Tengja tölvuleiki við kvenfyrirlitningu Samúel Karl Ólason skrifar 17. mars 2017 22:16 Rannsóknin náði til 13.520 franskra tölvuspilara á aldrinum ellefu til nítján ára Vísir/GETTY Því meiri tíma sem táningar verja í að spila tölvuleiki, því líklegri eru þeir til að sýna kvenfyrirlitningu. Þetta er niðurstaða rannsóknar þar sem viðhorf 13.520 franskra tölvuspilara á aldrinum ellefu til nítján ára gagnvart konum og staðalímyndum voru könnuð. Niðurstöðurnar voru birtar í Frontiers in Psychology í dag. Nærri því jafn margar stúlkur tóku þátt í könnuninni og drengir, 49 prósent á móti 51, en niðurstöðurnar sýna að drengirnir voru líklegri til að sýna kvenfyrirlitningu. Í samtali við AFP fréttaveituna segir einn af forsvarsmönnum rannsóknarinnar að konur séu oftast fórnarlömb staðalímyndunar séu karlar ekki undanþegnir. Laurent Begue segir konur að jafnaði ekki fá jafn mikið pláss og karlar í vinsælum tölvuleikjum. Þær séu oftar en ekki í aukahlutverki, þurfi á hjálp að halda eða séu hlutgerðar.Begue tekur þó fram að þrátt fyrir tölfræðilega tengingu á milli tölvuleikjaspilunar og kvenhaturs, séu áhrif tölvuleikja á viðhorf ungmenna takmörkuð. Til dæmis sé sterkara samband á milli trúrækni og kvenhaturs. Hann segir þó að sjónvarp virðist hafa minni áhrif á ungmenni en tölvuleikir. Sérfræðingar hafa lengi deilt um hvort að spilun ofbeldisfullra leikja ýti undir ofbeldi ungmenna og gera það enn. Leikjavísir Mest lesið Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Lífið Andrew Garfield á Íslandi Lífið Margmenni í Bláfjöllum Lífið Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Fleiri fréttir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira
Því meiri tíma sem táningar verja í að spila tölvuleiki, því líklegri eru þeir til að sýna kvenfyrirlitningu. Þetta er niðurstaða rannsóknar þar sem viðhorf 13.520 franskra tölvuspilara á aldrinum ellefu til nítján ára gagnvart konum og staðalímyndum voru könnuð. Niðurstöðurnar voru birtar í Frontiers in Psychology í dag. Nærri því jafn margar stúlkur tóku þátt í könnuninni og drengir, 49 prósent á móti 51, en niðurstöðurnar sýna að drengirnir voru líklegri til að sýna kvenfyrirlitningu. Í samtali við AFP fréttaveituna segir einn af forsvarsmönnum rannsóknarinnar að konur séu oftast fórnarlömb staðalímyndunar séu karlar ekki undanþegnir. Laurent Begue segir konur að jafnaði ekki fá jafn mikið pláss og karlar í vinsælum tölvuleikjum. Þær séu oftar en ekki í aukahlutverki, þurfi á hjálp að halda eða séu hlutgerðar.Begue tekur þó fram að þrátt fyrir tölfræðilega tengingu á milli tölvuleikjaspilunar og kvenhaturs, séu áhrif tölvuleikja á viðhorf ungmenna takmörkuð. Til dæmis sé sterkara samband á milli trúrækni og kvenhaturs. Hann segir þó að sjónvarp virðist hafa minni áhrif á ungmenni en tölvuleikir. Sérfræðingar hafa lengi deilt um hvort að spilun ofbeldisfullra leikja ýti undir ofbeldi ungmenna og gera það enn.
Leikjavísir Mest lesið Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Lífið Andrew Garfield á Íslandi Lífið Margmenni í Bláfjöllum Lífið Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Fleiri fréttir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira