Kvartar formlega vegna mistaka í Söngvakeppninni: „Fólk áttar sig kannski ekki á því af hverju frammistaða mín var svo kraftlaus“ Birgir Olgeirsson skrifar 1. mars 2017 12:58 Hildur Kristín Stefánsdóttir flytur hér lagið Bammbaramm á fyrra undankvöldi Söngvakeppni Sjónvarpsins í Háskólabíói síðastliðið laugardagskvöld. RÚV Tónlistarkonan Hildur Kristín Stefánsdóttir hefur kvartað formlega vegna hljóðblöndunar á lagi hennar Bammbaramm á fyrra undankvöldi Söngvakeppni Sjónvarpsins síðastliðið laugardagskvöld. Greint var frá því á vef Nútímans fyrr í dag að Hildur væri að íhuga að kvarta formlega en nú hefur hún sent Ríkisútvarpinu skriflega kvörtun vegna málsins. Það sem kemur efnislega fram í kvörtun Hildar Kristínar er að hún sé afar ósátt við hljóðblöndunina á laginu eins og það birtist í sjónvarpsútsendingu.„Undirspilið var of lágt og það kom niður á því hvernig fólk heyrði lagið upplifði. Ef popplag er mjög lágt þá er það aldrei mjög grípandi sérstaklega ef það á að vera kraftmikið en er kraftlaust í útsendingu. Þá er fólk ekki mikið að fara að kjósa það,“ segir Hildur Kristín en lag hennar var ekki eitt af þremur sem komust upp úr fyrra undankvöldinu. „Fólk áttar sig kannski ekki á því af hverju frammistaða mín var svo kraftlaus. Ég bar hljóðblöndunina á laginu mínu saman við þau lög sem voru flutt síðar á undankvöldinu. Það var töluvert hærra í undirspilinu. Ég vil meina að það hafi haft áhrif á mína frammistöðu,“ segir Hildur.Í gær var greint frá því að flytjendur lagsins Heim til þín væru einnig afar ósáttir við hljóðblöndunina á þeirra lagi. Sögðu þeir að hljóðblöndunin hefði verið þannig að það heyrðist hærra í öðrum af tveimur aðalsöngvurunum og þá heyrðist lítið sem ekkert í bakraddasöngvurunum. Líkt og Bammbaramm var Heim til þín ekki eitt af þeim þremur lögum sem komust áfram.Eitt þeirra þriggja laga sem komst áfram var lagið Til mín, sem Arnar Jónsson og Rakel Pálsdóttir fluttu. Arnar sagði hljóðblöndunina einnig hafa verið slæma í þeirra atriði, en alls ekki eins slæma og í Heim til þín.Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri Sjónvarpsins, sagði við Vísi í gær að ýmislegt geti gerst í beinni útsendingu og að hljóðblöndunarvandamál við slíkar aðstæður séu ekki bundin við Ísland, og tók dæmi utan úr heimi. Hann sagði keppendur Söngvakeppninnar fá að koma með ábendingar um hljóðblöndun á æfingum fyrir keppnina og þá sé RÚV einnig með tónlistarstjóra sem sé öllum keppendum innan handar. Hann tók einnig fram að flestir keppendur séu með sérfræðinga með sér til að baktryggja að verið sé að uppfylla þær kröfur sem þeir gera.Skrýtið að keppendur þurfi að standa vörð Hildur Kristín var með einn slíkan, Loga Pedro Stefánsson. Hann mætti með henni á rennsli fyrir keppnina síðastliðið laugardagskvöld og kom með fjölda ábendinga sem Hildur segir að ekki hafi verið farið eftir. Logi hafi ekki verið til taks um kvöldið þegar keppnina fór fram því hann var staddur á Akureyri.Hildur Kristín Stefánsdóttir tónlistarkona.Vísir/Stefán„Það er mjög pirrandi að ekki hafi verið farið eftir ábendingum hans því við í rauninni reyndum að gera allt sem við gátum til að þetta myndi hljóma vel því því var ekki framfylgt. Það er skrýtið að við sem keppendur þurfum að standa vörð um það að þessu sé ekki klúðrað,“ segir Hildur. Hún segist ekki hafa fengið skýringar á því hvers vegna var svo lágt í hennar undirspili. Hún segir stöðu sína erfiða því að hún vilji ekki að það lýti þannig út að hún sé að kenna einhverjum öðrum um að hafa ekki komist áfram. „En ég held að þetta eigi klárlega hlut í því.