Rúmlega þrjátíu fangelsisdómar fyrndust í fyrra Heimir Már Pétursson skrifar 15. mars 2017 12:35 Frá Litla-Hrauni. vísir/anton Á síðasta ári fyrndust þrjátíu og fjórir fangelsisdómar þar sem of langur tími var liðinn frá dómuppkvaðninu þar til afplánun gat hafist. Fangelsismálastjóri vonar að hægt verði að koma í veg fyrir fyrningu dóma á næstu misserum með fjölgun refsiúrræða, en önnur úrræði en fangelsun hafi gefið góða raun.Morgunblaðið greinir frá því í dag að 550 manns bíði þess í dag að geta hafið afplánun í fangelsum landsins og hefur þeim fjölgað um 25 frá síðasta ári. Páll Winkel fangelsismálastjóri segir þetta eðlilegt miðað við stöðu mála, þar sem tveimur fangelsum, Kvennafangelsinu í Kópavogi og Hegningarhúsinu á Skólavörðustíg, hafi verið lokað í fyrra og hitteðfyrra. Þá hafi nýja fangelsið á Hólmsheiði ekki verið tekið í notun fyrr en í nóvember á síðasta ári. „Þannig að það tekur tíma að vinda ofan af þessu. Auðvitað eru allir óþreyjufullir að vinna á þessum lista en þetta tekur sinn tíma. Við erum með56 pláss uppi á Hólmsheiði og við þurfum að fylla fangelsið hægt og rólega.Þetta er bara þolinmæðisverk,“ segir Páll.Páll Winkel fangelsismálastjóri.Vísir/Anton BrinkHann voni að hægt verði að fækka á boðunarlistanum með því að fleiri afpláni með samfélagsþjónustu í stað þess að fara á bakvið lás og slá. Þá hafi önnur úrræði eins og rafrænt eftirlit verið aukin sem muni hjálpa til þegar fram líði stundir. En á undanförnum árum hafi færst í aukana að dómar fyrnist vegna skorts á rýmum og öðrum refsiúrræðum. „Og það er nú það fyrsta sem við ætlum að reyna að koma í veg fyrir eða stoppa nánast alfarið að refsingar fyrnist. Þess vegna leggjum við áherslu á að boða núna inn þá sem eru með refsingu sem er að fyrnast,“ segir Páll. Hann telji að það ætti að takast á næstu misserum. Páll segir að Alþingi hafi samþykkt ný lög í fyrra þar sem rýmkað var fyrir samfélagsþjónustu, reynslulausn og rafrænu eftirliti með brotafólki í stað fangelsunar. Þá sé búið að þrefalda fjölda í opnum fangelsum og hugsanlega megi gera enn meira þar. Páll telur ekki þörf á fjölgun fangelsisrýma á næstu árum, en þeim hafi fjölgað um 30 með tilkomu Hólmsheiðar. „Ég legg nú meiri áherslu á að aðbúnaðurinn sé í lagi í því húsnæði sem við höfum. Við erum einmitt að fara í endurbætur á einu húsanna á Litla hrauni. Við munum loka því í þrjá mánuði í sumar,“ segir fangenslismálastjóri. Vinna þurfi frekar í öðrum úrræðum en innlokun í fangelsum enda hafi reynslan sýnt að þau reynist vel. „Engin spurning. Við erum með lægsta endurkomutíðni á Norðurlöndunum í samfélagsþjónustu. Samfélagsþjónustan á Norðurlöndunum er hvergi eins mikið notuð og á Íslandi. Við höfum verið að prófa okkur áfram með öklabönd, eða rafrænt eftirlit í lok lengri afplánunar og það er búið að rýmka það líka. Vistun á áfangaheimilum hefur líka verið lengd. Þannig að við erum að berjast á öllum sviðum,“ segir Páll Winkel. Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Fleiri fréttir Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Sjá meira
Á síðasta ári fyrndust þrjátíu og fjórir fangelsisdómar þar sem of langur tími var liðinn frá dómuppkvaðninu þar til afplánun gat hafist. Fangelsismálastjóri vonar að hægt verði að koma í veg fyrir fyrningu dóma á næstu misserum með fjölgun refsiúrræða, en önnur úrræði en fangelsun hafi gefið góða raun.Morgunblaðið greinir frá því í dag að 550 manns bíði þess í dag að geta hafið afplánun í fangelsum landsins og hefur þeim fjölgað um 25 frá síðasta ári. Páll Winkel fangelsismálastjóri segir þetta eðlilegt miðað við stöðu mála, þar sem tveimur fangelsum, Kvennafangelsinu í Kópavogi og Hegningarhúsinu á Skólavörðustíg, hafi verið lokað í fyrra og hitteðfyrra. Þá hafi nýja fangelsið á Hólmsheiði ekki verið tekið í notun fyrr en í nóvember á síðasta ári. „Þannig að það tekur tíma að vinda ofan af þessu. Auðvitað eru allir óþreyjufullir að vinna á þessum lista en þetta tekur sinn tíma. Við erum með56 pláss uppi á Hólmsheiði og við þurfum að fylla fangelsið hægt og rólega.Þetta er bara þolinmæðisverk,“ segir Páll.Páll Winkel fangelsismálastjóri.Vísir/Anton BrinkHann voni að hægt verði að fækka á boðunarlistanum með því að fleiri afpláni með samfélagsþjónustu í stað þess að fara á bakvið lás og slá. Þá hafi önnur úrræði eins og rafrænt eftirlit verið aukin sem muni hjálpa til þegar fram líði stundir. En á undanförnum árum hafi færst í aukana að dómar fyrnist vegna skorts á rýmum og öðrum refsiúrræðum. „Og það er nú það fyrsta sem við ætlum að reyna að koma í veg fyrir eða stoppa nánast alfarið að refsingar fyrnist. Þess vegna leggjum við áherslu á að boða núna inn þá sem eru með refsingu sem er að fyrnast,“ segir Páll. Hann telji að það ætti að takast á næstu misserum. Páll segir að Alþingi hafi samþykkt ný lög í fyrra þar sem rýmkað var fyrir samfélagsþjónustu, reynslulausn og rafrænu eftirliti með brotafólki í stað fangelsunar. Þá sé búið að þrefalda fjölda í opnum fangelsum og hugsanlega megi gera enn meira þar. Páll telur ekki þörf á fjölgun fangelsisrýma á næstu árum, en þeim hafi fjölgað um 30 með tilkomu Hólmsheiðar. „Ég legg nú meiri áherslu á að aðbúnaðurinn sé í lagi í því húsnæði sem við höfum. Við erum einmitt að fara í endurbætur á einu húsanna á Litla hrauni. Við munum loka því í þrjá mánuði í sumar,“ segir fangenslismálastjóri. Vinna þurfi frekar í öðrum úrræðum en innlokun í fangelsum enda hafi reynslan sýnt að þau reynist vel. „Engin spurning. Við erum með lægsta endurkomutíðni á Norðurlöndunum í samfélagsþjónustu. Samfélagsþjónustan á Norðurlöndunum er hvergi eins mikið notuð og á Íslandi. Við höfum verið að prófa okkur áfram með öklabönd, eða rafrænt eftirlit í lok lengri afplánunar og það er búið að rýmka það líka. Vistun á áfangaheimilum hefur líka verið lengd. Þannig að við erum að berjast á öllum sviðum,“ segir Páll Winkel.
Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Fleiri fréttir Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Sjá meira