Gömul saumavél markaði upphaf að samstarfi Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 18. mars 2017 09:15 Friðgeir og Stella innan um myndirnar sínar í Ramskram. Þær eru allar í pörum. Fréttablaðið/Anton Brink Myndirnar á sýningunni Frá Hörgshóli til Hollywood, sem opnuð verður að Njálsgötu 49 klukkan 17 í dag, eru allar í samstæðum. Annars vegar ljósmynd eftir Friðgeir Helgason ljósmyndara og hins vegar vatnslitamynd af sama myndefni eftir Stellu, móður hans, sem er sjálflærður fatahönnuður. Þó bæði búi mæðginin í Los Angeles eru flestar myndanna frá Íslandi, meðal annars frá æskuslóðum Stellu að Hörgshóli í Vestur-Húnavatnssýslu. Friðgeir lýsir því hvernig samstarf þeirra byrjaði fyrir níu árum. „Ég fór að Hörgshóli, þar sem mamma átti heima þegar hún var lítil, en Hörgshóll er nú í eyði, og smellti meðal annars mynd af saumavél sem hún byrjaði að sauma á. Ég gaf henni myndina, hún málaði eftir henni og spurði svo hvort ég ætti ekki fleiri. Ég lét hana hafa bunka og hún hefur varla stoppað síðan.“ Stella fór frá Hörgshóli 15 ára og kveðst ekki hafa komið þangað í 30 ár. „Áður en ég flutti út til Los Angeles fór ég norður til að kveðja draugana og huldukonurnar, vinkonur mínar, sem kenndu mér að sauma. Þær voru alltaf fínar í tauinu. Ég er með safn í kringum mig af huldufólki, kisum og gömlum, dauðum málurum, þannig að ég þarf aldrei að gera neitt, aðrir sjá bara um hlutina fyrir mig. Nú er ég komin með talsmann, það er Friðgeir, sonur minn. En málverkin eru sálin mín, tær og saklaus.“ Áður en Stella flutti út rak hún Tískuhús Stellu í Hafnarstrætinu í átta ár og seldi þar fatnað úr eigin smiðju. Einn daginn kveðst hún hafa fengið boð um að hún ætti að fara til Ameríku. „En ég gat ekki flutt þangað nema giftast Bandaríkjamanni og ég gerði það með því að bjarga einum frá drukknun í Bláa lóninu. Hann var lítið eldri en sonur minn og biksvartur eins og Blakkur, hestur sem pabbi átti. Ég dró hann fyrst upp á stein og þó ég kynni litla ensku gat ég gert honum skiljanlegt að hann yrði að giftast mér, annars léti ég hann gossa ofan í djúpið aftur. Hann sagði já. Svo við létum pússa okkur saman og erum enn bestu vinir.“ Spurningu um hvort þau hafi búið saman svarar Stella með hneykslunartón: „Auðvitað. Heldurðu ég hafi ekki búið hjá manninum mínum? Gallerí Ramskram er nýtt af nálinni. Þessi sýning er númer tvö í röðinni. Nafnið á því er frá Stellu komið því Bára Kristjánsdóttir, eigandi gallerísins, keypti af henni vatnslitamynd sem hún sá á fésbókinni af hrút. Þegar Stella skýrði út innihaldið á tollskýrslunni skrifaði hún fyrst ram sem þýðir hrútur, en af því hún er skáld bætti hún skram við. Báru vantaði akkúrat nafn á galleríið og féll fyrir Ramskram! „Svo verðum við með hrút hérna,“ segir Stella sposk. Ég hef ekki hugmynd um hvort hún meinar það eða ekki.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 18. mars 2017 Lífið Mest lesið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Lífið Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Menning Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Lífið „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Lífið Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Lífið Taktu þátt í nýársáskoruninni Nýtt Upphaf – Sjáðu árangursmyndirnar Lífið samstarf Hneig niður í miðju lagi Tónlist Fleiri fréttir Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Sjá meira
Myndirnar á sýningunni Frá Hörgshóli til Hollywood, sem opnuð verður að Njálsgötu 49 klukkan 17 í dag, eru allar í samstæðum. Annars vegar ljósmynd eftir Friðgeir Helgason ljósmyndara og hins vegar vatnslitamynd af sama myndefni eftir Stellu, móður hans, sem er sjálflærður fatahönnuður. Þó bæði búi mæðginin í Los Angeles eru flestar myndanna frá Íslandi, meðal annars frá æskuslóðum Stellu að Hörgshóli í Vestur-Húnavatnssýslu. Friðgeir lýsir því hvernig samstarf þeirra byrjaði fyrir níu árum. „Ég fór að Hörgshóli, þar sem mamma átti heima þegar hún var lítil, en Hörgshóll er nú í eyði, og smellti meðal annars mynd af saumavél sem hún byrjaði að sauma á. Ég gaf henni myndina, hún málaði eftir henni og spurði svo hvort ég ætti ekki fleiri. Ég lét hana hafa bunka og hún hefur varla stoppað síðan.“ Stella fór frá Hörgshóli 15 ára og kveðst ekki hafa komið þangað í 30 ár. „Áður en ég flutti út til Los Angeles fór ég norður til að kveðja draugana og huldukonurnar, vinkonur mínar, sem kenndu mér að sauma. Þær voru alltaf fínar í tauinu. Ég er með safn í kringum mig af huldufólki, kisum og gömlum, dauðum málurum, þannig að ég þarf aldrei að gera neitt, aðrir sjá bara um hlutina fyrir mig. Nú er ég komin með talsmann, það er Friðgeir, sonur minn. En málverkin eru sálin mín, tær og saklaus.“ Áður en Stella flutti út rak hún Tískuhús Stellu í Hafnarstrætinu í átta ár og seldi þar fatnað úr eigin smiðju. Einn daginn kveðst hún hafa fengið boð um að hún ætti að fara til Ameríku. „En ég gat ekki flutt þangað nema giftast Bandaríkjamanni og ég gerði það með því að bjarga einum frá drukknun í Bláa lóninu. Hann var lítið eldri en sonur minn og biksvartur eins og Blakkur, hestur sem pabbi átti. Ég dró hann fyrst upp á stein og þó ég kynni litla ensku gat ég gert honum skiljanlegt að hann yrði að giftast mér, annars léti ég hann gossa ofan í djúpið aftur. Hann sagði já. Svo við létum pússa okkur saman og erum enn bestu vinir.“ Spurningu um hvort þau hafi búið saman svarar Stella með hneykslunartón: „Auðvitað. Heldurðu ég hafi ekki búið hjá manninum mínum? Gallerí Ramskram er nýtt af nálinni. Þessi sýning er númer tvö í röðinni. Nafnið á því er frá Stellu komið því Bára Kristjánsdóttir, eigandi gallerísins, keypti af henni vatnslitamynd sem hún sá á fésbókinni af hrút. Þegar Stella skýrði út innihaldið á tollskýrslunni skrifaði hún fyrst ram sem þýðir hrútur, en af því hún er skáld bætti hún skram við. Báru vantaði akkúrat nafn á galleríið og féll fyrir Ramskram! „Svo verðum við með hrút hérna,“ segir Stella sposk. Ég hef ekki hugmynd um hvort hún meinar það eða ekki.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 18. mars 2017
Lífið Mest lesið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Lífið Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Menning Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Lífið „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Lífið Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Lífið Taktu þátt í nýársáskoruninni Nýtt Upphaf – Sjáðu árangursmyndirnar Lífið samstarf Hneig niður í miðju lagi Tónlist Fleiri fréttir Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Sjá meira