Telja líklegt að fuglaflensa berist hingað til lands Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 2. mars 2017 11:56 Matvælastofnun telur töluverðar líkur á að fuglaflensuveiran berist hingað til lands með farfuglum. Alvarlegt afbrigði fuglaflensu hefur greinst víða um Evrópu en það hefur verið að breiðast hratt út um þessar mundir. Þetta kemur fram í tilkynningu frá MAST en þar kemur fram að ekki sé vitað til þess að fólk hafi veikst af völdum þess afbrigðis sem mest hætta er á að berist til landsins nú. Þar segir jafnframt að veiran sé af gerðinni H5N8 sem hafi greinst í villtum fuglum og alifuglum, meðal annars á þeim slóðum sem íslenskir farfuglar halda sig á að vetri til. Starfshópur, sem skipar sérfræðinga MAST, Háskóla Íslands, tilraunastöðvar HÍ að Keldum og sóttvarnarlæknis, álítur að töluverðar líkur séu á að þetta alvarlega afbrigði fuglaflensuveirunnar berist með farfuglum, sem senn fara að streyma til landsins. Viðbúnaðarstig vegna fuglaflensu hefur verið hækkað á stig tvö af þremur mögulegum. Stig eitt er alltaf í gildi en viðbúnaður er hækkaður á stig tvö þegar aukin hætta er á að alvarlegt afbrigði fuglaflensuveiru berist til landsins. Ef fuglaflensa greinist í alifuglum hér á landi fer viðbúnaður á stig þrjú.Hvetja fólk til að tilkynna um fund á dauðum fuglum MAST hvetur fólk í tilkynningu sinni að tilkynna um fund á dauðum fuglum í gegnum heimasíðu stofnunarinnar, en starfshópurinn vinnur nú að undirbúningi fyrir sýnatökur og rannsóknir á villtum fuglum. Tekin verða sýni úr fuglum á ákveðnum stöðum á landinu, meðal annars í tengslum við aðrar rannsóknir sem í gangi eru en jafnframt úr fuglum sem finnast dauðir og orsök dauða er ekki augljós. „Ef smit er svo einhverju nemur í villtum fuglum er hætta á að það berist í fugla sem haldnir eru utandyra. En draga má úr smithættu, t.d. með því að hafa fuglana í girðingum undir þaki, en minnst hætta er að sjálfsögðu á smiti ef fuglarnir eru hafðir innandyra og góðar smitvarnir viðhafðar við umgengni um fuglahúsin, sér í lagi fóður og vatn,“ segir í tilkynningunni. Stofnunin mun á næstunni, að öllu óbreyttu, leggja til við ráðherra að fyrirskipaðar verði auknar smitvarnir og fleiri varúðarráðstafanir, samanber viðbúnaðarstig tvö, og eru fuglaeigendur hvattir til að huga að ráðstöfunum hvað þetta varðar. Þessi faraldur er nokkuð frábrugðinn þeim sem geisaði í Evrópu á árunum 2006-2008 að því leyti að nú er veiran útbreiddari í villtum fuglum og þeir virðast vera helsta smitleið í alifugla. Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
Matvælastofnun telur töluverðar líkur á að fuglaflensuveiran berist hingað til lands með farfuglum. Alvarlegt afbrigði fuglaflensu hefur greinst víða um Evrópu en það hefur verið að breiðast hratt út um þessar mundir. Þetta kemur fram í tilkynningu frá MAST en þar kemur fram að ekki sé vitað til þess að fólk hafi veikst af völdum þess afbrigðis sem mest hætta er á að berist til landsins nú. Þar segir jafnframt að veiran sé af gerðinni H5N8 sem hafi greinst í villtum fuglum og alifuglum, meðal annars á þeim slóðum sem íslenskir farfuglar halda sig á að vetri til. Starfshópur, sem skipar sérfræðinga MAST, Háskóla Íslands, tilraunastöðvar HÍ að Keldum og sóttvarnarlæknis, álítur að töluverðar líkur séu á að þetta alvarlega afbrigði fuglaflensuveirunnar berist með farfuglum, sem senn fara að streyma til landsins. Viðbúnaðarstig vegna fuglaflensu hefur verið hækkað á stig tvö af þremur mögulegum. Stig eitt er alltaf í gildi en viðbúnaður er hækkaður á stig tvö þegar aukin hætta er á að alvarlegt afbrigði fuglaflensuveiru berist til landsins. Ef fuglaflensa greinist í alifuglum hér á landi fer viðbúnaður á stig þrjú.Hvetja fólk til að tilkynna um fund á dauðum fuglum MAST hvetur fólk í tilkynningu sinni að tilkynna um fund á dauðum fuglum í gegnum heimasíðu stofnunarinnar, en starfshópurinn vinnur nú að undirbúningi fyrir sýnatökur og rannsóknir á villtum fuglum. Tekin verða sýni úr fuglum á ákveðnum stöðum á landinu, meðal annars í tengslum við aðrar rannsóknir sem í gangi eru en jafnframt úr fuglum sem finnast dauðir og orsök dauða er ekki augljós. „Ef smit er svo einhverju nemur í villtum fuglum er hætta á að það berist í fugla sem haldnir eru utandyra. En draga má úr smithættu, t.d. með því að hafa fuglana í girðingum undir þaki, en minnst hætta er að sjálfsögðu á smiti ef fuglarnir eru hafðir innandyra og góðar smitvarnir viðhafðar við umgengni um fuglahúsin, sér í lagi fóður og vatn,“ segir í tilkynningunni. Stofnunin mun á næstunni, að öllu óbreyttu, leggja til við ráðherra að fyrirskipaðar verði auknar smitvarnir og fleiri varúðarráðstafanir, samanber viðbúnaðarstig tvö, og eru fuglaeigendur hvattir til að huga að ráðstöfunum hvað þetta varðar. Þessi faraldur er nokkuð frábrugðinn þeim sem geisaði í Evrópu á árunum 2006-2008 að því leyti að nú er veiran útbreiddari í villtum fuglum og þeir virðast vera helsta smitleið í alifugla.
Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira