Þingmenn sammála um úrbætur í refsiúrræðum og betrun fanga Heimir Már Pétursson skrifar 7. mars 2017 18:30 Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra sagði betrun besta úrræðið til að draga úr endurkomu og ítrekun brota. vísir/ernir Dómsmálaráðherra segir að notkun annarra úrræða en fangavistar hafi aukist við fullnustu refsinga á Íslandi. Þá þurfi að huga sérstaklega að meðhöndlun geðsjúkra fanga en hún sé enn sem komið er bágborin. Þingmenn voru flestir sammála um að auka þyrfti þátt betrunar í refsingum á Íslandi og minnka þátt beinnar fangavistar. En Birgitta Jónsdóttir hóf sérumræðu um málefni fanga á Alþingi í dag og sagðist vona að núverandi dómsmálaráðherra héldi áfram á braut úrbóta sem fyrrverandi ráðherra hafi byrjað á í málaflokknum. „Það er nauðsynlegt að við færum okkur úr hugarfari refsarans yfir í mannúðlegri úrræði fyrir fólk sem vill bæta sig og nýta frelsissviptinguna til að byrja upp á nýtt. Því miður er það svo að fá úrræði eru í boði bæði við afplánun en þó sér í lagi þegar afplánun lýkur. Allt of algengt er að fólk lendi beint í sama mynstri eftir að það hefur lokið afplánun,“ sagði Birgitta. Nefndi Birgitta dæmi um mismunandi stöðu kvenna og karla í refsikerfinu bæði hvað varðaði refsiúrræði, vinnu og menntun innan fangelsis og eftirfylgni að fangelsisvist lokinni. Þá skorti mikið á sálfræðiþjónustu við fanga, þar sem aðeins tveir sálfræðingar sinntu landinu öllu og hún hefði heimildir fyrir að engin slík þjónusta væri í boði í fangelsinu á Akureyri. „Nú síðast í dag lést fangi vegna tilraunar til sjálfsvígs í fangelsinu á Akureyri. Ég vona með sanni að það sé tilefni til að tryggja föngum þar áfallahjálp af einhverju tagi og sálfræðiaðstoð,“ sagði Birgitta. Það hljóti allir að vera sammála um að sjúkt fólk eigi ekki að vista í fangelsum. Ríkisendurskoðun hafi bent á að tryggja þyrfti föngum nauðsynlega heilbrigðisþjónustu, mæta þörfum þeirra með viðeigandi greiningu og meðferð, þar með talið á geðdeild og móta heildarstefnu varðandi geðsjúka, fatlaða og aldraðra dómþola. Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra sagði betrun besta úrræðið til að draga úr endurkomu og ítrekun brota. Endurkomum hafi fækkað í fangelsum á Íslandi og betrun hafi verið staðfest sem markmið með fangelsisvist og refsingum. Almennt hafi vistun utan fangelsa aukist ásamt rafrænu eftirliti og samfélagsþjónustu. „Allt að einu, þá stendur yfir vinna við gerð fullnustuáætlunar sem vonast er til að ljúki á næstu vikum. Í öllu falli verður fullnustuáætlun kynnt hér á þessu ári,“ sagði dómsmálaráðherra. Þar verði sérstaklega hugað að geðsjúkum refsiþolum. „Og það er alveg rétt sem hér hefur komið fram að staða geðsjúkra fanga eða þeirra sem þurfa á þjónustu geðlækna eða sálfræðinga að halda, hún hefur og er enn þá bágborin. Það verður alveg að segjast eins og er. Í fangelsum, kannski, með sambærilegum hætti og hún er utan fangelsanna líka,“ sagði Sigríður Á. Andersen. Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Sjá meira
Dómsmálaráðherra segir að notkun annarra úrræða en fangavistar hafi aukist við fullnustu refsinga á Íslandi. Þá þurfi að huga sérstaklega að meðhöndlun geðsjúkra fanga en hún sé enn sem komið er bágborin. Þingmenn voru flestir sammála um að auka þyrfti þátt betrunar í refsingum á Íslandi og minnka þátt beinnar fangavistar. En Birgitta Jónsdóttir hóf sérumræðu um málefni fanga á Alþingi í dag og sagðist vona að núverandi dómsmálaráðherra héldi áfram á braut úrbóta sem fyrrverandi ráðherra hafi byrjað á í málaflokknum. „Það er nauðsynlegt að við færum okkur úr hugarfari refsarans yfir í mannúðlegri úrræði fyrir fólk sem vill bæta sig og nýta frelsissviptinguna til að byrja upp á nýtt. Því miður er það svo að fá úrræði eru í boði bæði við afplánun en þó sér í lagi þegar afplánun lýkur. Allt of algengt er að fólk lendi beint í sama mynstri eftir að það hefur lokið afplánun,“ sagði Birgitta. Nefndi Birgitta dæmi um mismunandi stöðu kvenna og karla í refsikerfinu bæði hvað varðaði refsiúrræði, vinnu og menntun innan fangelsis og eftirfylgni að fangelsisvist lokinni. Þá skorti mikið á sálfræðiþjónustu við fanga, þar sem aðeins tveir sálfræðingar sinntu landinu öllu og hún hefði heimildir fyrir að engin slík þjónusta væri í boði í fangelsinu á Akureyri. „Nú síðast í dag lést fangi vegna tilraunar til sjálfsvígs í fangelsinu á Akureyri. Ég vona með sanni að það sé tilefni til að tryggja föngum þar áfallahjálp af einhverju tagi og sálfræðiaðstoð,“ sagði Birgitta. Það hljóti allir að vera sammála um að sjúkt fólk eigi ekki að vista í fangelsum. Ríkisendurskoðun hafi bent á að tryggja þyrfti föngum nauðsynlega heilbrigðisþjónustu, mæta þörfum þeirra með viðeigandi greiningu og meðferð, þar með talið á geðdeild og móta heildarstefnu varðandi geðsjúka, fatlaða og aldraðra dómþola. Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra sagði betrun besta úrræðið til að draga úr endurkomu og ítrekun brota. Endurkomum hafi fækkað í fangelsum á Íslandi og betrun hafi verið staðfest sem markmið með fangelsisvist og refsingum. Almennt hafi vistun utan fangelsa aukist ásamt rafrænu eftirliti og samfélagsþjónustu. „Allt að einu, þá stendur yfir vinna við gerð fullnustuáætlunar sem vonast er til að ljúki á næstu vikum. Í öllu falli verður fullnustuáætlun kynnt hér á þessu ári,“ sagði dómsmálaráðherra. Þar verði sérstaklega hugað að geðsjúkum refsiþolum. „Og það er alveg rétt sem hér hefur komið fram að staða geðsjúkra fanga eða þeirra sem þurfa á þjónustu geðlækna eða sálfræðinga að halda, hún hefur og er enn þá bágborin. Það verður alveg að segjast eins og er. Í fangelsum, kannski, með sambærilegum hætti og hún er utan fangelsanna líka,“ sagði Sigríður Á. Andersen.
Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Sjá meira