Skotsilfur Markaðarins: Lokun Topshop og vendingar hjá GAMMA RITSTJÓRN MARKAÐARINS skrifar 3. mars 2017 14:00 Leitað var til Kristínar Pétursdóttur, stjórnarformanns verðbréfafyrirtækisins Virðingar, og hún beðin um að bjóða sig fram í stjórn Icelandair Group. Af því varð ekki eins og mátti sjá í tilkynningu flugfélagsins til Kauphallar Íslands síðastliðið sunnudagskvöld þar sem kom fram að sex frambjóðendur verða í framboði á aðalfundi félagsins á föstudag. Fastlega er búist við að þeir Georg Lúðvíksson, stofnandi Meniga, og Ómar Benediktsson, forstjóri Farice, verði kjörnir í stjórn Icelandair og taki þar með sæti Sigurðar Helgasonar, fráfarandi stjórnarformanns, og Magnúsar Magnússonar, en þeir ákváðu að sækjast ekki eftir endurkjöri.Finnur Árnason, forstjóri Haga.Kom á óvart Það kom mörgum á óvart þegar Finnur Árnason, forstjóri Haga, staðfesti við Vísi að verslunarrisinn hefði ákveðið að loka Topshop á Íslandi. Samkvæmt upplýsingum Markaðarins kom ákvörðunin stjórnendum og eigendum Kringlunnar og Smáralindar í opna skjöldu. Fréttu þeir af ákvörðun Haga daginn áður en fréttin birtist eða um svipað leyti og fyrirtækið tilkynnti starfsfólki Topshop um lokunina. Finnur sagði í samtali við Vísi að stutt væri eftir af leigusamningum um verslunarrými tískubúðarinnar og því hefði verið tekin ákvörðun um að framlengja ekki. Heimildir Markaðarins herma að ekki sé búið að ráðstafa plássunum tveimur.Vendingar hjá GAMMA Tilkynnt var um það í vikunni að Gísli Hauksson, annar af stofnendum fjármálafyrirtækisins GAMMA, hefði ákveðið að láta af starfi forstjóra auk þess sem gerðar yrðu aðrar breytingar á skipuriti félagsins. Gísli mun taka við sem stjórnarformaður GAMMA, en hann á um 31 prósents hlut í félaginu, og Valdimar Ármann verður eftirmaður Gísla. Samhliða þessum breytingum var greint frá því að Lýður Þorgeirsson, sem á 4 prósent í GAMMA og hefur verið framkvæmdastjóri sérhæfðra fjárfestinga, hefði látið af störfum. Við starfi Lýðs tekur Ingvi Hrafn Óskarsson.Skotsilfrið er óvægin innsýn inn í bakherbergi viðskipta og atvinnulífs á landinu. Pistillinn birtist í Markaðnum í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Skotsilfur Mest lesið Skapa íslenska sundstemningu í New York Viðskipti erlent Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Viðskipti innlent Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Viðskipti erlent Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Viðskipti innlent Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Sjá meira
Leitað var til Kristínar Pétursdóttur, stjórnarformanns verðbréfafyrirtækisins Virðingar, og hún beðin um að bjóða sig fram í stjórn Icelandair Group. Af því varð ekki eins og mátti sjá í tilkynningu flugfélagsins til Kauphallar Íslands síðastliðið sunnudagskvöld þar sem kom fram að sex frambjóðendur verða í framboði á aðalfundi félagsins á föstudag. Fastlega er búist við að þeir Georg Lúðvíksson, stofnandi Meniga, og Ómar Benediktsson, forstjóri Farice, verði kjörnir í stjórn Icelandair og taki þar með sæti Sigurðar Helgasonar, fráfarandi stjórnarformanns, og Magnúsar Magnússonar, en þeir ákváðu að sækjast ekki eftir endurkjöri.Finnur Árnason, forstjóri Haga.Kom á óvart Það kom mörgum á óvart þegar Finnur Árnason, forstjóri Haga, staðfesti við Vísi að verslunarrisinn hefði ákveðið að loka Topshop á Íslandi. Samkvæmt upplýsingum Markaðarins kom ákvörðunin stjórnendum og eigendum Kringlunnar og Smáralindar í opna skjöldu. Fréttu þeir af ákvörðun Haga daginn áður en fréttin birtist eða um svipað leyti og fyrirtækið tilkynnti starfsfólki Topshop um lokunina. Finnur sagði í samtali við Vísi að stutt væri eftir af leigusamningum um verslunarrými tískubúðarinnar og því hefði verið tekin ákvörðun um að framlengja ekki. Heimildir Markaðarins herma að ekki sé búið að ráðstafa plássunum tveimur.Vendingar hjá GAMMA Tilkynnt var um það í vikunni að Gísli Hauksson, annar af stofnendum fjármálafyrirtækisins GAMMA, hefði ákveðið að láta af starfi forstjóra auk þess sem gerðar yrðu aðrar breytingar á skipuriti félagsins. Gísli mun taka við sem stjórnarformaður GAMMA, en hann á um 31 prósents hlut í félaginu, og Valdimar Ármann verður eftirmaður Gísla. Samhliða þessum breytingum var greint frá því að Lýður Þorgeirsson, sem á 4 prósent í GAMMA og hefur verið framkvæmdastjóri sérhæfðra fjárfestinga, hefði látið af störfum. Við starfi Lýðs tekur Ingvi Hrafn Óskarsson.Skotsilfrið er óvægin innsýn inn í bakherbergi viðskipta og atvinnulífs á landinu. Pistillinn birtist í Markaðnum í Fréttablaðinu á miðvikudögum.
Skotsilfur Mest lesið Skapa íslenska sundstemningu í New York Viðskipti erlent Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Viðskipti innlent Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Viðskipti erlent Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Viðskipti innlent Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Sjá meira