Hafið auga með kínverska seðlabankanum Lars Christensen skrifar 29. mars 2017 07:00 Síðustu vikuna hefur verið nokkur titringur á fjármálamörkuðum heimsins og athygli fjölmiðla hefur beinst að misheppnuðum tilraunum Trumps forseta til að fá sjúkratryggingafrumvarp sitt samþykkt sem ástæðu fyrir þessari taugaspennu á mörkuðum. En sagan gæti verið mun flóknari og það er á engan hátt gefið að þetta snúist í raun um bandarísk stjórnmál. Það er hins vegar athyglisvert að tveir mikilvægustu seðlabankar heimsins hafa nýlega hert peningamarkaðsskilyrðin. Þannig er það vel þekkt að Seðlabanki Bandaríkjanna hækkaði stýrivexti 15. mars en athyglin hefur síður beinst að þeirri staðreynd að peningamarkaðsskilyrði Kína hafa líka verið hert nýlega.Herská ummæli Í fyrsta lagi leyfði kínverski seðlabankinn – Alþýðubanki Kína – kínverska gjaldmiðlinum renminbi að síga smám saman mestan hluta ársins 2016. Með þessu var óbeint losað um peningamálastefnuna. En á síðustu tveimur mánuðum hefur Alþýðubankinn bundið enda á þetta gengissig og í staðinn haldið renminbi að mestu leyti flötu gagnvart myntkörfu. Í öðru lagi hafa kínverskir stýrivextir hækkað skarpt síðan í nóvember, úr um það bil 2,75% í um það bil 4,5%. Þessir tveir þættir valda nokkuð harðari peningamarkaðsskilyrðum í Kína og nýleg ummæli seðlabankastjórans hafa líka verið nokkuð herská og gefið í skyn að ekki sé að vænta frekari losunar á peningamálastefnunni núna, þrátt fyrir að verðbólgan í Kína sé enn nokkuð undir 3% verðbólgumarkmiði. Það má vera að athyglin sé mikil á Donald Trump og Seðlabanka Bandaríkjanna en við megum aldrei hunsa það sem næststærsti seðlabanki í heimi gerir. Einmitt núna gæti hann verið að gera stefnumarkandi mistök – að herða peningamálastefnuna þegar hið gagnstæða gæti verið nauðsynlegt – og það gæti verið einn þeirra þátta sem valda þeim titringi sem við höfum séð á fjármálamörkuðum heimsins síðustu vikuna.Tímabundin stefnubreyting? Þess vegna er líka mjög góð ástæða til að hafa auga með aðgerðum Alþýðubanka Kína á næstu mánuðum og frá sjónarmiði Íslendinga er það sérlega mikilvægt þar sem Kína er stærsti ál- og orkunotandi í heimi. Þar af leiðandi getur ótímabær herðing á peningamálastefnu haft neikvæð áhrif á ál- og orkuverð. Það er hins vegar of snemmt að segja til um það hvort Alþýðubankinn sé að taka upp varanlega aðhaldsstefnu í peningamálum eða hvort þetta endurspeglar tilhneigingu kínverska seðlabankans til að hafa rykkjótta peningamálastefnu sem sveiflast nokkuð óreglulega á milli lausataka og aðhaldsstefnu. En engu að síður er mikilvægt að hafa auga með þessu – jafnvel frá sjónarhóli Íslendinga.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lars Christensen Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson Skoðun
Síðustu vikuna hefur verið nokkur titringur á fjármálamörkuðum heimsins og athygli fjölmiðla hefur beinst að misheppnuðum tilraunum Trumps forseta til að fá sjúkratryggingafrumvarp sitt samþykkt sem ástæðu fyrir þessari taugaspennu á mörkuðum. En sagan gæti verið mun flóknari og það er á engan hátt gefið að þetta snúist í raun um bandarísk stjórnmál. Það er hins vegar athyglisvert að tveir mikilvægustu seðlabankar heimsins hafa nýlega hert peningamarkaðsskilyrðin. Þannig er það vel þekkt að Seðlabanki Bandaríkjanna hækkaði stýrivexti 15. mars en athyglin hefur síður beinst að þeirri staðreynd að peningamarkaðsskilyrði Kína hafa líka verið hert nýlega.Herská ummæli Í fyrsta lagi leyfði kínverski seðlabankinn – Alþýðubanki Kína – kínverska gjaldmiðlinum renminbi að síga smám saman mestan hluta ársins 2016. Með þessu var óbeint losað um peningamálastefnuna. En á síðustu tveimur mánuðum hefur Alþýðubankinn bundið enda á þetta gengissig og í staðinn haldið renminbi að mestu leyti flötu gagnvart myntkörfu. Í öðru lagi hafa kínverskir stýrivextir hækkað skarpt síðan í nóvember, úr um það bil 2,75% í um það bil 4,5%. Þessir tveir þættir valda nokkuð harðari peningamarkaðsskilyrðum í Kína og nýleg ummæli seðlabankastjórans hafa líka verið nokkuð herská og gefið í skyn að ekki sé að vænta frekari losunar á peningamálastefnunni núna, þrátt fyrir að verðbólgan í Kína sé enn nokkuð undir 3% verðbólgumarkmiði. Það má vera að athyglin sé mikil á Donald Trump og Seðlabanka Bandaríkjanna en við megum aldrei hunsa það sem næststærsti seðlabanki í heimi gerir. Einmitt núna gæti hann verið að gera stefnumarkandi mistök – að herða peningamálastefnuna þegar hið gagnstæða gæti verið nauðsynlegt – og það gæti verið einn þeirra þátta sem valda þeim titringi sem við höfum séð á fjármálamörkuðum heimsins síðustu vikuna.Tímabundin stefnubreyting? Þess vegna er líka mjög góð ástæða til að hafa auga með aðgerðum Alþýðubanka Kína á næstu mánuðum og frá sjónarmiði Íslendinga er það sérlega mikilvægt þar sem Kína er stærsti ál- og orkunotandi í heimi. Þar af leiðandi getur ótímabær herðing á peningamálastefnu haft neikvæð áhrif á ál- og orkuverð. Það er hins vegar of snemmt að segja til um það hvort Alþýðubankinn sé að taka upp varanlega aðhaldsstefnu í peningamálum eða hvort þetta endurspeglar tilhneigingu kínverska seðlabankans til að hafa rykkjótta peningamálastefnu sem sveiflast nokkuð óreglulega á milli lausataka og aðhaldsstefnu. En engu að síður er mikilvægt að hafa auga með þessu – jafnvel frá sjónarhóli Íslendinga.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun