Tengja tölvuleiki við kvenfyrirlitningu Samúel Karl Ólason skrifar 17. mars 2017 22:16 Rannsóknin náði til 13.520 franskra tölvuspilara á aldrinum ellefu til nítján ára Vísir/GETTY Því meiri tíma sem táningar verja í að spila tölvuleiki, því líklegri eru þeir til að sýna kvenfyrirlitningu. Þetta er niðurstaða rannsóknar þar sem viðhorf 13.520 franskra tölvuspilara á aldrinum ellefu til nítján ára gagnvart konum og staðalímyndum voru könnuð. Niðurstöðurnar voru birtar í Frontiers in Psychology í dag. Nærri því jafn margar stúlkur tóku þátt í könnuninni og drengir, 49 prósent á móti 51, en niðurstöðurnar sýna að drengirnir voru líklegri til að sýna kvenfyrirlitningu. Í samtali við AFP fréttaveituna segir einn af forsvarsmönnum rannsóknarinnar að konur séu oftast fórnarlömb staðalímyndunar séu karlar ekki undanþegnir. Laurent Begue segir konur að jafnaði ekki fá jafn mikið pláss og karlar í vinsælum tölvuleikjum. Þær séu oftar en ekki í aukahlutverki, þurfi á hjálp að halda eða séu hlutgerðar.Begue tekur þó fram að þrátt fyrir tölfræðilega tengingu á milli tölvuleikjaspilunar og kvenhaturs, séu áhrif tölvuleikja á viðhorf ungmenna takmörkuð. Til dæmis sé sterkara samband á milli trúrækni og kvenhaturs. Hann segir þó að sjónvarp virðist hafa minni áhrif á ungmenni en tölvuleikir. Sérfræðingar hafa lengi deilt um hvort að spilun ofbeldisfullra leikja ýti undir ofbeldi ungmenna og gera það enn. Leikjavísir Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Halla byrjaði á Keto, missti tuttugu kíló og hætti á gigtarlyfjunum Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Fleiri fréttir Frá Íslandi til stjarnanna Léttir að geta loks rætt íslenskan leik opinberlega Myrkur Games birta fyrstu stiklu Echoes of the End Hvað í ósköpunum gerði James Bond á Íslandi? Sjá meira
Því meiri tíma sem táningar verja í að spila tölvuleiki, því líklegri eru þeir til að sýna kvenfyrirlitningu. Þetta er niðurstaða rannsóknar þar sem viðhorf 13.520 franskra tölvuspilara á aldrinum ellefu til nítján ára gagnvart konum og staðalímyndum voru könnuð. Niðurstöðurnar voru birtar í Frontiers in Psychology í dag. Nærri því jafn margar stúlkur tóku þátt í könnuninni og drengir, 49 prósent á móti 51, en niðurstöðurnar sýna að drengirnir voru líklegri til að sýna kvenfyrirlitningu. Í samtali við AFP fréttaveituna segir einn af forsvarsmönnum rannsóknarinnar að konur séu oftast fórnarlömb staðalímyndunar séu karlar ekki undanþegnir. Laurent Begue segir konur að jafnaði ekki fá jafn mikið pláss og karlar í vinsælum tölvuleikjum. Þær séu oftar en ekki í aukahlutverki, þurfi á hjálp að halda eða séu hlutgerðar.Begue tekur þó fram að þrátt fyrir tölfræðilega tengingu á milli tölvuleikjaspilunar og kvenhaturs, séu áhrif tölvuleikja á viðhorf ungmenna takmörkuð. Til dæmis sé sterkara samband á milli trúrækni og kvenhaturs. Hann segir þó að sjónvarp virðist hafa minni áhrif á ungmenni en tölvuleikir. Sérfræðingar hafa lengi deilt um hvort að spilun ofbeldisfullra leikja ýti undir ofbeldi ungmenna og gera það enn.
Leikjavísir Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Halla byrjaði á Keto, missti tuttugu kíló og hætti á gigtarlyfjunum Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Fleiri fréttir Frá Íslandi til stjarnanna Léttir að geta loks rætt íslenskan leik opinberlega Myrkur Games birta fyrstu stiklu Echoes of the End Hvað í ósköpunum gerði James Bond á Íslandi? Sjá meira