Kveður Iðnó eftir sextán ár og er "gjörsamlega slegin“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 15. mars 2017 13:02 Margrét Rósa Einarsdóttir hefur undanfarin 16 ár haft umsjón með starfsemi Iðnó. Mynd/Aðsend/GVA Margrét Rósa Einarsdóttir hefur undanfarin 16 ár haft umsjón með starfsemi Iðnó. Breyting verður á í haust þegar nýir leigjendur taka við húsinu. Þeir Þórir Bergsson og René Boonkemap munu þá taka við rekstrinum og var það mat þriggja manna matsnefndar sem menningar- og ferðamálaráð Reykjavíkur samþykkti á fundi á mánudag. Í samtali við Vísi segist Margrét Rósa vera „gjörsamlega slegin.“ „Skýringin sem ég fæ, þetta fer í útboð. Borgin vill meina að allir geti komið að Iðnó og það var meiningin að sá sem myndi bjóða betur, ekki bara peningalega heldur menningarlega, að sá aðili fær húsið. Það verður þriggja manna matsnefnd sem eru ungur maður hjá borginni og tvær konur hjá borginni, sem leggur til hvaða umsókn á að velja,“ segir Margrét. „Þeim líst svona vel á þessa ungu menn sem eru með allt á hreinu hvað þeir ætla að gera. Mér skilst að ég hafi ekki verið nógu vandvirk við að útskýra hvað ég er að gera, eða ætli að gera í Iðnó, ég hafi verið hálf klaufaleg við það. Ég hélt kannski að menn vissu hvað ég hefði staðið fyrir í þessu 16 ár sem ég er búin að vera.“Á allt innvolsið Margrét Rósa hefur haft umsjón með Iðnó frá árínu 2001. „2001 seldi ég Caruso, veitingastað sem ég átti uppi í Bankastræti og keypti mig inn í Iðnó, í veitingareksturinn þar. Síðan verður Leikfélag Íslands gjaldþrota og þá keypti ég af slitastjóra þrotabúið þannig að ég hef keypt mig þarna, borgað mikinn pening fyrir allt sem er þarna inni. Þegar ég fer þá fer allt út sem er inni í húsinu því það er allt í minni eigu,“ segir hún. „Ég bað um að fá útlistanir á þessu og svörin sem ég fæ eru að þeir hafi litið betur út.“ Margrét Rósa greindi vinum og vandamönnum frá niðurstöðunni á mánudag. Þar segist hún vera í sjokki. „Vægast sagt er ég mjög ósátt og skil ekki hvernig hægt er að vísa mér út án þess að gefa mér tækifæri á að verjast. Í Iðnó hefur verið öflugt menningarlíf síðustu 16 ár ásamt því að með mínu fagfólki boðið fyrsta flokks veisluþjónustu,“ skrifar Margrét Rósa. Í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis segir Elsa Yeoman, formaður menningar- og ferðamálaráðs Reykjavíkurborgar, að aldrei hafi verið óánægja með störf Margrétar Rósu. „Ég vil taka það skýrt fram að það var og hefur aldrei verið óánægja með störf Margréta Rósu hún hefur staðið sig einstaklega vel við það að reka Iðnó í þágu mennigar. Við förum eftir settum reglum borgarinna með það að bjóða út reksturinn og allir eiga jafnan aðgang að sækja um. Þetta var hinsvegar tillaga matsnefnar og var samþykkt samhljóma á ráðsfundi Mennigar og ferðamálaráðs.“Facebook færslu Margrétar Rósu má sjá hér fyrir neðan. Tengdar fréttir Reginn fasteignafélag vildi kaupa Iðnó Þeir Þórir Bergsson og René Boonekamp munu taka við umsjón Iðnó í haust. 15. mars 2017 11:08 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
Margrét Rósa Einarsdóttir hefur undanfarin 16 ár haft umsjón með starfsemi Iðnó. Breyting verður á í haust þegar nýir leigjendur taka við húsinu. Þeir Þórir Bergsson og René Boonkemap munu þá taka við rekstrinum og var það mat þriggja manna matsnefndar sem menningar- og ferðamálaráð Reykjavíkur samþykkti á fundi á mánudag. Í samtali við Vísi segist Margrét Rósa vera „gjörsamlega slegin.“ „Skýringin sem ég fæ, þetta fer í útboð. Borgin vill meina að allir geti komið að Iðnó og það var meiningin að sá sem myndi bjóða betur, ekki bara peningalega heldur menningarlega, að sá aðili fær húsið. Það verður þriggja manna matsnefnd sem eru ungur maður hjá borginni og tvær konur hjá borginni, sem leggur til hvaða umsókn á að velja,“ segir Margrét. „Þeim líst svona vel á þessa ungu menn sem eru með allt á hreinu hvað þeir ætla að gera. Mér skilst að ég hafi ekki verið nógu vandvirk við að útskýra hvað ég er að gera, eða ætli að gera í Iðnó, ég hafi verið hálf klaufaleg við það. Ég hélt kannski að menn vissu hvað ég hefði staðið fyrir í þessu 16 ár sem ég er búin að vera.“Á allt innvolsið Margrét Rósa hefur haft umsjón með Iðnó frá árínu 2001. „2001 seldi ég Caruso, veitingastað sem ég átti uppi í Bankastræti og keypti mig inn í Iðnó, í veitingareksturinn þar. Síðan verður Leikfélag Íslands gjaldþrota og þá keypti ég af slitastjóra þrotabúið þannig að ég hef keypt mig þarna, borgað mikinn pening fyrir allt sem er þarna inni. Þegar ég fer þá fer allt út sem er inni í húsinu því það er allt í minni eigu,“ segir hún. „Ég bað um að fá útlistanir á þessu og svörin sem ég fæ eru að þeir hafi litið betur út.“ Margrét Rósa greindi vinum og vandamönnum frá niðurstöðunni á mánudag. Þar segist hún vera í sjokki. „Vægast sagt er ég mjög ósátt og skil ekki hvernig hægt er að vísa mér út án þess að gefa mér tækifæri á að verjast. Í Iðnó hefur verið öflugt menningarlíf síðustu 16 ár ásamt því að með mínu fagfólki boðið fyrsta flokks veisluþjónustu,“ skrifar Margrét Rósa. Í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis segir Elsa Yeoman, formaður menningar- og ferðamálaráðs Reykjavíkurborgar, að aldrei hafi verið óánægja með störf Margrétar Rósu. „Ég vil taka það skýrt fram að það var og hefur aldrei verið óánægja með störf Margréta Rósu hún hefur staðið sig einstaklega vel við það að reka Iðnó í þágu mennigar. Við förum eftir settum reglum borgarinna með það að bjóða út reksturinn og allir eiga jafnan aðgang að sækja um. Þetta var hinsvegar tillaga matsnefnar og var samþykkt samhljóma á ráðsfundi Mennigar og ferðamálaráðs.“Facebook færslu Margrétar Rósu má sjá hér fyrir neðan.
Tengdar fréttir Reginn fasteignafélag vildi kaupa Iðnó Þeir Þórir Bergsson og René Boonekamp munu taka við umsjón Iðnó í haust. 15. mars 2017 11:08 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
Reginn fasteignafélag vildi kaupa Iðnó Þeir Þórir Bergsson og René Boonekamp munu taka við umsjón Iðnó í haust. 15. mars 2017 11:08