábyrgð hvert á öðru. Það eru margir sem þurfa að koma þarna saman. [...] Þetta er of mikið og við eigum að taka þessu alvarlega og draga úr þessum fjölda – helst að koma í veg fyrir svona mál.“ Hlusta má á viðtalið við Helga í spilaranum hér fyrir neðan.
Tengdar fréttir 283 líkamsárásir í miðborg Reykjavíkur á síðasta ári Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hafa ekki borist jafn fáar tilkynningar á einu ári frá því árið 2011 þegar tilkynnt var um 261 brot. 9. mars 2017 10:59 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda Sjá meira
283 líkamsárásir í miðborg Reykjavíkur á síðasta ári Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hafa ekki borist jafn fáar tilkynningar á einu ári frá því árið 2011 þegar tilkynnt var um 261 brot. 9. mars 2017 10:59