“ Hildur segist hafa orðið stressuð fyrir keppnina þegar hún komst að því að hún yrði fyrst á svið því þá séu mestu líkurnar á því að hljóðið klikki. „Ég var búin að sjá fyrir að það yrði líklegt að það yrði hljóðvesen þá myndi ég lenda í því, og svo gerðist það. Í byrjun var hljóðneminn minn ekki inni. Það sem mér finnst skipta mestu málið að hljóðstyrkurinn á laginu var lítill sem gerði það að verkum að lagið var kraftlaust og allt öðruvísi en það á að vera,“ segir Hildur.Var með tækniráðgjafa á lokakvöldinu fyrir tveimur árum Hún tók þátt í Söngvakeppninni fyrir tveimur árum þar sem hún var hluti af rafdúettnum Sunday sem flutti lagið Fjaðrir, eða Feathers, sem komst í úrslit keppninnar.Spurð hvort eitthvað hafi slaknað á gæðakröfum RÚV frá þeim tíma er varðar hljóðblöndun á keppninni segir hún aðalmuninn vera sá að fyrir tveimur árum var hún með sinn ráðgjafa á staðnum allan tímann. „Þá var Logi Pedro úti í útsendingarbílnum á meðan ég var að syngja og þá vorum við með þessa gæðastjórnun sjálf. En mér finnst alveg galið að það þurfi alltaf einhver að gera það, að það sé ekki fagfólk hjá RÚV sem geti ekki komið þessu réttu til skila,“ segir Hildur.Var bara allan tímann glatað „Þegar ég horfði á upptöku á flutningi mínum í ár þá varð ég svolítið hissa á því að það lagaðist ekkert í laginu, það var bara allan tímann glatað. Þess vegna var leiðinlegt að bera saman hljóðgæðin í því og til dæmis lögunum sem voru síðust. Það var eins og það væri búið að hækka mikið í öllu enda hljómuðu þau lög betur og var flutningurinn betri fyrir vikið,“ segir Hildur. Hún bendir á að hennar lagi hafi verið spáð áfram í úrslit af mörgum og þá hafi einnig laginu Heim til þín, með Júlí Heiðari og Þórdísi Birnu, verið spáð áfram. Bæði lögin komust hins vegar ekki áfram og flytjendur laganna afar ósáttir við hljóðblöndunina. „Það ýtir smá undir að auðvitað spilar hljóðblöndunin inn í,“ segir Hildur. Hún segist hafa fengið athugasemdir um að hún hafi verið óstyrk í söngnum. „Ef söngurinn er miklu hærri en undirspilið þá heyrast öll smáatriði betur,“ segir Hildur.Hildur segir skrýtið að hljóðblöndunin á laginu hafi ekkert skánað eftir því sem á leið.Vísir/Anton BrinkVonar að kvörtunin leiði til betra undankvölds Hildur vonast til að kvörtun hennar leiði til þess að seinna undankvöldið næstkomandi laugardag verði betra þegar kemur að hljóðblönduninni. „Það er ósanngjarnt og leiðinlegt fyrir alla sem eyða svona mörgum vikum í undirbúning að svona klúðrist. Ég vil líka að RÚV heyri að ég sé ekki ánægð með þetta og það hafi sennilega komið niður á mér,“ segir Hildur.„Ég get ekki farið fram á neitt“ Tólf lög voru valin inn í Söngvakeppnina ár. Þeim er skipt upp í tvennt og eru því sex lög flutt á hverju undankvöldi. Þrjú úr hverju undankvöldi komast áfram í úrslitin en sérstök dómnefnd, sem skipuð er af hálfu RÚV, hefur þó möguleika á að hleypa einu lagi til viðbótar áfram, telju hún það eiga sérstakt erindi í úrslit. Hildur segist gera sér grein fyrir því að sá möguleiki sé enn til staðar fyrir hana, og komast þannig í úrslit, en segir að dómnefndin muni væntanlega ekki horfa til þess hvaða lag misfórst í útsendingu vegna slæmrar hljóðblöndunar. „Ég get ekki farið fram á neitt þannig. Ég bara að segja mína sögu og vildi að RÚV heyrði mína hlið.