Hjarðhegðun Óttar Guðmundsson skrifar 4. mars 2017 07:00 Uppljóstranir um meðferð sakborninga í svokölluðu Guðmundar- og Geirfinnsmáli sýna verulegar brotalamir í réttarkerfi landsins. Þegar búið var að handtaka þetta unga fólk virtust menn sannfærðir um sekt þess. Allir lögðust á eitt til að fá fram játningu, dómarar, lögmenn, lögreglumenn, fangaverðir og aðrir sem komu að málinu. Mannréttindi voru fótum troðin í þessu þverfaglega átaki að ljúka málinu sem fyrst. Almenningur, stjórnmálamenn og fjölmiðlar fylgdust með og hvöttu rannsakendur til dáða. Lýsingar á meðferðinni á Sævari Ciesielski gætu verið teknar úr frásögnum frá Abu Ghraib fangelsinu í Írak eða Guantanamo. Menn lögðu sig fram við að niðurlægja hann á alla lund. Honum var haldið vakandi svo dögum skipti. Ljósin voru aldrei slökkt í klefanum. Hann var leiddur í fót- og handjárnum á salernið. Sömu menn yfirheyrðu sakborningana og dæmdu þá síðan í áframhaldandi varðhald. Sævar sat 615 daga í einangrun. Hann var yfirheyrður ótal sinnum án verjanda síns. Þetta er siðleysi sem tíðkast helst í einræðisríkjum. Hvernig gat þetta gerst á litla Íslandi þar sem allir eru sjálfumglaðir sveitamenn inn við beinið? Hvernig var hægt að beita þessi ungmenni slíku andlegu og líkamlegu ofbeldi? Svarið felst í hjarðhegðun í réttarkerfinu þar sem allir voru sammála um réttmæti gjörða sinna. Tilgangurinn helgar meðalið. Þjóðin var sömuleiðis sannfærð um sekt fanganna. Enginn tók mark á þeirri staðhæfingu að játningarnar byggðu á skipulögðum pyntingum. Þetta voru jú engir „kórdrengir sóttir í fermingarveislu“. Þetta mál sýnir að í okkur flestum býr fól sem blómstrar í samfélagi þar sem allir eru sammála um réttmæti heimsmyndar sinnar hversu skökk og skæld sem hún annars er.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óttar Guðmundsson Mest lesið Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun
Uppljóstranir um meðferð sakborninga í svokölluðu Guðmundar- og Geirfinnsmáli sýna verulegar brotalamir í réttarkerfi landsins. Þegar búið var að handtaka þetta unga fólk virtust menn sannfærðir um sekt þess. Allir lögðust á eitt til að fá fram játningu, dómarar, lögmenn, lögreglumenn, fangaverðir og aðrir sem komu að málinu. Mannréttindi voru fótum troðin í þessu þverfaglega átaki að ljúka málinu sem fyrst. Almenningur, stjórnmálamenn og fjölmiðlar fylgdust með og hvöttu rannsakendur til dáða. Lýsingar á meðferðinni á Sævari Ciesielski gætu verið teknar úr frásögnum frá Abu Ghraib fangelsinu í Írak eða Guantanamo. Menn lögðu sig fram við að niðurlægja hann á alla lund. Honum var haldið vakandi svo dögum skipti. Ljósin voru aldrei slökkt í klefanum. Hann var leiddur í fót- og handjárnum á salernið. Sömu menn yfirheyrðu sakborningana og dæmdu þá síðan í áframhaldandi varðhald. Sævar sat 615 daga í einangrun. Hann var yfirheyrður ótal sinnum án verjanda síns. Þetta er siðleysi sem tíðkast helst í einræðisríkjum. Hvernig gat þetta gerst á litla Íslandi þar sem allir eru sjálfumglaðir sveitamenn inn við beinið? Hvernig var hægt að beita þessi ungmenni slíku andlegu og líkamlegu ofbeldi? Svarið felst í hjarðhegðun í réttarkerfinu þar sem allir voru sammála um réttmæti gjörða sinna. Tilgangurinn helgar meðalið. Þjóðin var sömuleiðis sannfærð um sekt fanganna. Enginn tók mark á þeirri staðhæfingu að játningarnar byggðu á skipulögðum pyntingum. Þetta voru jú engir „kórdrengir sóttir í fermingarveislu“. Þetta mál sýnir að í okkur flestum býr fól sem blómstrar í samfélagi þar sem allir eru sammála um réttmæti heimsmyndar sinnar hversu skökk og skæld sem hún annars er.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun