Ásmundur segir United Silicon hafa svikið öll fyrirheit Heimir Már Pétursson skrifar 28. mars 2017 20:30 Ásmundur Friðriksson var harðorður á þingi í dag. Vísir/Vilhelm Þingmaður Sjálfstæðisflokksins bað þjóðina afsökunar á því á Alþingi í dag að hafa stutt uppbyggingu United Silicon í Helguvík, þar sem fyrirtækið hafi svikið sín fyrirheit. Það greiddi lág laun, reyndi að komast undan skyldum og mengaði umfram það sem lofað hefði verið. Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins kvaddi sér hljóðs í umræðum um störf þingsins á Alþingi í dag og sagðist hafa verið einn þeirra sem fögnuðu uppbyggingu United Silicon í Helguvík. Hann hafi trúað loforðum fyrirtækisins um fjölbreytt og vellaunuð störf og góðan rekstur í sátt við lög og reglur. „Okkur er illa brugðið. Menungarvandamál, ófullkomin verksmiðja og svikin loforð í launum einkenna upphaf starfseminnar. Fjárfestingasamnngurinn tryggði félaginu að hámarki 15 prósent tekjuskatt, 50 prósent afslátt af almennu tryggingagjaldi, hlutfall fasteignaskatts 50 prósent lægra en áskilið hámarkshlutfall, gjaldhlutfall gatnagerðargjalds 30 prósent lægra en almenn gjaldskrá Reykjanesbæjar,“ sagði Ásmundur. Þá eigi fyrirtækið rétt á þjálfunaraðstoð vegna starfsmanna upp á tvær milljónir evra og því sé heildarstuðningurinn við fyrirtækið um 700 milljónir króna. Þetta skapi fyrirtækinu töluverða yfirburða stöðu á vinnumarkaði. „En hvernig er hún nýtt? Í stað stóriðjusamninga álveranna greiðir United Silicon starfsmönnum sínum 1.470 krónur á klukksutund í dagvinnu eða undir lágmarkstekjum fyrir fullt starf. Og 2.646 krónur í yfirvinnu sextán klukkustundir á dag eða 80 prósent af tekjutaxtanum sem er undir tekjuviðmiðun,“ sagði Ásmundur. Til að komast upp fyrir lágmarkstekjur greiði fyrirtækið starfsfólki 65 þúsund krónur í bónusgreiðslu á mánuði. Starfsmenn vinni í tólf klukkustundir án vaktaplans til að fyrirtækið sleppi við að semja um vaktagreiðslur við verkalýðsfélögin. „Ég sem þingmaður vill biðja þjóðina afsökunar á því að hafa greitt götu fyrirtækis sem fengið hefur hundruð milljónir króna stuðning skattgreiðenda til að byggja upp rekstur en greiðir starfsmönnum sínum laun sem eru undir tekjuviðmiðunum í landinu. Þá hefur fyrirtækið lítil eða engin tök á mengun frá rekstri fyrirtækisins í Helguvík. Er í alls konar málarekstri við verkalýðsforystuna, fyrirtæki og bæjarfélagið og vinnur hvorki með eða fyrir samfélagið. Fyrirtæki sem kemur þannig fram við starfsmenn sína og samfélag og umhverfið í trássi við gefin loforð, á sér ekki bjarta framtíð,“ sagði Ásmundur Friðriksson. Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Sjá meira
Þingmaður Sjálfstæðisflokksins bað þjóðina afsökunar á því á Alþingi í dag að hafa stutt uppbyggingu United Silicon í Helguvík, þar sem fyrirtækið hafi svikið sín fyrirheit. Það greiddi lág laun, reyndi að komast undan skyldum og mengaði umfram það sem lofað hefði verið. Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins kvaddi sér hljóðs í umræðum um störf þingsins á Alþingi í dag og sagðist hafa verið einn þeirra sem fögnuðu uppbyggingu United Silicon í Helguvík. Hann hafi trúað loforðum fyrirtækisins um fjölbreytt og vellaunuð störf og góðan rekstur í sátt við lög og reglur. „Okkur er illa brugðið. Menungarvandamál, ófullkomin verksmiðja og svikin loforð í launum einkenna upphaf starfseminnar. Fjárfestingasamnngurinn tryggði félaginu að hámarki 15 prósent tekjuskatt, 50 prósent afslátt af almennu tryggingagjaldi, hlutfall fasteignaskatts 50 prósent lægra en áskilið hámarkshlutfall, gjaldhlutfall gatnagerðargjalds 30 prósent lægra en almenn gjaldskrá Reykjanesbæjar,“ sagði Ásmundur. Þá eigi fyrirtækið rétt á þjálfunaraðstoð vegna starfsmanna upp á tvær milljónir evra og því sé heildarstuðningurinn við fyrirtækið um 700 milljónir króna. Þetta skapi fyrirtækinu töluverða yfirburða stöðu á vinnumarkaði. „En hvernig er hún nýtt? Í stað stóriðjusamninga álveranna greiðir United Silicon starfsmönnum sínum 1.470 krónur á klukksutund í dagvinnu eða undir lágmarkstekjum fyrir fullt starf. Og 2.646 krónur í yfirvinnu sextán klukkustundir á dag eða 80 prósent af tekjutaxtanum sem er undir tekjuviðmiðun,“ sagði Ásmundur. Til að komast upp fyrir lágmarkstekjur greiði fyrirtækið starfsfólki 65 þúsund krónur í bónusgreiðslu á mánuði. Starfsmenn vinni í tólf klukkustundir án vaktaplans til að fyrirtækið sleppi við að semja um vaktagreiðslur við verkalýðsfélögin. „Ég sem þingmaður vill biðja þjóðina afsökunar á því að hafa greitt götu fyrirtækis sem fengið hefur hundruð milljónir króna stuðning skattgreiðenda til að byggja upp rekstur en greiðir starfsmönnum sínum laun sem eru undir tekjuviðmiðunum í landinu. Þá hefur fyrirtækið lítil eða engin tök á mengun frá rekstri fyrirtækisins í Helguvík. Er í alls konar málarekstri við verkalýðsforystuna, fyrirtæki og bæjarfélagið og vinnur hvorki með eða fyrir samfélagið. Fyrirtæki sem kemur þannig fram við starfsmenn sína og samfélag og umhverfið í trássi við gefin loforð, á sér ekki bjarta framtíð,“ sagði Ásmundur Friðriksson.
Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Sjá meira