Haninn Kristján hefur ekki galað sitt síðasta Jóhann Óli Eiðsson skrifar 9. mars 2017 07:00 "Hanarnir sjá um að koma hænunum inn og hafa röð og reglu á þeim,“ segir Kristján Ingi Jónsson sem hefur ekki gefist upp. vísir/vilhelm Kristjáni Inga Jónssyni ber að fjarlægja tvo hana af lóð sinni að Syðri-Reykjum 3. Þetta er niðurstaða úrskurðarnefndar um umhverfis- og auðlindamál en með því staðfestir hún niðurstöðu heilbrigðisnefndar Mosfellsbæjar. Kristján ætlar ekki að una úrskurðinum. Málið er nú orðið um fimm ára gamalt. Kristján heldur á lóð sinni flokk landnámshænsna en fremstir í flokki fara tveir hanar. „Ef hænurnar eru einar þá verða alls konar læti á milli þeirra. Með hönunum myndast goggunarröð og hænurnar komast ekki upp með neitt,“ segir Kristján „Þetta byrjaði árið 2012,“ segir Vígmundur Pálmarsson, íbúi að Reykjarhvoli og nágranni Kristjáns. Vígmundur segir nágrannana flesta á einu máli. „Ef það er blindbylur heyrir maður lítið í fuglunum en þetta er afar hvimleitt yfir sumartímann.“ Í gegnum árin hefur verið deilt um hvort Syðri-Reykir 3 séu lögbýli eður ei þar sem samþykkt um hænsnahald í Mosfellsbæ gildir ekki um lögbýli. Hús Kristjáns er í deiliskipulagi auðkennt sem Syðri-Reykir 3 en í fasteignaskrá Þjóðskrár er það tilgreint sem Reykjahvoll 5. Árið 1991 voru lóðir skildar frá jörð Syðri-Reykja 2 og er hin umdeilda spilda ein þeirra. Var það niðurstaða Þjóðskrár og úrskurðarnefndarinnar að Syðri-Reykir 3 hefðu orðið að Reykjahvoli 5 og dottið út af lögbýlaskrá. Því væru hanarnir í órétti. „Fyrir það fyrsta þá er Reykjahvoll sunnan við Varmá. Ég bý norðan við Varmá,“ segir Kristján. „Til að koma mér út af lögbýlaskrá hafa menn reynt að breyta heimilisfanginu, endurnefna lóðina og breyta lóðanúmerinu. En þegar þeir senda mér bréf þá eru þau stíluð á Syðri-Reyki 3.“ Kristján segir fuglana hafa það mjög gott. Það sé rúmt um þá í kofanum sínum og þeir fái að fara út löngum stundum yfir sumartímann. Hins vegar sé búið að setja út á aðstöðu þeirra. „Það er svolítið skondið því það er sami dýraeftirlitsmaður og hélt hlífiskildi yfir Brúneggjamönnum,“ segir Kristján. Hann stefnir á að kæra úrskurð nefndarinnar. Hann hafi alla pappíra sem sýni að niðurstaðan hvaðvarðar lögbýlaskráninguna sé röng. „2017 er ár hanans, ég fæddist eldhani á ári hanans þannig að ég fer í hanaslaginn,“ segir Kristján. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Nágrannadeilur Mosfellsbær Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fannst heill á húfi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Fleiri fréttir Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Sjá meira
Kristjáni Inga Jónssyni ber að fjarlægja tvo hana af lóð sinni að Syðri-Reykjum 3. Þetta er niðurstaða úrskurðarnefndar um umhverfis- og auðlindamál en með því staðfestir hún niðurstöðu heilbrigðisnefndar Mosfellsbæjar. Kristján ætlar ekki að una úrskurðinum. Málið er nú orðið um fimm ára gamalt. Kristján heldur á lóð sinni flokk landnámshænsna en fremstir í flokki fara tveir hanar. „Ef hænurnar eru einar þá verða alls konar læti á milli þeirra. Með hönunum myndast goggunarröð og hænurnar komast ekki upp með neitt,“ segir Kristján „Þetta byrjaði árið 2012,“ segir Vígmundur Pálmarsson, íbúi að Reykjarhvoli og nágranni Kristjáns. Vígmundur segir nágrannana flesta á einu máli. „Ef það er blindbylur heyrir maður lítið í fuglunum en þetta er afar hvimleitt yfir sumartímann.“ Í gegnum árin hefur verið deilt um hvort Syðri-Reykir 3 séu lögbýli eður ei þar sem samþykkt um hænsnahald í Mosfellsbæ gildir ekki um lögbýli. Hús Kristjáns er í deiliskipulagi auðkennt sem Syðri-Reykir 3 en í fasteignaskrá Þjóðskrár er það tilgreint sem Reykjahvoll 5. Árið 1991 voru lóðir skildar frá jörð Syðri-Reykja 2 og er hin umdeilda spilda ein þeirra. Var það niðurstaða Þjóðskrár og úrskurðarnefndarinnar að Syðri-Reykir 3 hefðu orðið að Reykjahvoli 5 og dottið út af lögbýlaskrá. Því væru hanarnir í órétti. „Fyrir það fyrsta þá er Reykjahvoll sunnan við Varmá. Ég bý norðan við Varmá,“ segir Kristján. „Til að koma mér út af lögbýlaskrá hafa menn reynt að breyta heimilisfanginu, endurnefna lóðina og breyta lóðanúmerinu. En þegar þeir senda mér bréf þá eru þau stíluð á Syðri-Reyki 3.“ Kristján segir fuglana hafa það mjög gott. Það sé rúmt um þá í kofanum sínum og þeir fái að fara út löngum stundum yfir sumartímann. Hins vegar sé búið að setja út á aðstöðu þeirra. „Það er svolítið skondið því það er sami dýraeftirlitsmaður og hélt hlífiskildi yfir Brúneggjamönnum,“ segir Kristján. Hann stefnir á að kæra úrskurð nefndarinnar. Hann hafi alla pappíra sem sýni að niðurstaðan hvaðvarðar lögbýlaskráninguna sé röng. „2017 er ár hanans, ég fæddist eldhani á ári hanans þannig að ég fer í hanaslaginn,“ segir Kristján. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Nágrannadeilur Mosfellsbær Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fannst heill á húfi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Fleiri fréttir Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Sjá meira