“ Hún segist hafa fengið þau svör frá RÚV að haldinn hafi verið fundur þar innanhúss þar sem hljóðmálin voru sérstaklega rædd. „Mér skyldist á því sem ég heyrði að þau væru sammála mér og að þau skildu um hvað málið snerist og upplifðu líka að þetta hefði komið niður á minni frammistöðu,“ segir Hildur.Útilokað að lögin verði endurflutt Þegar Vísir ræddi við Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóra Sjónvarpsins, vegna hljóðblöndunarinnar í gær var hann spurður hvernig RÚV myndi bregðast við því ef flutningur lags í Söngvakeppninni færi algjörlega úrskeiðis sökum tæknibilunar. Hann sagði ekki útiloka að lagið yrði endurflutt en segir við Nútímann í dag að það eigi ekki við lögin Bammbaramm og Heim til þín. Eurovision Tengdar fréttir Keppendur í Söngvakeppninni segja hljóðblöndunina hafa verið hörmung "Reynum að gera betur,“ svarar dagskrárstjóri RÚV. 28. febrúar 2017 11:00 Álitsgjafar um Söngvakeppnina: Engin Júrósnilld en slagarar inn á milli „Fátt sem er fullkomlega drepleiðinlegt,“ segir einn af álitsgjöfum Vísis um Söngvakeppni Sjónvarpsins í ár. 31. janúar 2017 10:15 Mest lesið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Lífið Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Lífið Fleiri fréttir Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjá meira
Tónlistarkonan Hildur Kristín Stefánsdóttir hefur kvartað formlega vegna hljóðblöndunar á lagi hennar Bammbaramm á fyrra undankvöldi Söngvakeppni Sjónvarpsins síðastliðið laugardagskvöld. Greint var frá því á vef Nútímans fyrr í dag að Hildur væri að íhuga að kvarta formlega en nú hefur hún sent Ríkisútvarpinu skriflega kvörtun vegna málsins. Það sem kemur efnislega fram í kvörtun Hildar Kristínar er að hún sé afar ósátt við hljóðblöndunina á laginu eins og það birtist í sjónvarpsútsendingu.„Undirspilið var of lágt og það kom niður á því hvernig fólk heyrði lagið upplifði. Ef popplag er mjög lágt þá er það aldrei mjög grípandi sérstaklega ef það á að vera kraftmikið en er kraftlaust í útsendingu. Þá er fólk ekki mikið að fara að kjósa það,“ segir Hildur Kristín en lag hennar var ekki eitt af þremur sem komust upp úr fyrra undankvöldinu. „Fólk áttar sig kannski ekki á því af hverju frammistaða mín var svo kraftlaus. Ég bar hljóðblöndunina á laginu mínu saman við þau lög sem voru flutt síðar á undankvöldinu. Það var töluvert hærra í undirspilinu. Ég vil meina að það hafi haft áhrif á mína frammistöðu,“ segir Hildur.Í gær var greint frá því að flytjendur lagsins Heim til þín væru einnig afar ósáttir við hljóðblöndunina á þeirra lagi. Sögðu þeir að hljóðblöndunin hefði verið þannig að það heyrðist hærra í öðrum af tveimur aðalsöngvurunum og þá heyrðist lítið sem ekkert í bakraddasöngvurunum. Líkt og Bammbaramm var Heim til þín ekki eitt af þeim þremur lögum sem komust áfram.Eitt þeirra þriggja laga sem komst áfram var lagið Til mín, sem Arnar Jónsson og Rakel Pálsdóttir fluttu. Arnar sagði hljóðblöndunina einnig hafa verið slæma í þeirra atriði, en alls ekki eins slæma og í Heim til þín.Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri Sjónvarpsins, sagði við Vísi í gær að ýmislegt geti gerst í beinni útsendingu og að hljóðblöndunarvandamál við slíkar aðstæður séu ekki bundin við Ísland, og tók dæmi utan úr heimi. Hann sagði keppendur Söngvakeppninnar fá að koma með ábendingar um hljóðblöndun á æfingum fyrir keppnina og þá sé RÚV einnig með tónlistarstjóra sem sé öllum keppendum innan handar. Hann tók einnig fram að flestir keppendur séu með sérfræðinga með sér til að baktryggja að verið sé að uppfylla þær kröfur sem þeir gera.Skrýtið að keppendur þurfi að standa vörð Hildur Kristín var með einn slíkan, Loga Pedro Stefánsson. Hann mætti með henni á rennsli fyrir keppnina síðastliðið laugardagskvöld og kom með fjölda ábendinga sem Hildur segir að ekki hafi verið farið eftir. Logi hafi ekki verið til taks um kvöldið þegar keppnina fór fram því hann var staddur á Akureyri.Hildur Kristín Stefánsdóttir tónlistarkona.Vísir/Stefán„Það er mjög pirrandi að ekki hafi verið farið eftir ábendingum hans því við í rauninni reyndum að gera allt sem við gátum til að þetta myndi hljóma vel því því var ekki framfylgt. Það er skrýtið að við sem keppendur þurfum að standa vörð um það að þessu sé ekki klúðrað,“ segir Hildur. Hún segist ekki hafa fengið skýringar á því hvers vegna var svo lágt í hennar undirspili. Hún segir stöðu sína erfiða því að hún vilji ekki að það lýti þannig út að hún sé að kenna einhverjum öðrum um að hafa ekki komist áfram. „En ég held að þetta eigi klárlega hlut í því.“ Hildur segist hafa orðið stressuð fyrir keppnina þegar hún komst að því að hún yrði fyrst á svið því þá séu mestu líkurnar á því að hljóðið klikki. „Ég var búin að sjá fyrir að það yrði líklegt að það yrði hljóðvesen þá myndi ég lenda í því, og svo gerðist það. Í byrjun var hljóðneminn minn ekki inni. Það sem mér finnst skipta mestu málið að hljóðstyrkurinn á laginu var lítill sem gerði það að verkum að lagið var kraftlaust og allt öðruvísi en það á að vera,“ segir Hildur.Var með tækniráðgjafa á lokakvöldinu fyrir tveimur árum Hún tók þátt í Söngvakeppninni fyrir tveimur árum þar sem hún var hluti af rafdúettnum Sunday sem flutti lagið Fjaðrir, eða Feathers, sem komst í úrslit keppninnar.Spurð hvort eitthvað hafi slaknað á gæðakröfum RÚV frá þeim tíma er varðar hljóðblöndun á keppninni segir hún aðalmuninn vera sá að fyrir tveimur árum var hún með sinn ráðgjafa á staðnum allan tímann. „Þá var Logi Pedro úti í útsendingarbílnum á meðan ég var að syngja og þá vorum við með þessa gæðastjórnun sjálf. En mér finnst alveg galið að það þurfi alltaf einhver að gera það, að það sé ekki fagfólk hjá RÚV sem geti ekki komið þessu réttu til skila,“ segir Hildur.Var bara allan tímann glatað „Þegar ég horfði á upptöku á flutningi mínum í ár þá varð ég svolítið hissa á því að það lagaðist ekkert í laginu, það var bara allan tímann glatað. Þess vegna var leiðinlegt að bera saman hljóðgæðin í því og til dæmis lögunum sem voru síðust. Það var eins og það væri búið að hækka mikið í öllu enda hljómuðu þau lög betur og var flutningurinn betri fyrir vikið,“ segir Hildur. Hún bendir á að hennar lagi hafi verið spáð áfram í úrslit af mörgum og þá hafi einnig