Fimleikasambandið: „Það er dýrt að vera í íþróttum“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 16. mars 2017 12:00 Sólveig Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Fimleikasambandsins, segir það staðreynd að það sé dýrt að vera í íþróttum á Íslandi. Ekki bara fimleikum. „Þetta er bara ömurleg staðreynd núna árið 2017 að það er dýrt að vera í íþróttum,“ segir Sólveig Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Fimleikasambands Íslands. Greint var frá því í fréttum Stöðvar 2 í gær að tvær fjórtán ára stúlkur hefðu ekki fengið leyfi til að keppa á fimleikamóti því þær áttu ekki nýjustu keppnisbúningana, sem kosta tæplega 50 þúsund krónur hvor. Sólveig segir regluna einfalda, það þurfi allir að vera í eins búningum á mótum. „Þetta er bara eins og í handbolta og fótbolta. Það þurfa allir að vera í eins búningum,“ segir hún, en furðar sig á sama tíma á ítrekuðum málflutningi um kostnað sem fylgir fimleikaíþróttinni. Það megi vel velta því fyrir sér hvort íþróttir almennt á Íslandi séu einvörðungu fyrir efnameiri fjölskyldur. „Þetta er ekki bara í fimleikunum. Hvað kostar til dæmis að vera í fótbolta? Það þarf að kaupa búning, takkaskó og fleira og ég veit það fyrir víst að það kostar sitt.“„ Það er enginn sem vinnur í svona starfi að reyna að græða peninga. Þetta er allt rekið á núlli til þess að reyna að þjónusta krakkana sem best.“vísirAðspurð segir Sólveig sambandið ekki hafa mótað sérstaka stefnu til þess að reyna að draga úr kostnaði við íþróttina, enda sé það ekki sambandsins að segja til um hvað hlutirnir megi kosta. Hins vegar vinni sambandið stöðugt að því að lágmarka kostnað og hámarka gæði. „En það eru samt allir að gera sitt besta og reyna að draga úr kostnaði. Það er enginn sem vinnur í svona starfi að reyna að græða peninga. Þetta er allt rekið á núlli til þess að reyna að þjónusta krakkana sem best.“ Þá segir hún fimleikaumhverfið erfitt, enda sé íþróttin með lítið fjármagn á milli handanna – annað en boltagreinarnar. Sólveig veltir því fyrir sér hvort ástæðan sé mögulega sú að það séu mest megnis konur sem stundi fimleikaíþróttir. „Við erum ekki að fá neitt frá alþjóðasamböndum okkar, eins og HSÍ og KSÍ eru að fá. Við erum í miklu erfiðara umhverfi og við höfum velt því fyrir okkur hvort að ástæðan fyrir því sé að það eru mest megnis konur í þessari íþrótt. En núna er ÍSÍ að breyta reglunum sínum, það er búið að margfalda peninga í afrekssjóði, og við vonum að þetta komi til með að breyta þessu erfiða umhverfi.“ Aðspurð segir Sólveig umrædda búninga vitaskuld kostnaðarsama, en það sé þó ekki hennar að meta hvort þeir hafi verið of dýrir. Umfjöllun Stöðvar 2 frá því í gær má sjá hér fyrir neðan. Tengdar fréttir Fá ekki að keppa ef þær eiga ekki 50 þúsund króna fimleikabúning Systur í fimleikafélaginu Fjölni fengu ekki leyfi til að keppa á móti því þær áttu ekki nýjustu keppnisbúningana sem kosta tæplega fimmtíu þúsund krónur. Formaður Fjölnis segir félagið fylgja jafnræðisreglu og því fái ekki sumir lánað á meðan aðrir þurfi að kaupa búninga. 15. mars 2017 19:00 Mest lesið „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fleiri fréttir Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Sjá meira
