Neytendasamtökin saka fiskmarkaði um þóttun við stórútgerðir Heimir Már Pétursson skrifar 17. mars 2017 19:09 Formaður Neytendasamtakanna segir ekki eðlilegt að leynd hvíli yfir því í markaðsviðskiptum með fisk hverjir eru kaupendur á fiskmörkuðum. Til greina komi að samtökin kvarti til Samkeppniseftirlitsins ef ekki verði gefið upp hverjir það eru sem geti haft leiðandi áhrif til hækkunar fiskverðs til neytenda. Þar til fyrir rúmri viku var hægt að fara á vef Reiknistofu fiskmarkaðanna og sjá hverjir voru þar bæði að selja og kaupa fisk. En nú er ekki lengur hægt að sjá hverjir eru að kaupa fiskinn. Ólafur Arnarson formaður Neytendasamtakanna segir að samtökunum hafi borist kvörtun vegna þessa. Með þessari breytingu sé búið að gera viðskipti á fiskmörkuðum ógagnsærri en áður. „Og það hefði þau áhrif að verð hækkaði auðveldlega á mörkuðum. Þar sem allur fiskur sem seldur er til neytenda eða nær allur fiskur til neytenda, er seldur í gegnum þessa fiskmarkaði þá er þetta beint neytendamál.“ Segir Ólafur. Óánægja hafi ríkt meðal stærri útgerða með að þegar mikið magn komi inn á fiskmarkaðina lækki það fiskverðið, sjálfstæðum fiskvinnslum og neytendum í hag. Nú líti út fyrir að fiskmarkaðirnir og Reiknistofa fiskmarkaðanna séu að láta unda kröfum stórútgerðanna um að birta ekki upplýsingar um kaupendur. „Og þá er erfiðara fyrir þá sem eru að reyna að hafa eftirlit með þessu að fylgjast með því hverjir það eru sem hafa áhrif á verð á mörkuðum,“ segir formaðurinn. Ógegnsæið gefi stórum aðilum tækifæri til að hafa óeðlileg áhrif á markaðinn með beinum áhrifum á hag neytenda. „Þarna á að vera fullt gegnsæi. Þau rök sem Reiknistofan hefur borið á borð fyrir okkur er að þeir telji að þarna sé um persónuverndarreglur að ræða; að það megi ekki veita þessar upplýsingar um markaðsaðila út af persónuvernd. Við bara blásum á slíkt,“ segir Ólafur. Enda séu persónuverndarlög ekki til að verja lögaðila í viðskiptum í skjóli leyndar. Með sömu rökum mætti halda því fram að ekki ætti að upplýsa hverjir væru handhafar kvótans. Eftir að Neytendasamtökin gerðu sínar athugasemdir hefur Reiknistofa fiskmarkaðanna óskað eftir lögfræðiáliti um málið. Ólafur segir undarlegt að ekki hafi verið óskað eftir slíku áliti áður en ákveðið var að birta ekki nafn kaupenda. „Þeir eru búnir að lofa að senda okkur þetta lögfræðiálit. Við bíðum átekta. En ég hef gert framkvæmdastjóra Reiknistofunnar grein fyrir því að það kunni vel að vera að þetta sé mál sem eigi heima hjá Samkeppniseftirlitinu. Við munum þá vísa því þangað ef svo ber undir,“ segir Ólafur Arnarson. Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Fleiri fréttir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Sjá meira
Formaður Neytendasamtakanna segir ekki eðlilegt að leynd hvíli yfir því í markaðsviðskiptum með fisk hverjir eru kaupendur á fiskmörkuðum. Til greina komi að samtökin kvarti til Samkeppniseftirlitsins ef ekki verði gefið upp hverjir það eru sem geti haft leiðandi áhrif til hækkunar fiskverðs til neytenda. Þar til fyrir rúmri viku var hægt að fara á vef Reiknistofu fiskmarkaðanna og sjá hverjir voru þar bæði að selja og kaupa fisk. En nú er ekki lengur hægt að sjá hverjir eru að kaupa fiskinn. Ólafur Arnarson formaður Neytendasamtakanna segir að samtökunum hafi borist kvörtun vegna þessa. Með þessari breytingu sé búið að gera viðskipti á fiskmörkuðum ógagnsærri en áður. „Og það hefði þau áhrif að verð hækkaði auðveldlega á mörkuðum. Þar sem allur fiskur sem seldur er til neytenda eða nær allur fiskur til neytenda, er seldur í gegnum þessa fiskmarkaði þá er þetta beint neytendamál.“ Segir Ólafur. Óánægja hafi ríkt meðal stærri útgerða með að þegar mikið magn komi inn á fiskmarkaðina lækki það fiskverðið, sjálfstæðum fiskvinnslum og neytendum í hag. Nú líti út fyrir að fiskmarkaðirnir og Reiknistofa fiskmarkaðanna séu að láta unda kröfum stórútgerðanna um að birta ekki upplýsingar um kaupendur. „Og þá er erfiðara fyrir þá sem eru að reyna að hafa eftirlit með þessu að fylgjast með því hverjir það eru sem hafa áhrif á verð á mörkuðum,“ segir formaðurinn. Ógegnsæið gefi stórum aðilum tækifæri til að hafa óeðlileg áhrif á markaðinn með beinum áhrifum á hag neytenda. „Þarna á að vera fullt gegnsæi. Þau rök sem Reiknistofan hefur borið á borð fyrir okkur er að þeir telji að þarna sé um persónuverndarreglur að ræða; að það megi ekki veita þessar upplýsingar um markaðsaðila út af persónuvernd. Við bara blásum á slíkt,“ segir Ólafur. Enda séu persónuverndarlög ekki til að verja lögaðila í viðskiptum í skjóli leyndar. Með sömu rökum mætti halda því fram að ekki ætti að upplýsa hverjir væru handhafar kvótans. Eftir að Neytendasamtökin gerðu sínar athugasemdir hefur Reiknistofa fiskmarkaðanna óskað eftir lögfræðiáliti um málið. Ólafur segir undarlegt að ekki hafi verið óskað eftir slíku áliti áður en ákveðið var að birta ekki nafn kaupenda. „Þeir eru búnir að lofa að senda okkur þetta lögfræðiálit. Við bíðum átekta. En ég hef gert framkvæmdastjóra Reiknistofunnar grein fyrir því að það kunni vel að vera að þetta sé mál sem eigi heima hjá Samkeppniseftirlitinu. Við munum þá vísa því þangað ef svo ber undir,“ segir Ólafur Arnarson.
Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Fleiri fréttir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Sjá meira