Casey Affleck tjáir sig um ásakanir um kynferðislega áreitni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 1. mars 2017 15:45 Casey Affleck á Óskarsverðlaununum um helgina. vísir/getty Leikarinn Casey Affleck sem vann verðlaun fyrir besta leikinn í karlhlutverki á Óskarsverðlaununum á sunnudag tjáði sig í vikunni við bandaríska dagblaðið Boston Globe um ásakanir tveggja kvenna á hendur honum en árið 2010 sögðu þær Affleck hafa áreitt sig kynferðislega þegar þær unnu við myndina I‘m Still Here.Vísir fjallaði ítarlega um málið í morgun. Í haust, og nú aftur í kjölfar Óskarsverðlaunanna, hafa ýmsir fjölmiðlar vestanhafs rifjað ásakanir kvennanna upp en þær kærðu Affleck á sínum tíma fyrir áreitnina. Málið kom þó aldrei til kasta dómstóla þar sem leikarinn samdi við konurnar utan dómsalsins. Í upptaktinum fyrir Óskarsverðlaunin vildi Affleck lítið tjá sig um ásakanirnar en nú, eftir að hann hefur hreppt styttuna eftirsóttu, segir hann að öllum aðilum sé bannað að tjá sig um málið samkvæmt samkomulaginu sem gert var. Margir hafa lýst yfir óánægju sinni á samfélagsmiðlum með að hann skuli hafa hlotið verðlaunin en Affleck segir að enginn af þessu fólki sem sé svona ósátt við hann viti hvað gerðist í raun og veru. „Ég trúi því að öll ill meðferð á fólki, sama hvers vegna hún er, sé óásættanleg og viðbjóðsleg, og að allir eigi skilið að það sé komið fram við þá af virðingu á vinnustaðnum og rauninni hvar sem er. Það er ekki mikið sem ég get gert í þessu annað en að lifa mínu lífi eins og ég veit að ég lifi því og að segja frá mínum gildum og reyna að lifa eftir þeim.“ Tengdar fréttir Umdeildur Óskarsverðlaunahafi sakaður um kynferðislega áreitni gegn samstarfskonum Leikarinn Casey Affleck hlaut á sunnudaginn Óskarsverðlaunin fyrir besta leik í aðalhlutverki karla fyrir frammistöðu sína í myndinni Manchester by the Sea eftir Kenneth Lonergan. Það er hins vegar langt frá því óumdeilt að Affleck skuli hafi hlotið náð fyrir augum Óskarsakademíunnar. 1. mars 2017 09:00 Jimmy Kimmel lét Trump heyra það í opnunarræðu Óskarsins Þakkaði meðal annars forsetanum fyrir þegar hann spurði viðstadda hvort þeir myndu eftir því að í fyrra hefðu Óskarsverðlaunin verið talin lituð af kynþáttahatri. 27. febrúar 2017 07:41 Óskarinn 2017: Moonlight sigraði að lokum Það var mikið um dýrðir í Hollywood í nótt þegar Óskarsverðlaun bandarísku kvikmynda akademíunnar voru afhent í 89. sinn. 27. febrúar 2017 05:16 Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fleiri fréttir Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Leikarinn Casey Affleck sem vann verðlaun fyrir besta leikinn í karlhlutverki á Óskarsverðlaununum á sunnudag tjáði sig í vikunni við bandaríska dagblaðið Boston Globe um ásakanir tveggja kvenna á hendur honum en árið 2010 sögðu þær Affleck hafa áreitt sig kynferðislega þegar þær unnu við myndina I‘m Still Here.Vísir fjallaði ítarlega um málið í morgun. Í haust, og nú aftur í kjölfar Óskarsverðlaunanna, hafa ýmsir fjölmiðlar vestanhafs rifjað ásakanir kvennanna upp en þær kærðu Affleck á sínum tíma fyrir áreitnina. Málið kom þó aldrei til kasta dómstóla þar sem leikarinn samdi við konurnar utan dómsalsins. Í upptaktinum fyrir Óskarsverðlaunin vildi Affleck lítið tjá sig um ásakanirnar en nú, eftir að hann hefur hreppt styttuna eftirsóttu, segir hann að öllum aðilum sé bannað að tjá sig um málið samkvæmt samkomulaginu sem gert var. Margir hafa lýst yfir óánægju sinni á samfélagsmiðlum með að hann skuli hafa hlotið verðlaunin en Affleck segir að enginn af þessu fólki sem sé svona ósátt við hann viti hvað gerðist í raun og veru. „Ég trúi því að öll ill meðferð á fólki, sama hvers vegna hún er, sé óásættanleg og viðbjóðsleg, og að allir eigi skilið að það sé komið fram við þá af virðingu á vinnustaðnum og rauninni hvar sem er. Það er ekki mikið sem ég get gert í þessu annað en að lifa mínu lífi eins og ég veit að ég lifi því og að segja frá mínum gildum og reyna að lifa eftir þeim.“
Tengdar fréttir Umdeildur Óskarsverðlaunahafi sakaður um kynferðislega áreitni gegn samstarfskonum Leikarinn Casey Affleck hlaut á sunnudaginn Óskarsverðlaunin fyrir besta leik í aðalhlutverki karla fyrir frammistöðu sína í myndinni Manchester by the Sea eftir Kenneth Lonergan. Það er hins vegar langt frá því óumdeilt að Affleck skuli hafi hlotið náð fyrir augum Óskarsakademíunnar. 1. mars 2017 09:00 Jimmy Kimmel lét Trump heyra það í opnunarræðu Óskarsins Þakkaði meðal annars forsetanum fyrir þegar hann spurði viðstadda hvort þeir myndu eftir því að í fyrra hefðu Óskarsverðlaunin verið talin lituð af kynþáttahatri. 27. febrúar 2017 07:41 Óskarinn 2017: Moonlight sigraði að lokum Það var mikið um dýrðir í Hollywood í nótt þegar Óskarsverðlaun bandarísku kvikmynda akademíunnar voru afhent í 89. sinn. 27. febrúar 2017 05:16 Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fleiri fréttir Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Umdeildur Óskarsverðlaunahafi sakaður um kynferðislega áreitni gegn samstarfskonum Leikarinn Casey Affleck hlaut á sunnudaginn Óskarsverðlaunin fyrir besta leik í aðalhlutverki karla fyrir frammistöðu sína í myndinni Manchester by the Sea eftir Kenneth Lonergan. Það er hins vegar langt frá því óumdeilt að Affleck skuli hafi hlotið náð fyrir augum Óskarsakademíunnar. 1. mars 2017 09:00
Jimmy Kimmel lét Trump heyra það í opnunarræðu Óskarsins Þakkaði meðal annars forsetanum fyrir þegar hann spurði viðstadda hvort þeir myndu eftir því að í fyrra hefðu Óskarsverðlaunin verið talin lituð af kynþáttahatri. 27. febrúar 2017 07:41
Óskarinn 2017: Moonlight sigraði að lokum Það var mikið um dýrðir í Hollywood í nótt þegar Óskarsverðlaun bandarísku kvikmynda akademíunnar voru afhent í 89. sinn. 27. febrúar 2017 05:16