laginu Heim til þín, með Júlí Heiðari og Þórdísi Birnu, verið spáð áfram. Bæði lögin komust hins vegar ekki áfram og flytjendur laganna afar ósáttir við hljóðblöndunina. „Það ýtir smá undir að auðvitað spilar hljóðblöndunin inn í,“ segir Hildur. Hún segist hafa fengið athugasemdir um að hún hafi verið óstyrk í söngnum. „Ef söngurinn er miklu hærri en undirspilið þá heyrast öll smáatriði betur,“ segir Hildur.Hildur segir skrýtið að hljóðblöndunin á laginu hafi ekkert skánað eftir því sem á leið.Vísir/Anton BrinkVonar að kvörtunin leiði til betra undankvölds Hildur vonast til að kvörtun hennar leiði til þess að seinna undankvöldið næstkomandi laugardag verði betra þegar kemur að hljóðblönduninni. „Það er ósanngjarnt og leiðinlegt fyrir alla sem eyða svona mörgum vikum í undirbúning að svona klúðrist. Ég vil líka að RÚV heyri að ég sé ekki ánægð með þetta og það hafi sennilega komið niður á mér,“ segir Hildur.„Ég get ekki farið fram á neitt“ Tólf lög voru valin inn í Söngvakeppnina ár. Þeim er skipt upp í tvennt og eru því sex lög flutt á hverju undankvöldi. Þrjú úr hverju undankvöldi komast áfram í úrslitin en sérstök dómnefnd, sem skipuð er af hálfu RÚV, hefur þó möguleika á að hleypa einu lagi til viðbótar áfram, telju hún það eiga sérstakt erindi í úrslit. Hildur segist gera sér grein fyrir því að sá möguleiki sé enn til staðar fyrir hana, og komast þannig í úrslit, en segir að dómnefndin muni væntanlega ekki horfa til þess hvaða lag misfórst í útsendingu vegna slæmrar hljóðblöndunar. „Ég get ekki farið fram á neitt þannig. Ég bara að segja mína sögu og vildi að RÚV heyrði mína hlið.“ Hún segist hafa fengið þau svör frá RÚV að haldinn hafi verið fundur þar innanhúss þar sem hljóðmálin voru sérstaklega rædd. „Mér skyldist á því sem ég heyrði að þau væru sammála mér og að þau skildu um hvað málið snerist og upplifðu líka að þetta hefði komið niður á minni frammistöðu,“ segir Hildur.Útilokað að lögin verði endurflutt Þegar Vísir ræddi við Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóra Sjónvarpsins, vegna hljóðblöndunarinnar í gær var hann spurður hvernig RÚV myndi bregðast við því ef flutningur lags í Söngvakeppninni færi algjörlega úrskeiðis sökum tæknibilunar. Hann sagði ekki útiloka að lagið yrði endurflutt en segir við Nútímann í dag að það eigi ekki við lögin Bammbaramm og Heim til þín.
Eurovision Tengdar fréttir Keppendur í Söngvakeppninni segja hljóðblöndunina hafa verið hörmung "Reynum að gera betur,“ svarar dagskrárstjóri RÚV. 28. febrúar 2017 11:00 Álitsgjafar um Söngvakeppnina: Engin Júrósnilld en slagarar inn á milli „Fátt sem er fullkomlega drepleiðinlegt,“ segir einn af álitsgjöfum Vísis um Söngvakeppni Sjónvarpsins í ár. 31. janúar 2017 10:15 Mest lesið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Lífið Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Lífið Fleiri fréttir Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjá meira
Keppendur í Söngvakeppninni segja hljóðblöndunina hafa verið hörmung "Reynum að gera betur,“ svarar dagskrárstjóri RÚV. 28. febrúar 2017 11:00
Álitsgjafar um Söngvakeppnina: Engin Júrósnilld en slagarar inn á milli „Fátt sem er fullkomlega drepleiðinlegt,“ segir einn af álitsgjöfum Vísis um Söngvakeppni Sjónvarpsins í ár. 31. janúar 2017 10:15