„Þetta er bara ömurleg staðreynd núna árið 2017 að það er dýrt að vera í íþróttum,“ segir Sólveig Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Fimleikasambands Íslands. Greint var frá því í fréttum Stöðvar 2 í gær að tvær fjórtán ára stúlkur hefðu ekki fengið leyfi til að keppa á fimleikamóti því þær áttu ekki nýjustu keppnisbúningana, sem kosta tæplega 50 þúsund krónur hvor. Sólveig segir regluna einfalda, það þurfi allir að vera í eins búningum á mótum. „Þetta er bara eins og í handbolta og fótbolta. Það þurfa allir að vera í eins búningum,“ segir hún, en furðar sig á sama tíma á ítrekuðum málflutningi um kostnað sem fylgir fimleikaíþróttinni. Það megi vel velta því fyrir sér hvort íþróttir almennt á Íslandi séu einvörðungu fyrir efnameiri fjölskyldur. „Þetta er ekki bara í fimleikunum. Hvað kostar til dæmis að vera í fótbolta? Það þarf að kaupa búning, takkaskó og fleira og ég veit það fyrir víst að það kostar sitt.“„ Það er enginn sem vinnur í svona starfi að reyna að græða peninga. Þetta er allt rekið á núlli til þess að reyna að þjónusta krakkana sem best.“vísirAðspurð segir Sólveig sambandið ekki hafa mótað sérstaka stefnu til þess að reyna að draga úr kostnaði við íþróttina, enda sé það ekki sambandsins að segja til um hvað hlutirnir megi kosta. Hins vegar vinni sambandið stöðugt að því að lágmarka kostnað og hámarka gæði. „En það eru samt allir að gera sitt besta og reyna að draga úr kostnaði. Það er enginn sem vinnur í svona starfi að reyna að græða peninga. Þetta er allt rekið á núlli til þess að reyna að þjónusta krakkana sem best.“ Þá segir hún fimleikaumhverfið erfitt, enda sé íþróttin með lítið fjármagn á milli handanna – annað en boltagreinarnar. Sólveig veltir því fyrir sér hvort ástæðan sé mögulega sú að það séu mest megnis konur sem stundi fimleikaíþróttir. „Við erum ekki að fá neitt frá alþjóðasamböndum okkar, eins og HSÍ og KSÍ eru að fá. Við erum í miklu erfiðara umhverfi og við höfum velt því fyrir okkur hvort að ástæðan fyrir því sé að það eru mest megnis konur í þessari íþrótt. En núna er ÍSÍ að breyta reglunum sínum, það er búið að margfalda peninga í afrekssjóði, og við vonum að þetta komi til með að breyta þessu erfiða umhverfi.“ Aðspurð segir Sólveig umrædda búninga vitaskuld kostnaðarsama, en það sé þó ekki hennar að meta hvort þeir hafi verið of dýrir. Umfjöllun Stöðvar 2 frá því í gær má sjá hér fyrir neðan.
Tengdar fréttir Fá ekki að keppa ef þær eiga ekki 50 þúsund króna fimleikabúning Systur í fimleikafélaginu Fjölni fengu ekki leyfi til að keppa á móti því þær áttu ekki nýjustu keppnisbúningana sem kosta tæplega fimmtíu þúsund krónur. Formaður Fjölnis segir félagið fylgja jafnræðisreglu og því fái ekki sumir lánað á meðan aðrir þurfi að kaupa búninga. 15. mars 2017 19:00 Mest lesið „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fleiri fréttir Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Sjá meira
Fá ekki að keppa ef þær eiga ekki 50 þúsund króna fimleikabúning Systur í fimleikafélaginu Fjölni fengu ekki leyfi til að keppa á móti því þær áttu ekki nýjustu keppnisbúningana sem kosta tæplega fimmtíu þúsund krónur. Formaður Fjölnis segir félagið fylgja jafnræðisreglu og því fái ekki sumir lánað á meðan aðrir þurfi að kaupa búninga. 15. mars 2017 19:00
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda